Arkitektarnir Þórhallur Sigurðsson og Ene Cordt Andersen reka arkitektastofuna Andersen & Sigurdsson Arkitektar í Danmörku. Þau eru með um 20 ára reynslu á sviði hönnunar sem er grundvölluð í norrænni menningu og hefð þar sem áhersla er lögð á samkennd, gagnsæi, samfélagslega ábyrgð, sjáfbærni og arkitektónísk gæði.
„Teiknistofan stendur á bak við ýmis verk sem reist hafa verið á Íslandi og í Danmörku,“ segir Þórhallur. „Teiknistofan er með alþjóðlega sýn en leysir verkefni með svæðisbundnum sérkennum í hönnun – sérkennum sem eru ólík og leyst á mismunandi hátt í tveimur mismunandi löndum þó svo gengið sé út frá sömu grundvallarsýn. Þar ber einna helst á því að tryggja látlausa umgjörð og einfaldleika í hönnun sem byggir á fyrrnefndum norrænum gildum.“
Teiknistofan hefur hlotið ýmsar viðurkenningar. Til að mynda hafa verk stofunnar tvívegis verið tilnefnd til hinna virtu Mies van der Rohe-verðlauna. „Teiknistofan leggur áherslu á listræna nálgun í verkum sínum …
Athugasemdir