Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Guðni tókst á við Guðmund Franklín: „Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld?“

Guðni Th. Jó­hann­es­son for­seti svar­aði spurn­ing­um mót­fram­bjóð­anda síns, Guð­mund­ar Frank­líns Jóns­son­ar, í kapp­ræð­um í kvöld.

Guðni tókst á við Guðmund Franklín: „Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld?“
Frá kappræðunum í kvöld Guðni kímir við þegar Guðmundur Franklín svarar spurningu hans. Mynd: stöð 2

Um 92% Íslendinga styðja Guðna Th. Jóhannesson í komandi forsetakosningum, samkvæmt könnun sem gerð var fyrir kappræður Stöðvar 2 í kvöld. Í kappræðunum mættust Guðni og mótframbjóðandi hans Guðmundur Franklín Jónsson.

Kappræðurnar einkenndust af átökum. Heimir Már Pétursson, annar þáttarstjórnenda, gerði ítrekað athugasemdir við framgöngu Guðmundar Franklín.

„Þú ert alltaf að spyrja mig út í loftið,“ sagði Guðmunur Franklín við Heimi Má snemma þáttar. „Ég vissi ekki að þú værir lögspekingur líka, meðfram þáttarstjórnuninni,“ sagði hann síðar, eftir að Heimir Már gerði athugasemd við skilning Guðmundar á stjórnskipun Íslands. „Ég er mjög stoltur af öllu sem ég hef gert, öfugt við kannski þig, Heimir,“ sagði Guðmundur þegar síga fór undir lok þáttarins og kvartaði undan persónulegum spurningum hans.

Endurvakti ásökun frá 2016

Guðmundur Franklín vitnaði til orða Guðna um að hann hefði talað um „fávísan lýðinn“, sama og borið var á hann fyrir kosningar 2016 vegna fræðilegrar umræðu hans í fyrirlestri í Háskólanum á Bifröst, og fullyrti að Guðni hefði sagt Íslendinga rasista, spurði hann Guðna hvort hann væri stoltur af því að vera Íslendingur.

Að því loknu kom að Guðna að spyrja Guðmund. Forsetinn dæsti. „Hvers skal spyrja?“ sagði Guðni og þagði um stund. „Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld?“

Í svari sínu við annarri spurningu Guðna sagði Guðmundur Franklín að Vigdís Finnbogadóttir hafi sennilega verið „glóbalisti líka“, eins og Guðni, en áður hafði Guðni svarað því til að hann væri Evrópusinni og alþjóðasinni, en neitaði að svara spurningu um afstöðu sína til Evrópusambandsaðildar.

Átök í kappræðumGuðmundur Franklín Jónsson var endurtekið ávíttur fyrir að grípa fram fyrir hendurnar á þáttarstjórnendum og spyrja Guðna beint. Þáttarstjórnendur voru Heimir Már Pétursson og Elín Margrét Böðvarsdóttir.

„Þá verðurðu bara að flytja til Bandaríkjanna“

Guðmundur Franklín var spurður út í stuðning sinn við Donald Trump. Í svari sínu sagðist hann telja að hvorki Trump, Pútín né Macron ættu erindi í umræðu um íslensk stjórnmál. „Aftur á móti dáist ég að efnahagsaðgerðum Donalds Trumps í Bandaríkjunum og hann er búinn að taka Bandaríkin úr kreppu.“

Þegar Guðmundur lýsti fyrirætlunum sínum um að grípa inn í ýmsa löggjöf gerðu bæði þáttarstjórnendur og Guðni athugsemdir við skilning Guðmundar á forsetaembættinu.

„Þá verðurðu bara að flytja til Bandaríkjanna,“ sagði Guðni að því tilefni.

Þá gerði Guðmundur Franklín athugasemd við að forsetaframboð Guðna hefði lýst því yfir að ekki yrði eytt krónu í kosningabaráttuna, en að Guðni segði í þættinum að kostnaður væri um ein til tvær milljónir króna.

„Af hverju segirðu alltaf ósatt, Guðni? Af hverju lýgurðu að þjóðinni?“

Að sögn Guðna höfðu fyrri ummæli fallið í útvarpsþætti þar sem Sveinn Waage, hluti stuðningsmannateymis hans, hefði setið fyrir svörum.

Guðmundur Franklín, sem er hagfræðingur og fyrrverandi verðbréfasali á Wall Street, kveðst bjóða sig fram til þess að verða öryggisventill og koma í veg fyrir sölu auðlinda, ekki síst eftir COVID-19 kreppuna.

Guðni, sem er prófessor í sagnfræði, telur hins vegar að forseti Íslands eigi að horfa til þess sem sameinar þjóðina og telur hugmyndir Guðmundar um valdsvið forsetans ekki samræmast stjórnskipun Íslands.

Uppfært: Leiðrétt hefur verið orðalag í tilvitnun í Guðna í setningunni „hvers skal spyrja?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2020

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár