Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Stærsta bókaútgáfa Íslands seld til sænskrar hljóðbókaveitu

Tíma­mót eru orð­in í bóka­út­gáfu á Ís­landi, nú þeg­ar For­lagið hef­ur ver­ið selt til ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Stor­ytel að meiri­hluta.

Stærsta bókaútgáfa Íslands seld til sænskrar hljóðbókaveitu
Við undirritun Fyrir miðið er Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins.

„Íslendingar eru mikil bókaþjóð og við erum sannfærð um að þetta muni reynast mikið gæfuspor fyrir íslenskan bókamarkað,“ segir Jonas Tellander, forstjóri og stofnandi sænsku hljóðbókaveitunnar Storytel, sem hefur keypt 70 prósent í stærstu bókaútgáfu Íslands, Forlaginu. 

Tilkynning þess efnis var send fjölmiðlum rétt í þessu.

Seljandinn, bókmenntafélagið Mál og menning, mun áfram fara með 30 prósent hlut í félaginu sem mun starfa áfram sem sjálfstætt bókaforlag, aðskilið frá streymisveitu Storytel á Íslandi. Kaupandinn, Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur hefur áður keypt þrjú önnur norræn útgáfufélög: Norstedts Förlagsgrupp í Svíþjóð, People’s Press í Danmörku og Gummerus Publishers í Finnlandi. 

„Það má því segja að samband Storytel og Forlagsins sé í raun fjárfesting íslenskrar útgáfu í framtíðinni,“ segir Halldór Guðmundsson, stjórnarformaður Máls og menningar. „Kaupin munu tryggja áframhaldandi útgáfu á íslenskum bókmenntaperlum og gera okkur kleift að styðja betur við nýja höfunda. Mál og menning mun í þessu skyni nýta stóran hluta kaupverðsins til stofnfjár sjóðs sem mun hafa það hlutverk að efla íslenskar bókmenntir með stuðningi við rithöfunda og bókaverslun.“

Í fréttatilkynningunni kemur fram að Forlagið muni fara í gegnum sambærilegt ferli og aðrar bókaútgáfur í eigu Storytel á Norðurlöndunum. Nánari kynning á því verður á blaðamannafundi klukkan eitt í dag. 

Áskrift að Storytel býður hlustun og/eða lestur á yfir hálfri milljón titla á heimsvísu. Framtíðarsýn Storytel er „að efla samkennd og gera heiminn að meira skapandi stað með góðum sögum, sem hægt er að njóta hvar og hvenær sem er.“

Dótturfyrirtækið Ztory býður einnig upp á ótakmarkaðan lestur stafrænna tímarita. Fyrirtækið starfar á 20 mörkuðum víðsvegar um heiminn og höfuðstöðvar þess eru staðsettar í Stokkhólmi.  

Forlagið var stofnað árið 2007 þegar Mál og menning keypti útgáfuhluta Eddu og sameinaðist útgáfufélaginu JPV. Mál og menning hefur verið aðaleigandi Forlagsins, með 87 prósent hlut. 13 prósent félagsins hafa verið í eigu Egils Arnar Jóhannssonar, framkvæmdastjóra félagsins.

Samkvæmt síðasta uppgefna ársreikningi, sem gildir fyrir árið 2018, voru 40 starfsmenn hjá Forlaginu og tapaði félagið 4,4 milljónum króna það ár, en 13,3 milljónum króna árið áður. Á síðasta ári, 2019, höfðu hins vegar lög um stuðning við bókaútgáfu tekið gildi. Þau fólu í sér endurgreiðslu á 25 prósent beins kostnaðar við útgáfu bóka á íslensku. Ekki hefur enn verið gefin upp rekstrarniðurstaða síðasta árs.

Eftirfarandi er fréttatilkynningin í heild:

Storytel eignast meirihluta í Forlaginu 

Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur keypt 70% hlut í stærstu bókaútgáfu landsins, Forlaginu. Seljandinn, bókmenntafélagið Mál og menning, mun áfram fara með 30% hlut í félaginu sem mun starfa áfram sem sjálfstætt bókaforlag, aðskilið frá streymisveitu Storytel á Íslandi. Forlagið bætist þannig í hóp þriggja annarra norrænna útgáfufélaga í eigu Storytel AB, Norstedts Förlagsgrupp í Svíþjóð, People’s Press í Danmörku og Gummerus Publishers í Finnlandi. 

Forlagið er ein virtasta bókaútgáfa landsins og á Norðurlöndunum og jafnframt sú stærsta hér á landi. Félagið var stofnað árið 2007 af Jóhanni Páli Valdimarssyni, Agli Erni Jóhannssyni og bókmenntafélagi Máls og menningar sem hefur farið með ráðandi hlut frá árinu 2017. Forlagið gefur árlega út um 150 titla, marga hverja eftir virtustu höfunda landsins. Félagið hefur allt frá stofnun gegnt mikilvægu hlutverki í bókmenntasamfélaginu og reynst öflugur málsvari íslenskra rithöfunda á erlendum vettvangi.

-Við erum gríðarlega ánægð með þessa nýjustu viðbót við Storytel fjölskylduna og öflugt net útgáfufélaga okkar á norðurlöndunum. Forlagið sómir sér þar vel meðal virtra félaga á borð við Norstedts Förlagsgrupp, Gummerus Publishers og People’s Press. Við erum spennt að hefja samstarf með reynslumiklum útgefendum Forlagsins sem deila ástríðu okkar fyrir góðum sögum, segir Jonas Tellander, forstjóri og stofnandi Storytel. 

-Íslendingar eru mikil bókaþjóð og við erum sannfærð um að þetta muni reynast mikið gæfuspor fyrir íslenskan bókamarkað. Þekking Storytel á stafrænni þróun ásamt öflugri reynslu Forlagsins í bókaútgáfu mun stórauka aðgengi landsmanna að vönduðum bókmenntum og kaupin munu treysta sérstöðu beggja félaga enn frekar, segir Jonas.

Forlagið og Storytel á Íslandi munu starfa sjálfstætt áfram eftir kaupin og stefna Forlagsins verður áfram sú að efla íslenska útgáfu og stuðla að því að raddir íslenskra rithöfunda berist sem víðast.

-Forlagið byggir á aldargamalli hefð útgefenda sem hafa gert það að ævistarfi sínu að koma íslenskum bókmenntum á framfæri. Við erum afskaplega ánægð og hlökkum til samstarfsins með Storytel sem er kraftmikið nýsköpunarfyrirtæki á sviði stafrænnar útgáfu. Samstarfið mun opna margar dyr fyrir höfundum Forlagsins og færa okkur skrefi nær inn í framtíðina og nær nútíma lesendum og hlustendum, segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins.

-Kaupin munu styrkja rekstrargrunn Forlagsins og tryggja forystu í stafrænni þróun til framtíðar. Þetta skref rammar einnig vel inn framtíðarsýn félagsins sem snýr að því að gefa út bestu verk íslenskra bókmennta og gera þau aðgengileg öllum lesendum, hvaðan og hvernig sem þeir vilja njóta þeirra, segir Egill Örn.

-Við erum sannfærð um að ávinningurinn verður mikill fyrir íslenska lesendur, hlustendur og höfunda. Þegar litið er til þróunar útgáfu á alþjóðlegum vettvangi blasir við að samstarf við öflugan útgefanda og dreifingaraðila sem byggir á traustum stafrænum grunni mun tryggja fjölskrúðugt bókmenntalíf á Íslandi til framtíðar. Það má því segja að samband Storytel og Forlagsins sé í raun fjárfesting íslenskrar útgáfu í framtíðinni. Kaupin munu tryggja áframhaldandi útgáfu á íslenskum bókmenntaperlum og gera okkur kleift að styðja betur við nýja höfunda. Mál og menning mun í þessu skyni nýta stóran hluta kaupverðsins til stofnfjár sjóðs sem mun hafa það hlutverk að efla íslenskar bókmenntir með stuðningi við rithöfunda og bókaverslun, segir Halldór Guðmundsson, stjórnarformaður Máls og menningar.  

Velta Forlagsins var um 8 milljónir evra árið 2019 (1100 milljónir ISK). Samningsaðilar hafa sammælst um að kaupverðið sem verður staðgreitt, verði ekki gefið upp. Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár