Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Lilja braut jafnréttislög

Lilja Al­freðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, réð flokks­bróð­ur sinn Pál Magnús­son sem ráðu­neyt­is­stjóra um­fram konu. Kær­u­nefnd jafn­rétt­is­mála seg­ir „ým­issa ann­marka hafa gætt við mat“ á hæfni kon­unn­ar. Lög­mað­ur henn­ar seg­ir eng­ar aðr­ar ástæð­ur en kyn­ferði hafi leg­ið til grund­vall­ar ráðn­ing­unni.

Lilja braut jafnréttislög
Lilja Alfreðsdóttir og Páll Magnússon Ráðherra braut jafnréttislög við ráðninguna, að mati kærunefndar.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, þurfi að gera grein fyrir sjónarmiðum sínum eftir að kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði brotið jafnréttislög við skipan Páls Magnússonar, flokksbróður síns úr Framsóknarflokknum, í embætti ráðuneytisstjóra.

RÚV greindi frá úrskurðinum í dag, en í honum kemur fram að hæfisnefnd hafi vanmetið konuna sem kærði ráðninguna. Fjórir voru metnir hæfastir, tvær konur og tveir karlar, Páll þar á meðal. Konan sem kærði ráðninguna, Hafdís Helga Ólafsdóttir, var ekki í þeim hópi.

Páll hefur lengi verið virkur í starfi Framsóknarflokksins, flokknum sem Lilja er þingmaður fyrir og varaformaður í. Á árunum 1990-1998 var hann varabæjarfulltrúi í Kópavogi og varaþingmaður frá 1999 til 2007. Hann var aðstoðarmaður iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fyrst Finns Ingólfssonar og síðar Valgerðar Sverrisdóttur, um sjö ára skeið. Árið 2009 laut hann í lægra haldi fyrir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í formannskosningu í flokknum. Loks var bróðir hans, Árni Magnússon, félagsmálaráðherra fyrir Framsóknarflokkinn.

„Að auki hafi verulega skort á efnislegan rökstuðning menntamálaráðherra fyrir ráðningunni“

Áslaug Árnadóttir lögmaður gætti hagsmuna Hafdísar í málinu. „Í úrskurðinum kemur fram að annmarkar hafi verið á málsmeðferð og ákvarðanatöku ráðuneytisins við mat og val á umsækjendum um stöðuna,“ segir í færslu um málið á vef lögmannsstofu hennar, Landslaga. „Þannig hafi menntun, reynsla af opinberri stjórnsýslu, leiðtogahæfileikar og hæfni kærandans til að tjá sig í riti verið vanmetin samanborið við þann sem ráðinn var í stöðuna. Að auki hafi verulega skort á efnislegan rökstuðning menntamálaráðherra fyrir ráðningunni og ljóst sé að karl sem skipaður var í stöðuna hafi ekki staðið kærandanum framar við ráðninguna. Þar af leiðandi hafi ekki tekist að sýna fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið til grundvallar ráðningunni og því hafi ráðherrann brotið gegn jafnréttislögum.“

Niðurstaða kærunefndar jafnréttismála var sú að „ýmissa annmarka hefði gætt við mat“ á hæfni konunnar varðandi þætti sem voru settir fram sem fortakslaus skilyrði í starfsauglýsingu. Að því virtu væru nægilegar líkur á að henni hefði verið mismunað að á grundvelli kyns. Ráðherra hefði mistekist að sýna fram á að aðrar ástæður en kyn hefðu legið til grundvallar ákvörðun hans. Því hefði Lilja brotið jafnréttislög.

„Hæstvirtur menntamálaráðherra þarf að gera grein fyrir sínum sjónarmiðum í þessu máli“

Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar vakti máls á úrskurðinum undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir á Alþingi í dag. Gagnrýndi hún þann fjölda mála þar sem jafnréttislög hafa verið brotin og sagði kostnaðinn við bætur koma úr vasa skattgreiðenda. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði því að Lilja hefði kynnt úrskurðinn fyrir ríkisstjórninni í morgun og að málið yrði tekið til skoðunar. „Hæstvirtur menntamálaráðherra þarf að gera grein fyrir sínum sjónarmiðum í þessu máli,“ sagði hún.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu