Föður, sem sakaður var um að hafa brotið kynferðislega gegn barni sínu, hefur verið dæmd forsjá yfir því sama barni í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn hefur sjálfur viðurkennt að hafa brotið kynferðislega gegn hálfsystur sinni þegar hún var fimm ára og hann rétt að verða fjórtán ára. Þá bar stjúpsystir mannsins einnig vitni fyrir dómnum þar sem hún kvað hann hafa misboðið sér kynferðislega þegar hann var á sextánda ári en hún á barnsaldri. Vitnisburður kvennanna tveggja hafði ekki áhrif á niðurstöðu dómsins.
Rannsókn á hendur föðurnum var felld niður en í ljósi þeirra gagna sem hafði verið aflað þótti ekki ástæða til áframhaldandi rannsóknar málsins. Það var gert þrátt fyrir að aldrei hefði farið fram læknisrannsókn á barninu og það ekki heldur verið tekið í viðtal eða meðferð í Barnahúsi.
Foreldrarnir voru báðir metnir hæfir til að fara með forsjá barnsins en föðurnum einum dæmd forsjáin. Var þá einkum horft …
Athugasemdir