Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Birtingur tapaði 236 milljónum í fyrra

Ta­prekst­ur út­gáfu­fé­lags­ins sem gef­ur út Mann­líf og fleiri blöð jókst milli ára. Hluta­fé fé­lags­ins hef­ur ver­ið auk­ið um rúm­lega hálf­an millj­arð króna til að fjár­magna tap­ið á þrem­ur ár­um.

Birtingur tapaði 236 milljónum í fyrra
Mannlíf Útgáfufélag Mannlífs hefur aukið hlutafé sitt um rúman hálfan milljarð á þremur árum.

Birtingur útgáfufélag tapaði 236 milljónum króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikningi þess. Félagið gefur út blöðin Gestgjafann, Hús og híbýli, Vikuna og Mannlíf, auk þess að reka vefinn Mannlif.is.

Tap Birtings nam 168 milljónum króna árið 2018 og 92 milljónum árið 2017. Hefur tapið því aukist nokkuð á milli ára. Mestu virðist muna um að rekstartekjur félagsins hafi dregist saman um 56 milljónir króna á milli ára.

Halldór KristmannssonHalldór eignaðist félagið til fulls árið 2018.

Hlutafé félagsins var aukið um 227 milljónir króna árið 2019 og um samtals 308 milljónir króna rekstarárin tvö þar á undan til að fjármagna taprekstur áranna. Þannig hefur hlutafé félagsins verið aukið um 535 milljónir, rúmlega hálfan milljarð króna, á þriggja ára tímabili.

Eigandi Birtings var fjárfestingafélagið Dalurinn ehf., sem er alfarið í eigu Halldórs Kristmannssonar, framkvæmdastjóra hjá Alvogen, sem hefur séð um samskipti við fjölmiðla fyrir Róbert Wessmann, forstjóra Alvogen. Ársreikningur Dalsins hefur ekki verið birtur opinberlega og því ekki hægt að sjá með hvaða hætti hlutafjáraukning Birtings var fjármögnuð. 

Í apríl 2018 seldu Róbert, Árni Harðarson, aðstoðarforstjóri Alvogen, og Jóhann G. Jóhannsson, sem einnig starfar hjá lyfjafyrirtækinu, hluti sína til Halldórs. Samstarfsmennirnir keyptu Birting sumarið 2017 eftir að fyrirhuguð kaup Björns Inga Hrafnssonar og fjölmiðlasamsteypunnar Pressunnar á útgáfufélaginu urðu að engu. 

Fyrr í sumar samdi Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir, sem hefur starfað sem framkvæmdastjóri Birtings frá árinu 2017, um kaup á öllu hlutafé í fyrirtækinu. Samhliða hlutabréfakaupunum var gerður samstarfssamningur sem kvað á um að vefsvæðið yrði áfram í umsjón og eigu Halldórs Kristmannssonar, sem myndi greiða sérstaklega fyrir notkun á efni Birtings, vinnslu fréttaefnis, rekstur og þróun vefsvæðis. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár