Ég var eitthvað að hugsa um Guðna Th. þegar rifjaðist upp fyrir mér heimsókn á bókamessu í Gautaborg fyrir nokkrum árum síðan. Ég var sendiherra djöflaeyjunnar ásamt fleiri Íslendingum. Við skulum láta liggja milli hluta nákvæmlega hvers vegna mér var boðið til Svíþjóðar, en í dag stoppa ég stundum tíu ára krakka á götu, hristi þá til og öskra; „Veistu hver ég var!?“ þangað til að þau fara að grenja og foreldrarnir hóta að hringja í lögregluna. Nei, annars. Ég er að skreyta frásögnina til að þú haldir áfram að lesa.
Bókahátíð í Gautaborg
Mér var sumsé lóðsað til Gautaborgar og inn á fimm stjörnu lúxushótel með morgunverðarhlaðborði eins og þau gerðust best fyrir tíma COVID-19. Beikon, pylsum og amerískum pönnukökum hrært saman við tíu tegundir af múslí með rjómajógúrti. Allt var þetta frítt og auk þess fékk ég afhentan taupoka með merki bókahátíðarinnar og fínan bækling með myndum af …
Athugasemdir