Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Laugar landsins

Marg­ir Ís­lend­ing­ar setja sund­bol­inn og sund­skýl­una í ferða­tösk­una eða bak­pok­ann þeg­ar far­ið er í ferða­lag, enda er að finna fjöld­ann all­an af glæsi­leg­um sund­laug­um og heit­um laug­um víða um land. Stund­in tók sam­an fimm laug­ar úr hverj­um lands­hluta.

Laugar landsins

Krauma

Vesturland

Krauma er stórglæsilegur baðstaður sem fellur vel inn í umhverfið við Deildartunguhver rétt hjá Reykholti.  Deildartunguhver er vatnsmesti hver á Íslandi og var nýttur ti þvotta og matsuðu öldum saman. Fyrir þremur árum síðan voru gerðir þar skemmtilegir heitir pottar og einn kaldur pottur með fallegu útsýni, slökunarherbergi, gufu og veitingastað þar sem meðal annars er hægt að panta sér krásir frá nærliggjandi geitfjárbúi. Eins má geta þess að gestir geta keypt sér óafenga eða áfenga drykki til að dreypa á í pottunum.


Hreppslaug í Skorradal

Vesturland

Sundlaugin í Borgarnesinu er  frábær og býður upp á 25 metra útilaug og vatnsrennibrautir. En en ef þið viljið ekta litla sveitalaug mælum við með heimsókn í Hreppslaug sem er skammt undan.  Laugin var byggð árið 1928 af ungmennafélaginu Íslending og hún er friðlýst samkvæmt lögum. Í hana er sírennsli heits vatns úr uppsprettum í nánasta umhverfi. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ferðasumarið 2020

Gleymdi garður töframannsins i Tungudal
NærmyndFerðasumarið 2020

Gleymdi garð­ur töframanns­ins i Tungu­dal

Á Ísa­firði er að finna fal­inn högg­mynda­garð ljós­mynd­ar­ans, lista­manns­ins og töframanns­ins Mart­in­us Sim­son sem var dansk­ur og sett­ist að á Ís­landi ár­ið 1916. Sim­sons-garð­ur er stað­sett­ur í Tungu­dal þar sem Sim­son fékk út­hlut­aða lóð á þriðja ára­tugn­um en í dag ligg­ur garð­ur­inn í órækt, fal­inn minn­is­varði um merki­leg­an og list­ræn­an ein­stak­ling með ástríðu fyr­ir skóg­rækt á Ís­landi.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár