Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

ASÍ vill hækka atvinnuleysisbætur í 320 þúsund

Hluta­bóta­leið­ina ætti að fram­lengja fram á næsta sum­ar, að mati ASÍ, og upp­hæð­ir at­vinnu­leys­is­bóta að hækka. „Hvergi í heim­in­um hef­ur sú að­ferð að svelta fólk út af bót­um skil­að ár­angri,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

ASÍ vill hækka atvinnuleysisbætur í 320 þúsund
Drífa Snædal Drífa er formaður ASÍ, sem kallar eftir hækkun atvinnuleysisbóta. Mynd: Heiða Helgadóttir

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) kallar eftir því að hlutabótaleiðin verði framlengd þar til næsta sumar og að atvinnuleysisbætur verði hækkaðar.

Fram kemur í tilkynningu að ASÍ leggi til hækkun grunnbóta í 318.250 krónur. Er það nær 10 prósenta hækkun. Þá verði tekjutengdar bætur greiddar í allt að sex mánuði fá fyrsta degi atvinnuleysis og hámark tekjutengingar verði 650 þúsund.

ASÍ vill að þak tekjutengdra atvinnuleysisbóta lág- og millitekjufólks verði hækkað og rétturinn til bóta lengdur í þrjú ár, en hann er tvö og hálft ár nú. Þá vill ASÍ að hlutabótaleiðin verði framlengd  til 1. júní 2021.

„Við þær aðstæður sem nú eru á vinnumarkaði er brýnna sem aldrei fyrr að gera umbætur á atvinnuleysistryggingum,“ segir í tilkynningu ASÍ. „Forða þarf fólki sem misst hefur vinnu frá enn verri áföllum en felast í atvinnumissi með því að tryggja afkomuöryggi þess og aðstoða við að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Það er gert með því að veita atvinnulausum þjónustu og tækifæri til að styrkja sig og efla hæfni sína og þekkingu og bjóða menntun og þjálfun til nýrra starfa.“

Bent er á að atvinnuþátttaka á Íslandi sé mjög há og atvinnuleysi jafnan lágt, þrátt fyrir að atvinnuleysistryggingar séu hærri hér en víða annars staðar. „Þetta afsannar þá lífsseigu kenningu að atvinnuleysistryggingar séu letjandi til atvinnuleitar. Hvergi í heiminum hefur sú aðferð að svelta fólk út af bótum skilað árangri.

Skortur á afkomuöryggi getur haft miklar langtímaafleiðingar fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem er jafnframt mjög dýrkeypt samfélagslega. Tekjufall einstaklinga hefur dómínó-áhrif á hagkerfið í heild sinni og getur leitt til þess að kreppan vegna COVID-19 verður dýpri og langvinnari en ella.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár