Á Vesturlandi er mikið um skemmtilegar leiðir sem hægt er að ganga og ættu allir að finna göngu við sitt hæfi. Tomasz Þór Veruson, göngugarpur hjá Tindar Travel, sagði Stundinni frá tveimur leiðum og minnir á að vera með allan útbúnað á hreinu, góða skó og bakpoka og að skilja alltaf eftir ferðaáætlun.
Hringur um Hafnarfjall – lengri og meira krefjandi
Leiðin er um 13 km löng með 1.100 m hækkun. Hún fer um alla tinda Hafnarfjalls og á góðum degi verðlaunar hún aftur og aftur með frábæru útsýni. Leiðin hefst á sama bílastæði og þegar gengið er upp á fyrsta tind Hafnarfjalls. Eftir það er haldið áfram eftir endilöngu fjallinu, eftir toppum og hryggjum þangað til maður kemur niður hinum megin við Seleyrará. Brekkan þar niður er brött á að líta …
Athugasemdir