Greta Salóme Stefánsdóttir og kærasti hennar, Elvar Þór Karlsson, hafa um árabil átt sumarbústaði á Suðurlandi og varið þar löngum stundum. Svo mun einnig verða í sumar. Ferðinni verður þó heitið vestur.
„Við ætlum að ganga upp að fossinum Glym í Hvalfirði og munum gista eina nótt í Kraumu áður en við förum á Snæfellsnesið. Ég elska Snæfellsnesið. Mér finnst það alveg geggjað. Ég hef bara eytt allt of litlum tíma þar þannig að núna er tilvalinn tími þegar það eru fáir ferðamenn að fara á þessa staði sem eru yfirleitt pakkaðir af fólki og sjá þá í sínu eðlilega ástandi. Ég bý svo vel að besti vinur minn þekkir alla leynistaði á Íslandi og hann er búinn að segja okkur frá einhverju geggjuðu gili á leiðinni upp á Snæfellsnesið. Ég hlakka til að skoða alls konar. Ég hef spilað í brúðkaupum á Hótel Búðum og náttúran þar í kring …
Athugasemdir