Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Bæjarstjóri Ölfuss: „Hér á Íslandi glímum við við ofbeldi almennings gagnvart lögreglu“

Elliði Vign­is­son bæj­ar­stjóri í Ölfus seg­ir al­menn­ing á Ís­landi beita lög­reglu of­beldi á með­an of­beldi lög­reglu er mót­mælt í Banda­ríkj­un­um. „Gjör­sam­lega ósam­bæri­legt,“ seg­ir Ill­ugi Jök­uls­son rit­höf­und­ur.

Bæjarstjóri Ölfuss: „Hér á Íslandi glímum við við ofbeldi almennings gagnvart lögreglu“
Elliði Vignisson Bæjarstjóri Ölfuss birti mynd af bróður sínum, lögreglumanni, með færslunni. Mynd: b'Picasa'

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss og áður Vestmannaeyja, segir almenning á Íslandi beita lögregluna ofbeldi. Setur hann það í samhengi við mótmæli í Bandaríkjunum um þessar mundir vegna ofbeldis lögreglu þarlendis í garð almennings.

Elliði birti færslu á Facebook í gærkvöldi með ljósmynd af bróður sínum, Svavari Vignissyni, sem er lögreglumaður í Vestmannaeyjum. „Um allan heim mótmælir fólk nú eðlilega ofbeldi lögreglu í USA í garð almennings,“ skrifar Elliði. „Hér á Íslandi glímum við við ofbeldi almennings gagnvart lögreglu. #gerumbetur “

Bæjarstjórinn tilgreinir ekki nánar hvað hann á við með ofbeldi íslensks almennings gagnvart lögreglu. Í Bandaríkjunum er áætlað að lögreglan hafi drepið um þúsund manns í fyrra, að því er kemur fram í rannsóknum Mapping Police Violence. Svart fólk var um fjórðungur þeirra sem drepnir voru, þrátt fyrir að vera aðeins 13 prósent af íbúum landsins.

Mótmæli hafa staðið yfir í borgum Bandaríkjanna undanfarna daga og hefur lögreglan beitt mótmælendur táragasi, skotið á fólk með gúmmíkúlum og keyrt lögreglubíla inn í hópa mótmælenda. Uppþotin hafa átt sér stað í kjölfar þess að George Floyd, þeldökkur maður, lést eftir handtöku lögreglu í Minneapolisborg, eftir að lögreglumaður setti hné sitt og hvíldi þunga sinn á hálsi mannsins. 

Illugi Jökulsson rithöfundur er einn margra sem blanda sér í samræðurnar á Facebook síðu bæjarstjórans. „Elliði, í alvöru talað, þetta er svo gjörsamlega, gjörsamlega, gjörsamlega ósambærilegt að þig setur verulega ofan í mínum augum við þetta,“ skrifar hann. „Það er ekki út af pólitík af neinu tagi, heldur er þetta bara svo sorglega dómgreindarlaust.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár