Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Katrín um Samherjaarfinn: Afnotaréttur á kvóta á ekki að erfast

Katr­in Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra seg­ir ótækt að af­nota­rétt­ur á fiski­veiðikvót­um erf­ist. Hún seg­ir að hún muni leggja fram frum­varp um auð­linda­ákvæði í stjórn­ar­skrá til að koma í veg fyr­ir þetta.

Katrín um Samherjaarfinn: Afnotaréttur á kvóta á ekki að erfast
Afnot á kvóta eiga ekki að erfast Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að afnotaréttur á kvóta eigi ekki að erfast á milli kynslóða. Mynd: RÚV

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að afnotaréttur á fiskveiðikvóta eigi aldrei að geta erfst varanlega á milli kynslóða eins og hann getur gert nú samkvæmt gildandi lögum og reglum. Stundin spurði Katrínu út í skoðanir hennar á nýlegum fréttum um arfgreiðslu og kaup sex barna þeirra Þorsteins Más Baldvinssonar og Kristjáns Vilhelmssonar á 84,5 prósenta hlut í útgerðarfélaginu Samherja. Verðmæti þeirra eigna sem skipta um hendur hlaupa á tugum milljarða króna og er helsta verðmætið falið í aflaheimildunum sem Samherji hefur yfir að ráða. 

„Afnotaréttur á sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar á aldrei að geta orðið varanlegur þannig að hann geti flust ítrekað á milli kynslóða líkt og um einkaeign sé að ræða“

Orðrétt segir Katrín: „Þetta mál er enn ein áminningin um nauðsyn þess að binda eignarhald þjóðarinnar á auðlindunum í stjórnarskrá. Þar verði undirstrikað að auðlindir verði aldrei afhentar varanlega og mikilvægt sé að þeir sem nýti auðlindir í ábataskyni greiði af því sanngjarnt gjald. Afnotaréttur á sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar á aldrei að geta orðið varanlegur þannig að hann geti flust ítrekað á milli kynslóða líkt og um einkaeign sé að ræða. Ég tel algjörlega ljóst að það sé ekki vilji þjóðarinnar.“ 

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, hefur einnig opnað á möguleika þess nýlega að breyta kvótakerfinu. Eftirfarandi orð lét Bjarni falla á Alþingi í tengslum við umræðuna um skaðabótakröfur nokkura útgerða gegn íslenska ríkinu vegna úthlutunar á makrílkvóta. „Því langar mig að segja þetta hér: fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfið okkar er ekki nátt­úru­lög­mál. Það er mann­anna verk. Aðgangur að auð­lind­inni, stjórnun veið­anna, hvernig við viljum tryggja sjálf­bærni veið­anna, hvaða gjald við ætlum að taka í veiði­gjald. Þetta eru allt mál sem við ráðum til lykta hér á Alþingi með lögum og regl­um.“

„Slíkt ákvæði er mikilvægasta skrefið sem hægt er að taka í þessum málum“

Auðlindaákvæði verði sett í stjórnarskrá

Katrín segir að málið sé enn ein staðfestingin á því að festa þurfi eignarhald íslensku þjóðarinnar á auðlindum sínum í stjórnarskrá og segist hún hafa hug á að þetta verði gert á yfirstandandi kjörtímabili í frumvarpi sem hún ætli að leggja fram. Stundin spurði Katrínu meðal annars að því hvort hún væri sammála flokkssystur sinni, Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, um að setja þurfi auðlindaákvæði í stjórnarskrá.

Samherjaarfurinn vekur viðbrögðFréttir um að tveir stærstu eigendur Samherja hafi arfleitt og selt börnunum sínum hlutarbéf sín í Samherja hafa vakið mikil og hörð viðbrögð.

Um þetta segir Katrín: „Fiskveiðiauðlindin er þjóðareign. Ég er því sammála Lilju Rafneyju um mikilvægi þess að festa auðlindaákvæði í stjórnarskrá og hef sett það mál í forgang við endurskoðun stjórnarskrár og mun leggja frumvarp um slíkt ákvæði fyrir lok kjörtímabilsins. Slíkt ákvæði er mikilvægasta skrefið sem hægt er að taka í þessum málum og mun gera alla umræðu um framtíðarskipan auðlindamála markvissari og skýrari.“

Katrín svaraði ekki spurningu um hvort hún væri hlynnt því að kvóti íslenskra útgerðarfélaga yrði innkallaður eða ekki.

Katrín: Einnig þurfi að íhuga breytingar á erfðaskatti

Katrín svarar spurningum um Samherjamálið í greinum í nýjasta tölublaði Stundarinnar þar sem fjallað er um kvótakerfið og þá staðreynd að ráðandi hluthafar í fjórtán af tuttugu stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins eru 60 ára eða eldri. Þar af leiðandi sé sagan sem hefur átt sér stað hjá Samherja einungis ein af mörgum sambærilegum þar sem kynslóðaskipti muni eiga sér stað á eignarhaldi íslenskra stórútgerða á næstu árum. 

Katrín segir að hún telji að málið sýni einnig að mögulega þurfi að endurskoða fyrirkomulag erfðafjárskatts á Íslandi sem er 10 prósent af þeim eignum eða verðmætum sem erfast. „Þetta mál vekur almenn álitamál óháð sjávarútvegi og það er fyrirkomulag erfðafjárskatts. Miklar eignir geta færst milli kynslóða og við þurfum að gæta þess að aðilar sem fá miklar eignir í arf greiði til samfélagsins af þeim með sanngjörnum hætti,“ segir hún. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kvótinn

Sagan af vélstjóranum í Eyjum sem gagnrýndi kvótakerfið: „Ég var talinn óalandi og óferjandi.“
FréttirKvótinn

Sag­an af vél­stjór­an­um í Eyj­um sem gagn­rýndi kvóta­kerf­ið: „Ég var tal­inn óalandi og óferj­andi.“

Stærsta út­gerð­ar­fé­lag­ið í Vest­manna­eyj­um, Ís­fé­lag­ið stend­ur á tíma­mót­um eft­ir að Guð­björg Matth­ías­dótt­ir færði eign­ar­hald­ið að mestu yf­ir á syni sína og skráði fé­lag­ið á mark­að. Völd út­gerð­ar­inn­ar í Eyj­um eru mik­il og seg­ir fyrr­ver­andi starfs­mað­ur Ís­fé­lags­ins, Árni Marz Frið­geirs­son, sögu af því þeg­ar hon­um var sagt upp vegna grein­ar sem hann skrif­aði í DV um kvóta­kerf­ið.
Ættarveldi Guðbjargar og átökin um Eyjar og Ísland
SkýringKvótinn

Ætt­ar­veldi Guð­bjarg­ar og átök­in um Eyj­ar og Ís­land

Guð­björg Matth­ías­dótt­ir, út­gerð­ar­kona í Vest­manna­eyj­um, hef­ur í rúm 20 ár átt og stýrt Ís­fé­lag­inu í bæn­um sem nú er bú­ið að skrá í Kaup­höll Ís­lands. Eig­in­mað­ur Guð­bjarg­ar, Sig­urð­ur Ein­ars­son, lagði grunn að ætt­ar­veld­inu áð­ur en hann lést ár­ið 2000. Nú eru syn­ir þeirra fjór­ir orðn­ir stærstu hlut­haf­ar út­gerð­ar­inn­ar.
Rúmlega 500 milljarða kvóti mun renna til erfingja aldinna eigenda 14 stórútgerða
ÚttektKvótinn

Rúm­lega 500 millj­arða kvóti mun renna til erf­ingja ald­inna eig­enda 14 stór­út­gerða

Meiri­hluti hluta­bréfa í 14 af 20 stærstu út­gerð­um Ís­lands er í eigu ein­stak­linga 60 ára eða eldri. Framsal hluta­bréfa eig­enda Sam­herja til barna sinna er því bara eitt dæmi af mörg­um sam­bæri­leg­um til­fell­um sem munu eiga sér stað með kyn­slóða­skipt­um í eign­ar­haldi á ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um. Fosæt­is­ráð­herra seg­ir mál­ið sýna mik­il­vægi þess að setja auð­linda­ákvæði í stjórn­ar­skrá svo af­nota­rétt­ur á kvóta geti ekki erfst kyn­slóð fram af kyn­slóð.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár