Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Lilja braut jafnréttislög

Lilja Al­freðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, réð flokks­bróð­ur sinn Pál Magnús­son sem ráðu­neyt­is­stjóra um­fram konu. Kær­u­nefnd jafn­rétt­is­mála seg­ir „ým­issa ann­marka hafa gætt við mat“ á hæfni kon­unn­ar. Lög­mað­ur henn­ar seg­ir eng­ar aðr­ar ástæð­ur en kyn­ferði hafi leg­ið til grund­vall­ar ráðn­ing­unni.

Lilja braut jafnréttislög
Lilja Alfreðsdóttir og Páll Magnússon Ráðherra braut jafnréttislög við ráðninguna, að mati kærunefndar.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, þurfi að gera grein fyrir sjónarmiðum sínum eftir að kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði brotið jafnréttislög við skipan Páls Magnússonar, flokksbróður síns úr Framsóknarflokknum, í embætti ráðuneytisstjóra.

RÚV greindi frá úrskurðinum í dag, en í honum kemur fram að hæfisnefnd hafi vanmetið konuna sem kærði ráðninguna. Fjórir voru metnir hæfastir, tvær konur og tveir karlar, Páll þar á meðal. Konan sem kærði ráðninguna, Hafdís Helga Ólafsdóttir, var ekki í þeim hópi.

Páll hefur lengi verið virkur í starfi Framsóknarflokksins, flokknum sem Lilja er þingmaður fyrir og varaformaður í. Á árunum 1990-1998 var hann varabæjarfulltrúi í Kópavogi og varaþingmaður frá 1999 til 2007. Hann var aðstoðarmaður iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fyrst Finns Ingólfssonar og síðar Valgerðar Sverrisdóttur, um sjö ára skeið. Árið 2009 laut hann í lægra haldi fyrir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í formannskosningu í flokknum. Loks var bróðir hans, Árni Magnússon, félagsmálaráðherra fyrir Framsóknarflokkinn.

„Að auki hafi verulega skort á efnislegan rökstuðning menntamálaráðherra fyrir ráðningunni“

Áslaug Árnadóttir lögmaður gætti hagsmuna Hafdísar í málinu. „Í úrskurðinum kemur fram að annmarkar hafi verið á málsmeðferð og ákvarðanatöku ráðuneytisins við mat og val á umsækjendum um stöðuna,“ segir í færslu um málið á vef lögmannsstofu hennar, Landslaga. „Þannig hafi menntun, reynsla af opinberri stjórnsýslu, leiðtogahæfileikar og hæfni kærandans til að tjá sig í riti verið vanmetin samanborið við þann sem ráðinn var í stöðuna. Að auki hafi verulega skort á efnislegan rökstuðning menntamálaráðherra fyrir ráðningunni og ljóst sé að karl sem skipaður var í stöðuna hafi ekki staðið kærandanum framar við ráðninguna. Þar af leiðandi hafi ekki tekist að sýna fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið til grundvallar ráðningunni og því hafi ráðherrann brotið gegn jafnréttislögum.“

Niðurstaða kærunefndar jafnréttismála var sú að „ýmissa annmarka hefði gætt við mat“ á hæfni konunnar varðandi þætti sem voru settir fram sem fortakslaus skilyrði í starfsauglýsingu. Að því virtu væru nægilegar líkur á að henni hefði verið mismunað að á grundvelli kyns. Ráðherra hefði mistekist að sýna fram á að aðrar ástæður en kyn hefðu legið til grundvallar ákvörðun hans. Því hefði Lilja brotið jafnréttislög.

„Hæstvirtur menntamálaráðherra þarf að gera grein fyrir sínum sjónarmiðum í þessu máli“

Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar vakti máls á úrskurðinum undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir á Alþingi í dag. Gagnrýndi hún þann fjölda mála þar sem jafnréttislög hafa verið brotin og sagði kostnaðinn við bætur koma úr vasa skattgreiðenda. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði því að Lilja hefði kynnt úrskurðinn fyrir ríkisstjórninni í morgun og að málið yrði tekið til skoðunar. „Hæstvirtur menntamálaráðherra þarf að gera grein fyrir sínum sjónarmiðum í þessu máli,“ sagði hún.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umfjöllun um fimm prósenta mörkin hafi verið meðal þess sem skaðaði VG
2
Fréttir

Um­fjöll­un um fimm pró­senta mörk­in hafi ver­ið með­al þess sem skað­aði VG

Formað­ur Vinstri grænna boð­ar í ára­móta­kveðju sinni að hreyf­ing­in muni veita nýrri rík­is­stjórn að­hald ut­an Al­þing­is og styrkja tengsl sín við lands­menn á kom­andi ári. Hún reif­ar ýms­ar ástæð­ur fyr­ir löku gengi Vinstri grænna í kosn­ing­un­um og með­al ann­ars áherslu á fimm pró­senta mörk­in í um­fjöll­un um skoð­anakann­an­ir. Flokk­ur­inn hafi ít­rek­að ver­ið reikn­að­ur út af þingi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár