Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Frumvarpi forsætisráðherra mótmælt: „Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn“

Frum­varp um breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá, sem for­menn flokk­anna á Al­þingi hafa rætt í tvö ár, mæt­ir harðri and­stöðu í sam­ráðs­gátt stjórn­valda. Kall­að er eft­ir að nýja stjórna­skrá­in frá 2011 verði til grund­vall­ar og þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um hana virt.

Frumvarpi forsætisráðherra mótmælt: „Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn“
Nýja stjórnarskráin afhent Í athugasemdum um frumvarp forsætisráðherra er kallað eftir því að drög að stjórnarskrá sem stjórnlagaráð afhenti Alþingi árið 2011 verði lögð til grundvallar. Mynd: Pressphotos

Hundruð athugasemda hafa borist við frumvarp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda. Þorri athugasemdanna snýr að því að þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórnarskrárbreytingar frá 2012 hafi verið hunsuð, breytingarnar eigi ekki að vera í höndum formanna stjórnmálaflokka og ferlið fari því gegn lýðræðislegum vilja þjóðarinnar.

Frumvarpið, sem kynnt er af hálfu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, var birt í samráðsgátt í lok júní og lauk umsagnarfresti í gær. Alls bárust 214 umsagnir, flestar þeirra undir lok ferlisins og flestar harðorðar um ferlið sem liggur að grundvelli fyrirhugaðs frumvarps. „Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn,“ er leiðandi stef í umsögnunum.

Í frumvarpinu er mælt fyrir um fjölda breytinga á stjórnarskránni, sem formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi hafa fundað um frá 2018. Samkvæmt frumvarpinu verður kjörtímabil forseta lengt í sex ár, en sami maður má aðeins sitja í embætti í tvö kjörtímabil, alls 12 ár. Ákvæði um ríkisstjórnarfundi er breytt, samhæfingarhlutverk forsætisráðherra styrkt og þingræðisreglan bundin í stjórnarskrá. Ríkissaksóknara yrði falið að fara með ákæruvald vegna ætlaðra embættisbrota ráðherra, í stað þess að Alþingi gefi út ákæru og Landsdómur fari með slík mál. Þá yrði Alþingi heimilað að fella niður lög eftir að forseti synjar þeim staðfestingar samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar, í stað þess að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram.

Meira en helmingur athugasemdanna komu inn síðasta daginn í samráðsferlinu, það er í gær, miðvikudaginn 22. júlí. „Þjóðin samþykkti nýja stjórnarskrá 2012,“ skrifar Hjálmar Georg Theódórsson. „Lögfestið hana þegar í stað og hættið þessu fúski.“

Á meðal þeirra sem skrifa athugasemdir eru fulltrúar sem sátu í stjórnlagaráði árið 2011 og skiluðu drögum að nýrri stjórnarskrá til Alþingis. Þeirra á meðal eru Vilhjálmur Þorsteinsson, Katrín Oddsdóttir, Þorkell Helgason og Örn Bárður Jónsson.

„Vilji þjóðarinnar er sá að gagna út frá tillögu stjórnlagaráðs“

„Enginn kaus ykkur til stjórnlagaþings eða stjórnlagaráðs, enginn hefur gefið ykkur umboð til að vanvirða þær tillögur sem þjóðin samþykkti í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012, og er enn óafgreidd af Alþingi, 8 árum síðar,“ skrifar Örn Bárður. „Þið voruð kosin til þess, af þjóðinni, að afgreiða vilja þjóðarinnar, sem er uppspretta valdsins og er yfir ykkur öllum. Vilji þjóðarinnar er sá að gagna út frá tillögu stjórnlagaráðs. Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti til að mynda greinina um auðlindir í þjóðareigu eða 83%.“

Maria Elvira Mendez Pinedo, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, birtir athugasemd þar sem hún reynir að draga saman það sem komið hefur fram í umsögnunum. „Ásamt lögmæti (legality) og réttlæti/réttmæti (justice/fairness) er kannski tími til kominn að búa til íslenskt orð sem á að endurspegla kröfuna sem flestar athugasemdir hér eru að kalla eftir (legitimacy),“ skrifar hún. „Þetta er krafan um að lög og stjórnarskrá séu upphaflega samþykkt af þjóðinni og allar götur síðan, enda komi þau þjóðinni til góða. Orðið „legitimacy“ sem slíkt er ekki til í íslensku lagamáli, þar sem fræðimenn töldu samþykki þjóðarinnar skipta takmörkuðu máli. Er kannski „lýðmæti“ orðið sem vantar hér?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þegar kemur að viðkvæmum málum“
FréttirStjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þeg­ar kem­ur að við­kvæm­um mál­um“

Þor­steinn Pálm­ars­son, eig­andi Allt-af ehf, fyr­ir­tæk­is­ins sem fjar­lægði veggl­ista­verk­ið „Hvar er nýja stjórn­ar­skrá­in?“ seg­ist oft upp­lifa sig á milli steins og sleggju í deilu­mál­um milli þeirra sem mála á veggi og þeirra sem biðja um að verk­in verði fjar­lægð. Hann vann við að hreinsa til eft­ir mót­mæli í Búsáhalda­bylt­ing­unni.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu