Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Föður dæmt forræði þrátt fyrir fyrri sögu um kynferðisbrot gegn barni

Rann­sókn á meintu kyn­ferð­is­broti manns gegn barni sínu var felld nið­ur án þess að lækn­is­rann­sókn færi fram á barn­inu eða það væri tek­ið í við­tal í Barna­húsi. Vitn­is­burð­ur tveggja kvenna um brot manns­ins gegn þeim hafði ekki áhrif á nið­ur­stöðu dóm­stóls­ins.

Föður dæmt forræði þrátt fyrir fyrri sögu um kynferðisbrot gegn barni
Sögur af kynferðisofbeldi höfðu ekki áhrif Héraðsdómur Reykjavíkur taldi ekki hægt að draga ályktanir um hvort faðir væri hættulegur dóttur sinni þrátt fyrir að staðfest væri að hann hefði brotið kynferðislega gegn hálfsystur sinni þegar hún var fimm ára.

Föður, sem sakaður var um að hafa brotið kynferðislega gegn barni sínu, hefur verið dæmd forsjá yfir því sama barni í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn hefur sjálfur viðurkennt að hafa brotið kynferðislega gegn hálfsystur sinni þegar hún var fimm ára og hann rétt að verða fjórtán ára. Þá bar stjúpsystir mannsins einnig vitni fyrir dómnum þar sem hún kvað hann hafa misboðið sér kynferðislega þegar hann var á sextánda ári en hún á barnsaldri. Vitnisburður kvennanna tveggja hafði ekki áhrif á niðurstöðu dómsins.

Rannsókn á hendur föðurnum var felld niður en í ljósi þeirra gagna sem hafði verið aflað þótti ekki ástæða til áframhaldandi rannsóknar málsins. Það var gert þrátt fyrir að aldrei hefði farið fram læknisrannsókn á barninu og það ekki heldur verið tekið í viðtal eða meðferð í Barnahúsi.

Foreldrarnir voru báðir metnir hæfir til að fara með forsjá barnsins en föðurnum einum dæmd forsjáin. Var þá einkum horft …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár