Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi formaður Lýðræðisvaktarinnar, hefur birt nær tvöfalt fleiri fræðigreinar í ritrýndum tímaritum en Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við sama skóla, samkvæmt einum gagnagrunni. Raunar getur þetta hlutfall orðið enn hærra eftir því hvernig ritrýndu tímaritin eru skilgreind. En þetta er sú skilgreining á muninum á mælanlegum afköstum og gæðum þess sem þeir hafa fram að færa sem fræðimenn, sem kemur sér best fyrir Hannes Hólmstein þegar þessi gagnagrunnur er skoðaður.
Fjármálaráðuneyti Bjarna Benediktssonar hefur lagt sig eftir því að ráða Hannes Hólmstein Gissurarson í vinnu í gegnum tíðina, meðal annars við að skrifa skýrslu um íslenska efnahagshrunið sem út kom árið 2018, þremur árum á eftir áætlun. Samningurinn um gerð skýrslunnar var við Félagsvísindastofnun og var Hannes Hólmsteinn umsjónarmaður verksins. Ein af niðurstöðum Hannesar Hólmsteins í skýrslunni var að forysta …
Athugasemdir