Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Rúmlega 1.000 tilvísanir í Þorvald en 5 í Hannes – 3 frá honum sjálfum

Þor­vald­ur Gylfa­son, hag­fræði­pró­fess­or við Há­skóla Ís­lands, hef­ur gef­ið út nærri tvö­falt fleri ritrýnd­ar fræði­grein­ar en Hann­es Hólm­steinn Giss­ur­ar­son, stjórn­mála­fræði­pró­fess­or við sama skóla. Þor­vald­ur þyk­ir ekki „heppi­leg­ur“ sam­starfs­mað­ur fyr­ir ráðu­neyti Bjarna Bene­dikts­son­ar vegna skoð­ana sinna en Hann­es hef­ur feng­ið mörg verk­efni frá flokkn­um og ráðu­neyti Bjarna.

Rúmlega 1.000 tilvísanir í Þorvald en 5 í Hannes – 3 frá honum sjálfum
Þorvaldur ekki „heppilegur samstarfsmaður“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að Þorvaldur Gylfason væri ekki „heppilegur samstarfsmaður“ fyrir ráðuneytið , öfugt við Hannes Hólmstein Gissurarson sem hefur fengið verkefni frá fjármálaráðuneytinu í gegnum árin.

Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi formaður Lýðræðisvaktarinnar, hefur birt nær tvöfalt fleiri fræðigreinar í ritrýndum tímaritum en Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við sama skóla, samkvæmt einum gagnagrunni. Raunar getur þetta hlutfall orðið enn hærra eftir því hvernig ritrýndu tímaritin eru skilgreind.  En þetta er sú skilgreining á muninum á mælanlegum afköstum og gæðum þess sem þeir hafa fram að færa sem fræðimenn, sem kemur sér best fyrir Hannes Hólmstein þegar þessi gagnagrunnur er skoðaður. 

Fjármálaráðuneyti Bjarna Benediktssonar hefur lagt sig eftir því að ráða Hannes Hólmstein Gissurarson í vinnu í gegnum tíðina, meðal annars við að skrifa skýrslu um íslenska efnahagshrunið sem út kom árið 2018, þremur árum á eftir áætlun. Samningurinn um gerð skýrslunnar var við Félagsvísindastofnun og var Hannes Hólmsteinn umsjónarmaður verksins. Ein af niðurstöðum Hannesar Hólmsteins í skýrslunni var að forysta …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár