Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Lilja braut jafnréttislög

Lilja Al­freðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, réð flokks­bróð­ur sinn Pál Magnús­son sem ráðu­neyt­is­stjóra um­fram konu. Kær­u­nefnd jafn­rétt­is­mála seg­ir „ým­issa ann­marka hafa gætt við mat“ á hæfni kon­unn­ar. Lög­mað­ur henn­ar seg­ir eng­ar aðr­ar ástæð­ur en kyn­ferði hafi leg­ið til grund­vall­ar ráðn­ing­unni.

Lilja braut jafnréttislög
Lilja Alfreðsdóttir og Páll Magnússon Ráðherra braut jafnréttislög við ráðninguna, að mati kærunefndar.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, þurfi að gera grein fyrir sjónarmiðum sínum eftir að kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði brotið jafnréttislög við skipan Páls Magnússonar, flokksbróður síns úr Framsóknarflokknum, í embætti ráðuneytisstjóra.

RÚV greindi frá úrskurðinum í dag, en í honum kemur fram að hæfisnefnd hafi vanmetið konuna sem kærði ráðninguna. Fjórir voru metnir hæfastir, tvær konur og tveir karlar, Páll þar á meðal. Konan sem kærði ráðninguna, Hafdís Helga Ólafsdóttir, var ekki í þeim hópi.

Páll hefur lengi verið virkur í starfi Framsóknarflokksins, flokknum sem Lilja er þingmaður fyrir og varaformaður í. Á árunum 1990-1998 var hann varabæjarfulltrúi í Kópavogi og varaþingmaður frá 1999 til 2007. Hann var aðstoðarmaður iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fyrst Finns Ingólfssonar og síðar Valgerðar Sverrisdóttur, um sjö ára skeið. Árið 2009 laut hann í lægra haldi fyrir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í formannskosningu í flokknum. Loks var bróðir hans, Árni Magnússon, félagsmálaráðherra fyrir Framsóknarflokkinn.

„Að auki hafi verulega skort á efnislegan rökstuðning menntamálaráðherra fyrir ráðningunni“

Áslaug Árnadóttir lögmaður gætti hagsmuna Hafdísar í málinu. „Í úrskurðinum kemur fram að annmarkar hafi verið á málsmeðferð og ákvarðanatöku ráðuneytisins við mat og val á umsækjendum um stöðuna,“ segir í færslu um málið á vef lögmannsstofu hennar, Landslaga. „Þannig hafi menntun, reynsla af opinberri stjórnsýslu, leiðtogahæfileikar og hæfni kærandans til að tjá sig í riti verið vanmetin samanborið við þann sem ráðinn var í stöðuna. Að auki hafi verulega skort á efnislegan rökstuðning menntamálaráðherra fyrir ráðningunni og ljóst sé að karl sem skipaður var í stöðuna hafi ekki staðið kærandanum framar við ráðninguna. Þar af leiðandi hafi ekki tekist að sýna fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið til grundvallar ráðningunni og því hafi ráðherrann brotið gegn jafnréttislögum.“

Niðurstaða kærunefndar jafnréttismála var sú að „ýmissa annmarka hefði gætt við mat“ á hæfni konunnar varðandi þætti sem voru settir fram sem fortakslaus skilyrði í starfsauglýsingu. Að því virtu væru nægilegar líkur á að henni hefði verið mismunað að á grundvelli kyns. Ráðherra hefði mistekist að sýna fram á að aðrar ástæður en kyn hefðu legið til grundvallar ákvörðun hans. Því hefði Lilja brotið jafnréttislög.

„Hæstvirtur menntamálaráðherra þarf að gera grein fyrir sínum sjónarmiðum í þessu máli“

Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar vakti máls á úrskurðinum undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir á Alþingi í dag. Gagnrýndi hún þann fjölda mála þar sem jafnréttislög hafa verið brotin og sagði kostnaðinn við bætur koma úr vasa skattgreiðenda. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði því að Lilja hefði kynnt úrskurðinn fyrir ríkisstjórninni í morgun og að málið yrði tekið til skoðunar. „Hæstvirtur menntamálaráðherra þarf að gera grein fyrir sínum sjónarmiðum í þessu máli,“ sagði hún.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
1
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Forðast ólgu svo það sé áfram gaman í Samfylkingunni
3
Greining

Forð­ast ólgu svo það sé áfram gam­an í Sam­fylk­ing­unni

Sam­fylk­ing­ar­fólki hef­ur tek­ist að halda aft­ur af ólgu og upp­gjöri inn­an eig­in raða því flokks­fé­lag­ar vilja öðru frem­ur að flokk­ur­inn við­haldi góðu gengi. Fyrr­ver­andi ráð­herra lík­ir tök­um Kristrún­ar Frosta­dótt­ur á stjórn flokks­ins við stöðu Dav­íðs Odds­son­ar á síð­ustu öld. Flokks­menn eru þó mis­sátt­ir við stöðu Dags B. Eggerts­son­ar, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár