Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Skopmyndateiknari Morgunblaðsins segist vita um lækningu við Covid: „Ég er náttúrulega ekki læknir“

Óson með­ferð, sem tal­in er skað­leg af heil­brigð­is­yf­ir­völd­um, er sögð lækna Covid-19 smit í skop­mynd í Morg­un­blað­inu í dag. Teikn­ar­inn Helgi Sig­urðs­son vís­ar í mynd­bönd um­deilds lækn­is, en seg­ist ekki ætla í stríð við þríeyk­ið, heil­brigð­is­ráð­herra eða Kára Stef­áns­son.

Skopmyndateiknari Morgunblaðsins segist vita um lækningu við Covid: „Ég er náttúrulega ekki læknir“
Skopmynd Helga Sig Skopmynd sem segir óson lækna Covid birtist í Morgunblaðinu í dag. Mynd: Skopmynd sem birtist í Morgunblaðinu í dag

Ósonmeðferð er sögð lækna Covid-19 smit í skopmynd sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Notkun efnisins er skaðleg, að mati heilbrigðisyfirvalda á heimsvísu, en höfundur skopmyndarinnar segir ljóst af myndböndum á netinu að hún virki.

Skopmyndin er eftir Helga Sigurðsson og er hún af umdeildum bandarískum lækni, Robert Rowen, sem notast við gastegundina óson til að lækna ýmsa kvilla og sjúkdóma. Á myndinni er netslóð á YouTube síðu Roberts þar sem má finna fjölda myndbanda þar sem skjólstæðingar Roberts lýsa því hvernig meðferð hans hafi lagað ýmis heilsuvandamál þeirra. Undir skopmyndinni stendur svo: „Covid lækning sem fellur ekki að heimsmyndinni.“

Segir Rowen að aðferðin virki meðal annars á krabbamein, Alzheimer, Parkinson og nú nýverið á Covid-19. Meðferðin virkar þannig að gastegundinni óson er sprautað í fólk og á gasið að drepa bakteríur og vírusa. Þekkt er að óson getur virkað gegn bakteríum og vírusum, en það vinnur einnig skaða á líkamanum og viðurkenndar vísindarannsóknir hafa ekki náð að staðfesta virkni meðferðanna.

Robert RowenLæknirinn birtir myndbönd á YouTube og segir óson lækna Covid-19.

Meðferð Rowen er ekki samþykkt neins staðar í heiminum og hefur lyfjastofnun Bandaríkjanna ítrekað sent út tilkynningar þess efnis að hún geti verið skaðleg. Þá er meðferðin bönnuð sem læknismeðferð í Bandaríkjunum. Þá segir lyfstofnunin að engar vísindalegar sannanir sýni fram á virkni óson meðferðar. Fólk hefur látist við að nýta sér þessa meðferð víða um heim og hafa yfirvöld víða um heim handtekið fólk sem stundar þessa meðferð.

Rowen rekur læknastofu sína ásamt eiginkonu sinni, en hún starfar einnig þar sem læknir. Aðsetur læknastofunnar er í Santa Rosa í Kaliforníuríki Bandaríkjanna. Í lok febrúar á þessu ári voru þau hjónin handtekin og ákærð fyrir skattsvik. Segja skattyfirvöld að hjónin hafi komið um 544 milljónum íslenskra króna undan skatti. 

Í samtali við Stundina segir Helgi Sigurðsson, skopmyndateiknari Morgunblaðsins, að hann hafi horft á fjölmörg myndbönd á heimasíðu Rowen. Segir hann að þar sjáist hvar aðferð hans hafi læknað meðal annars einstakling smitaðan af Covid-19.

„Það kemur þarna maður sem kemur þarna inn og er með Covid-19, það er búið að staðfesta það. Það er bara hægt að skoða það á þessari síðu. Maðurinn stendur svo upp og er bara hress.“

Vill benda á þetta þrátt fyrir að vera ekki læknir

Helgi segir einnig að þessi aðferð sé vel þekkt í Evrópu og sé búið að notast við hana í yfir 100 ár. „Það er verið að reyna halda honum niðri af því hann er að nota aðferð sem búið er að nota í Evrópu í yfir 100 ár. Tesla var einn af þeim fyrstu til að reyna nota þessa aðferð. Svo var þetta notað í vígvöllum í Fyrri heimsstyrjöldinni til að sótthreinsa sár og annað. Þetta verður til við eldingar í gufuhvolfinu og er talið vera náttúrulegt sótthreinsandi efni. Ég er náttúrulega ekki læknir, ég er bara að benda á þetta.“

„Ég er náttúrulega ekki læknir, ég er bara að benda á þetta“

Bretar prófuðu að notast við óson gas á Queen Alexandra herspítalanum í London í fyrri heimsstyrjöldinni á sár. Var gasinu spreyjað á sár og sótthreinsaði það sárið. Hins vegar skaðaði það líkamsvef sjúklingsins það mikið að ekki var notast við þessa aðferð oftar.

Í samtali við Stundina segir Ágúst Kvaran, prófessor í efnafræði við Háskóla Íslands, að óson sé mjög oxandi efni sem er fljótt að brjóta niður önnur efni sem það komist í snertingu við. „Óson er mjög fljótt að brjóta niður hluti, meðal annars prótein og fitu í líkamanum. Það getur alveg brotið niður veirur líka, en það er þá ekki það eina sem það brýtur niður í líkamanum á sama tíma.“

Trúir að meðferðin virki gegn Covid-19

Helgi segist eftir að hafa horft á myndbönd á YouTube síðu Rowen að það sé augljóst að meðferðin virki þar sem viðbrögð fólks sjáist greinilega.

„Ég bara vísa það sem er á vefsíðunni, það er bara auðséð að fólkið er ekkert að ljúga. Við erum náttúrulega gædd þeim eiginleikum að getað lesið úr svipbrigðum, raddblæ og viðbrögðum fólks. Ef það er eitthvað til sem getur gefið okkur leið út úr þessu Covid, þeir sem eru með Covid. Ég ætla ekkert að fara í stríð við Kára Stefánsson eða þríeykið eða Svandísi Svavarsdóttur eða þig eða neitt. Ég er bara að benda á þetta.“

„Ég ætla ekkert að fara í stríð við Kára Stefánsson eða þríeykið“

Spurður hver tilgangur myndarinnar væri segir Helgi að hann vildi bara koma af stað jákvæðri umræðu. „Það eru náttúrulega ákveðin öfl sem eru ekki hrifin af svona alternative aðferðum, þó að þetta hafi nú komið á undan öllu hinu.“

Vill að notkun óson verði skoðuð á Íslandi

Þegar blaðamaður Stundarinnar benti Helga á að engar vísindalegar rannsóknir sýni fram á að óson virki, eins og Rowen haldi fram að það geri í myndböndum sínum, segir hann að það sé hægt að sjá að þessi aðferð virki á fólkinu sem fari í meðferð til hans.

„Það er bara hægt að sjá það á fólkinu sem fær þetta meðferð. Menn eru alltaf að rannsaka eitthvað, en það er aldrei horft á hvort það virkar eða ekki skilurðu. Ég ætla ekkert að fara dýpra í þetta, ég er enginn sérfræðingur í þessu. Ef fólk treystir þessum vísindamönnum og krabbameinslæknum þá gerir það bara það.“

Aðspurður hvort það sé ábyrg hegðun á tímum Covid-19 að birta skopmynd af þessu tagi segir hann að það eigi að skoða þennan möguleika þar sem þetta gæti verið raunhæft tól í baráttunni við Covid-19 hér á landi.

„Er kannski hægt að fá svona tæki hérna á vegum yfirvalda, er það möguleiki?“

„Ég hef enga þekkingu á að verja þetta, standa í einhverjum paneluviðræðum við einhverja sérfræðinga og gera mig af fífli. Þetta er ekkert ábyrgðarhluti, það er ekkert verið að bjóða upp á þetta. Ef það kemur upp svona umræða upp á milli fólks sem þekkir inn á þetta. Ef það síðan kemur í ljós að þetta sé raunhæfur möguleiki þá getum við prófað þetta. Í staðinn fyrir að bíða eftir einhverju bóluefni í 6 mánuði eða 12 mánuði, það er eitthvað fólk hérna veikt. Er kannski hægt að fá svona tæki hérna á vegum yfirvalda, er það möguleiki? Hugsanlega getur þetta hjálpað fólki og ég hef trú á því að þetta sé í lagi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
RÚV frestaði sýningu dagskrárliða til að forðast tap á síðasta ári
2
Greining

RÚV frest­aði sýn­ingu dag­skrárliða til að forð­ast tap á síð­asta ári

RÚV fékk 5,7 millj­arða króna úr rík­is­sjóði í fyrra og afl­aði 2,9 millj­arða króna tekna af sam­keppn­is­rekstri, sem er að­al­lega sala á aug­lýs­ing­um. Tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafa auk­ist mik­ið á síð­ustu ár­um, ann­ars veg­ar vegna þess að íbú­um lands­ins hef­ur fjölg­að og hins veg­ar vegna þess að aug­lýs­inga­tekj­ur hafa auk­ist.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
4
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
8
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.
Þöggunarmálsóknir gegn fjölmiðlum mæta andstöðu Evrópuráðs
9
Erlent

Þögg­un­ar­mál­s­ókn­ir gegn fjöl­miðl­um mæta and­stöðu Evr­ópu­ráðs

Ráð­herr­a­ráð Evr­ópu­ráðs hef­ur birt til­mæli til allra að­ild­ar­ríkja, þar með tal­ið Ís­lands, um að vinna eigi gegn SLAPP-mál­sókn­um, sem séu skað­leg­ar lýð­ræð­inu og al­manna­hag. Slík­um mál­sókn­um hef­ur ver­ið beitt gegn al­menn­ingi og fjöl­miðl­um til að þagga nið­ur eða refsa fyr­ir óþægi­lega um­fjöll­un. Tölu­vert er um SLAPP-mál­sókn­ir á Ís­landi, en ekk­ert ból­ar á inn­leið­ingu slíkra til­mæla af rík­is­stjórn, seg­ir Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Þetta er móðgun við okkur“
5
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
7
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
8
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
10
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu