„Hefurðu séð þetta?“ stóð á ensku í skilaboðum sem kærasti Alexöndru Jurkovičová fékk send í símann sinn í janúar. Með skilaboðunum fylgdi skjáskot af vefsíðu þar sem vændisþjónusta er boðin.
Alexandra er frá Slóvakíu og flutti til Íslands fyrir tveimur árum. „Ég var forvitin og mig hafði alltaf langað að koma til Íslands,“ segir hún. „Ég hef ferðast mikið um heiminn undanfarinn áratug og hafði aldrei búið í köldu landi þannig að mig langaði að prófa eitthvað nýtt.“
Hún hefur starfað í ferðaþjónustu og verslun síðan og segist hafa upplifað Ísland sem vinalegan stað. „Kerfið virkar líka vel, ég fékk kennitölu og allar stofnanir virtust vel tengdar saman. Maður þarf ekki að læsa húsinu og bílnum, sem er ótrúlegt því að þannig er ekki hægt í Austur-Evrópu. Mér leið öruggri og eins og ég væri á réttum stað,“ segir hún.
Alexandra segir hins vegar að atburðarásin eftir skilaboðin og samskiptin …
Athugasemdir