Pétur Jóhann Sigfússon leikari baðst nýlega afsökunar á hegðun sinni, þar sem hann brá á leik sem asísk vændiskona á myndbandi í einkasamkvæmi.
Fjöldi fólks af asískum uppruna hefur stigið fram og greint frá áhrifum Péturs Jóhanns á fordóma, aðkast og einelti sem það hefur þurft að sæta. Meðal þeirra er Díana Katrín Þorsteinsdóttir, sem á íslenskan föður og taílenska móður. Í viðtali við Stundina segir hún að brandarar Péturs hafi verið uppspretta og innblástur kynþáttabundins eineltis og kynferðislegrar áreitni sem hún hefur þurft að þola frá barnsaldri.
Skaðlegar staðalmyndir
Staðalmynd asísku hórunnar er meitluð í menningarminni Vesturlandabúa með svo skýrum hætti að fólk sem sá látbragð Péturs Jóhanns vissi upp á hár hvað hann átti við þegar hann gerði sér upp asískan hreim og heimtaði greiðslu fyrir munnmök. Hvers vegna skilur fólk brandarann án þess að hafa komið til Asíu eða þekkt asíska manneskju? Hvers vegna er …
Athugasemdir