Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Þórhildur Sunna segir af sér nefndarformennsku: „Mér mis­býður þetta leik­rit“

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­mað­ur Pírata, hef­ur sagt af sér for­mennsku í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Al­þing­is. Hún seg­ir þing­meiri­hlut­ann veikja eft­ir­lits­hlut­verk Al­þing­is.

Þórhildur Sunna segir af sér nefndarformennsku: „Mér mis­býður þetta leik­rit“
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Þingmaðurinn hefur sagt af sér sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Mynd: Píratar

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði af sér formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins í upphafi fundar á Alþingi í dag. Segir hún persónu sína dregna í svaðið þegar hún sinnir eftirlitshlutverki sínu í nefndinni.

„Til­raun­ir okk­ar í minni­hluta stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar til að sinna eft­ir­lits­hlut­verki nefnd­ar­inn­ar hafa ein­ung­is orðið meiri­hlut­an­um til­efni til valdníðslu og linnu­lausra árása,“ sagði hún í ræðu sinni. „Skýr­asta dæmið um þetta er hvernig meiri­hlut­inn stend­ur í vegi fyr­ir frum­kvæðis­at­hug­un á hæfi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, en for­sæt­is­ráðherra kall­ar það góða niðurstöðu.“

Sagði hún að með þessu væri meiri­hlut­inn að setja hættu­legt for­dæmi og veikja eft­ir­lits­hlut­verk Alþing­is með fram­kvæmda­vald­inu. „Til að rétt­læta þessa aðför sína kýs meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar að draga per­sónu mína sí­fellt niður í svaðið og nota mig sem blóra­bögg­ul,“ sagði hún. „Þessi aðferðarfræði, að skjóta sendi­boðann er þaul­reynd þögg­unn­ar og kúg­un­ar taktík. Ég mót­mæli þess­ari aðför, mér mis­býður þetta leik­rit og ég ætla ekki að taka þátt í því leng­ur.“

Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar mat það svo nýverið að Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, hefði engra hags­muna að gæta af Sam­herja eða tengd­um fé­lög­um í skiln­ingi stjórn­sýslu­laga, hvorki fjár­hags­legra né per­sónu­legra. Frek­ari könn­un á hæfi hans væri til­gangs­laus. 

„Sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra hef­ur engra hags­muna að gæta af Sam­herja eða tengd­um fé­lög­um í skiln­ingi stjórn­sýslu­laga, hvorki fjár­hags­legra né per­sónu­legra,“ segir í áliti meirihlutans. „Sam­kvæmt lög­um met­ur ráðherra hæfi sitt sjálf­ur og ekk­ert hef­ur komið fram um að fram­kvæmd eða verklag á því mati hafi farið í bága við lög og regl­ur. Ég tel frek­ari könn­un til­gangs­lausa og tel ekki til­efni til frek­ari um­fjöll­un­ar um þessa frum­kvæðis­at­hug­un inn­an stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar.“

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hélt opinn fund í dag þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var gestur. Til umræðu var ákvörðun hans um að beita sér gegn því að Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, yrði ráðinn sem ritstjóri fræðitímaritsins Nordic Economic Policy Review.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Byggjum við af gæðum?
6
ViðtalUm hvað er kosið?

Byggj­um við af gæð­um?

Vinna við yf­ir­stand­andi rann­sókn á gæð­um nýrra hverfa sem byggð­ust upp hér­lend­is frá 2015 til 2019 gef­ur til kynna að sam­göngu­teng­ing­ar og að­gengi að nær­þjón­ustu á þess­um nýju bú­setu­svæð­um sé í fæst­um til­vik­um eins og best verð­ur á kos­ið. Ás­dís Hlökk Theo­dórs­dótt­ir skipu­lags­fræð­ing­ur von­ast eft­ir um­ræðu um gæði byggð­ar, en ekki bara magn­töl­ur íbúð­arein­inga, fram að kosn­ing­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
2
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár