Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Smalar gætu mögulega þurft að gista í tjöldum

Covid-19 far­ald­ur­inn hef­ur áhrif á göng­ur og rétt­ir. Öll­um sem taka þátt er skylt að hlaða nið­ur smitrakn­ing­arappi al­manna­varna. Mælst er til að áfengi verði ekki haft um hönd. „Þetta er ekki sama partý­ið sem ver­ið er að bjóða í,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri Land­sam­taka sauð­fjár­bænda.

Smalar gætu mögulega þurft að gista í tjöldum
Tveggja kinda bil Hætt er við að göngur og réttir verði með breyttu sniði í haust frá því sem verið hefur. Mynd: Landssamtök sauðfjárbænda

Hætt er við að smalamennska og réttarstörf í sveitum verði með all nokkuð breyttu sniði í haust frá því sem verið hefur. Ástæðan er vitanlega Covid-19 faraldurinn sem íslenskt þjóðfélag glímir nú við. Færra fólk verður við réttarstörf og í sveitum er nú verið að skipuleggja göngur með það að markmiði að tryggja eftir bestu getu að hægt verði að koma við öllum sóttvörnum.

Landssamtök sauðfjárbænda hafa gefið út leiðbeiningar vegna smalamennsku og réttarstarfa. Meðal annars verður hámarksfjöldi í réttum miðaður við 100 manns yfir 15 ára aldri og tryggja þarf að hægt sé eftir fremsta megni að halda tveggja metra regluna í fjallakofum þar sem smalar þurfa að dvelja. Meðal þess sem verið er að skoða er hvort smalar þurfi í einhverjum tilvikum að gista í tjöldum eða ferðavögnum. Þá er öllum skylt að hlaða niður smitrakningarappi almannavarna og mælst er til að áfengi verði ekki haft um hönd.

Gæti orðið erfitt að halda tveggja metra regluna

Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að þegar komið er á fjall í smalamennsku muni ekki reynast flókið að halda tveggja metra regluna. „Það geta hins vegar skapast vandamál þar sem smalar þurfa að gista í gangnakofum, fjallaskálum, um langan tíma. Ábyrgðarmenn fjallskila þurfa að leita allra leiða til að fara eftir þeim reglum sem gilda. Menn verða að reyna að tryggja öllum þetta nándarbil. Það átta sig hins vegar allir á því hvernig aðstæður eru í þessum kofum, þar er þétt setinn bekkurinn, og menn verða bara að viðhafa eins miklar smitvarnir og hugast getur. Menn verða að bera grímur og sótthreinsa sig svo sem kostur er en það er þó ljóst að vart verður hægt að uppfylla þessar nándarreglur að fullu. Menn verða að byrja að hugsa þetta strax og þar sem hægt er að koma við ferðavögnum eða tjöldum þá leiti menn allra leiða til að koma þeim við. Ef að veður leyfir gætum við séð það í fyrsta skipti í áraraðir að menn myndu sofa í tjöldum í göngum.“ Unnsteinn segir þó að víða séu menn í aðstöðu til að keyra heim og gista ekki í skálum.  

„Ef að veður leyfir gætum við séð það í fyrsta skipti í áraraðir að menn myndu sofa í tjöldum í göngum“

Unnsteinn segir að allir hafi fullan skilning á stöðu mála og um allt land sé fólk að skipuleggja þessi nauðsynlegu haustverk sauðfjárbænda. Menn hafi því óskað eftir skýrum reglum um það hvernig farið yrði að og leiðbeiningarnar snúi að því. „Þessar leiðbeiningar búa til eilítinn sveigjanleika varðandi tveggja metra regluna, enda hefur það sýnt sig núna allra síðustu daga að þetta er ekki alveg klippt og skorið. Í lok dags er það setningin „Við erum öll almannavarnir“ sem að skiptir mestu máli í þessu og mikilvægt að menn fari af stað með því hugarfari.“

Bændur hafa áður þurft að bregðast við aðstæðum

Bændur hafa áður upplifað ýmislegt í smalamennsku. Þannig gerði gríðarlegt óveður á Norðurlandi snemma í september 2012 sem olli því að allt að 10.000 kindur grófust undir fönn. Ráðist var í umfangsmiklar björgunaraðgerðir og vart var hægt að tala um hefðbundna smalamennsku víða það haust. Unnsteinn segir að bændur og þeir sem komi þeim til aðstoðar í smalamennsku séu því vanir því að þurfa að aðlaga sig aðstæðum og spila eftir eyranu. „Þetta kerfi byggir á félagslegri samstöðu og þegar á hefur reynt þá er það mjög sveigjanlegt. Þetta verkefni í haust verður unnið á sama grundvelli.“

Líklega eilítið minni glaumur og gleði

Spurður hvort bændur hafi áhyggjur af því að erfitt geti reynst að manna göngur í haust, ekki bara vegna þeirra reglna sem þarf að fylgja heldur einnig vegna þess að fólk hiki við að taka þátt sökum óvissunnar, segir Unnsteinn að það sé vissulega svo. „Það eru margir sem nefna það að þeir séu í vandræðum með að fá til sín sína vanalegu smala. Best er auðvitað ef hægt er að manna smalamennsku í haust sem mest með fólki af svæðinu svo að minnka megi samgang milli svæða. Menn hafa áður lent í því að vera þunnskipaðir í göngum en við höfum ekki þungar áhyggjur af því að ekki náist að smala megninu af fé af fjalli, ef veður verður gott í það minnsta.“

„Það eru margir sem nefna það að þeir séu í vandræðum með að fá til sín sína vanalegu smala“

Hætt er við að stemningin verði með nokkuð öðrum hætti í göngum og réttum í haust. Meðal annars er mælst til þess að ekki verði áfengi haft um hönd. Unnsteinn segir að sennilega verði eilítið minni söngur og glaumur í gangnakofum og réttum nú en vant er. „Það verður færra fólk og það hefur áhrif. Þetta ákvæði er í takt við það sem almannavarnir hafa gefið út á sínum fundum því að hæft hefur verið að rekja margt af þessum smitum til skemmtanahalds. Þetta er ekki sama partýið sem verið er að bjóða í. Það verða allir að átta sig á því að þarf að fara með allt öðru hugarfari í þetta verkefni en vanalega.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Árið í myndum: Jarðhræringar á Reykjanesskaga
6
FréttirUppgjör ársins 2024

Ár­ið í mynd­um: Jarð­hrær­ing­ar á Reykja­nesskaga

Elds­um­brot á Reykja­nesskaga voru án efa eitt stærsta frétta­mál árs­ins. Áskor­an­irn­ar sem nátt­úru­ham­far­irn­ar færðu Ís­lend­ing­um í hend­ur voru marg­ar og erf­ið­ar. Ná­kvæmt mat á um­fangi þess­ara at­burða bíð­ur seinni tíma og mörg stór og flók­in verk­efni standa frammi fyr­ir íbú­um og stjórn­völd­um á nýju ári enda þessu skeiði í jarð­sögu lands­ins ekki lok­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár