Fyrrverandi forstöðumaður rannsóknardeildar gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands, Hreiðar Eiríksson, vill ekki svara því hvort hann hóf að starfa fyrir ráðgjafa Samherja eftir að hann hætti í bankanum árið 2013. Hreiðar stofnaði þá einkahlutafélag sem hélt utan um rekstur hans sem sjálfstætt starfandi lögmanns.
Ráðgjafarfyrirtækið sem Hreiðar er spurður um heitir Juralis-ráðgjafarstofa slhf., síðar PPP slhf., og er í eigu afbrotafræðingsins og fyrrverandi rannsóknarlögreglumannsins, Jóns Óttars Ólafssonar, sem hefur unnið fyrir Samherja síðastliðin ár, meðal annars í Seðlabankamálinu en einnig í Namibíu.
Heimildir Stundarinnar herma að Hreiðar hafi unnið fyrir umrætt ráðgjafafyrirtæki.
Fyrrverandi starfsmenn opinberra eftirlitsstofnana geta búið yfir upplýsingum úr störfum sínum sem geta gagnast fyrirtækjum eða einstaklingum sem telja að þessar stofnanir hafi brotið á sér, líkt og gildir um Samherja í þessu tilviki. Hreiðar Eiríksson var til dæmis viðmælandi í þætti Hringbrautar um Seðlabankamálið þar sem hann lýsti …
Athugasemdir