Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Þórhildur Sunna segir af sér nefndarformennsku: „Mér mis­býður þetta leik­rit“

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­mað­ur Pírata, hef­ur sagt af sér for­mennsku í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Al­þing­is. Hún seg­ir þing­meiri­hlut­ann veikja eft­ir­lits­hlut­verk Al­þing­is.

Þórhildur Sunna segir af sér nefndarformennsku: „Mér mis­býður þetta leik­rit“
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Þingmaðurinn hefur sagt af sér sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Mynd: Píratar

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði af sér formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins í upphafi fundar á Alþingi í dag. Segir hún persónu sína dregna í svaðið þegar hún sinnir eftirlitshlutverki sínu í nefndinni.

„Til­raun­ir okk­ar í minni­hluta stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar til að sinna eft­ir­lits­hlut­verki nefnd­ar­inn­ar hafa ein­ung­is orðið meiri­hlut­an­um til­efni til valdníðslu og linnu­lausra árása,“ sagði hún í ræðu sinni. „Skýr­asta dæmið um þetta er hvernig meiri­hlut­inn stend­ur í vegi fyr­ir frum­kvæðis­at­hug­un á hæfi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, en for­sæt­is­ráðherra kall­ar það góða niðurstöðu.“

Sagði hún að með þessu væri meiri­hlut­inn að setja hættu­legt for­dæmi og veikja eft­ir­lits­hlut­verk Alþing­is með fram­kvæmda­vald­inu. „Til að rétt­læta þessa aðför sína kýs meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar að draga per­sónu mína sí­fellt niður í svaðið og nota mig sem blóra­bögg­ul,“ sagði hún. „Þessi aðferðarfræði, að skjóta sendi­boðann er þaul­reynd þögg­unn­ar og kúg­un­ar taktík. Ég mót­mæli þess­ari aðför, mér mis­býður þetta leik­rit og ég ætla ekki að taka þátt í því leng­ur.“

Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar mat það svo nýverið að Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, hefði engra hags­muna að gæta af Sam­herja eða tengd­um fé­lög­um í skiln­ingi stjórn­sýslu­laga, hvorki fjár­hags­legra né per­sónu­legra. Frek­ari könn­un á hæfi hans væri til­gangs­laus. 

„Sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra hef­ur engra hags­muna að gæta af Sam­herja eða tengd­um fé­lög­um í skiln­ingi stjórn­sýslu­laga, hvorki fjár­hags­legra né per­sónu­legra,“ segir í áliti meirihlutans. „Sam­kvæmt lög­um met­ur ráðherra hæfi sitt sjálf­ur og ekk­ert hef­ur komið fram um að fram­kvæmd eða verklag á því mati hafi farið í bága við lög og regl­ur. Ég tel frek­ari könn­un til­gangs­lausa og tel ekki til­efni til frek­ari um­fjöll­un­ar um þessa frum­kvæðis­at­hug­un inn­an stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar.“

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hélt opinn fund í dag þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var gestur. Til umræðu var ákvörðun hans um að beita sér gegn því að Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, yrði ráðinn sem ritstjóri fræðitímaritsins Nordic Economic Policy Review.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár