Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Þórhildur Sunna segir af sér nefndarformennsku: „Mér mis­býður þetta leik­rit“

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­mað­ur Pírata, hef­ur sagt af sér for­mennsku í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Al­þing­is. Hún seg­ir þing­meiri­hlut­ann veikja eft­ir­lits­hlut­verk Al­þing­is.

Þórhildur Sunna segir af sér nefndarformennsku: „Mér mis­býður þetta leik­rit“
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Þingmaðurinn hefur sagt af sér sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Mynd: Píratar

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði af sér formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins í upphafi fundar á Alþingi í dag. Segir hún persónu sína dregna í svaðið þegar hún sinnir eftirlitshlutverki sínu í nefndinni.

„Til­raun­ir okk­ar í minni­hluta stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar til að sinna eft­ir­lits­hlut­verki nefnd­ar­inn­ar hafa ein­ung­is orðið meiri­hlut­an­um til­efni til valdníðslu og linnu­lausra árása,“ sagði hún í ræðu sinni. „Skýr­asta dæmið um þetta er hvernig meiri­hlut­inn stend­ur í vegi fyr­ir frum­kvæðis­at­hug­un á hæfi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, en for­sæt­is­ráðherra kall­ar það góða niðurstöðu.“

Sagði hún að með þessu væri meiri­hlut­inn að setja hættu­legt for­dæmi og veikja eft­ir­lits­hlut­verk Alþing­is með fram­kvæmda­vald­inu. „Til að rétt­læta þessa aðför sína kýs meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar að draga per­sónu mína sí­fellt niður í svaðið og nota mig sem blóra­bögg­ul,“ sagði hún. „Þessi aðferðarfræði, að skjóta sendi­boðann er þaul­reynd þögg­unn­ar og kúg­un­ar taktík. Ég mót­mæli þess­ari aðför, mér mis­býður þetta leik­rit og ég ætla ekki að taka þátt í því leng­ur.“

Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar mat það svo nýverið að Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, hefði engra hags­muna að gæta af Sam­herja eða tengd­um fé­lög­um í skiln­ingi stjórn­sýslu­laga, hvorki fjár­hags­legra né per­sónu­legra. Frek­ari könn­un á hæfi hans væri til­gangs­laus. 

„Sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra hef­ur engra hags­muna að gæta af Sam­herja eða tengd­um fé­lög­um í skiln­ingi stjórn­sýslu­laga, hvorki fjár­hags­legra né per­sónu­legra,“ segir í áliti meirihlutans. „Sam­kvæmt lög­um met­ur ráðherra hæfi sitt sjálf­ur og ekk­ert hef­ur komið fram um að fram­kvæmd eða verklag á því mati hafi farið í bága við lög og regl­ur. Ég tel frek­ari könn­un til­gangs­lausa og tel ekki til­efni til frek­ari um­fjöll­un­ar um þessa frum­kvæðis­at­hug­un inn­an stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar.“

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hélt opinn fund í dag þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var gestur. Til umræðu var ákvörðun hans um að beita sér gegn því að Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, yrði ráðinn sem ritstjóri fræðitímaritsins Nordic Economic Policy Review.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár