Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

ASÍ vill hækka atvinnuleysisbætur í 320 þúsund

Hluta­bóta­leið­ina ætti að fram­lengja fram á næsta sum­ar, að mati ASÍ, og upp­hæð­ir at­vinnu­leys­is­bóta að hækka. „Hvergi í heim­in­um hef­ur sú að­ferð að svelta fólk út af bót­um skil­að ár­angri,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

ASÍ vill hækka atvinnuleysisbætur í 320 þúsund
Drífa Snædal Drífa er formaður ASÍ, sem kallar eftir hækkun atvinnuleysisbóta. Mynd: Heiða Helgadóttir

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) kallar eftir því að hlutabótaleiðin verði framlengd þar til næsta sumar og að atvinnuleysisbætur verði hækkaðar.

Fram kemur í tilkynningu að ASÍ leggi til hækkun grunnbóta í 318.250 krónur. Er það nær 10 prósenta hækkun. Þá verði tekjutengdar bætur greiddar í allt að sex mánuði fá fyrsta degi atvinnuleysis og hámark tekjutengingar verði 650 þúsund.

ASÍ vill að þak tekjutengdra atvinnuleysisbóta lág- og millitekjufólks verði hækkað og rétturinn til bóta lengdur í þrjú ár, en hann er tvö og hálft ár nú. Þá vill ASÍ að hlutabótaleiðin verði framlengd  til 1. júní 2021.

„Við þær aðstæður sem nú eru á vinnumarkaði er brýnna sem aldrei fyrr að gera umbætur á atvinnuleysistryggingum,“ segir í tilkynningu ASÍ. „Forða þarf fólki sem misst hefur vinnu frá enn verri áföllum en felast í atvinnumissi með því að tryggja afkomuöryggi þess og aðstoða við að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Það er gert með því að veita atvinnulausum þjónustu og tækifæri til að styrkja sig og efla hæfni sína og þekkingu og bjóða menntun og þjálfun til nýrra starfa.“

Bent er á að atvinnuþátttaka á Íslandi sé mjög há og atvinnuleysi jafnan lágt, þrátt fyrir að atvinnuleysistryggingar séu hærri hér en víða annars staðar. „Þetta afsannar þá lífsseigu kenningu að atvinnuleysistryggingar séu letjandi til atvinnuleitar. Hvergi í heiminum hefur sú aðferð að svelta fólk út af bótum skilað árangri.

Skortur á afkomuöryggi getur haft miklar langtímaafleiðingar fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem er jafnframt mjög dýrkeypt samfélagslega. Tekjufall einstaklinga hefur dómínó-áhrif á hagkerfið í heild sinni og getur leitt til þess að kreppan vegna COVID-19 verður dýpri og langvinnari en ella.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu