Kæru hjón,
Ef til vill hafið þið þegar verið send af landi brott eða þið eruð ókomin en kannski eruð þið hér enn. Hvað um það, ég er sannfærður um að í völundarhúsi laga og reglugerða er verulega sárt að vera hælisleitandi á Íslandi í leit að heimkynnum, hamingju og alþjóðlegri vernd. Ég skrifa ykkur, sjálfum mér og öðrum í tilraun til að skilja stöðu mála.
Þegar hér er komið sögu hafið þið misst heimili ykkar, tapað vernd yfirvalda heima hjá ykkur og aðgangi að heilsugæslu. Þið búið þar af leiðandi við félagslega upplausn og hafið ekki enn þá fundið nýjan sérstakan stað í tilverunni handa ykkur því í Grikklandi var fátt að finna fyrir ykkur.
Þið voruð flóttafólk, berskjaldað gagnvart óvild annarra, fordómum, rasisma og urðuð svo viðfang Útlendingastofnunar – með takmörkuð borgaraleg réttindi undir brotnum verndarvæng annarrar ríkisstjórnar en ykkar eigin.
Þið yfirgáfuð heimkynni ykkar til að …
Athugasemdir