Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Bæjarstjóri Ölfuss: „Hér á Íslandi glímum við við ofbeldi almennings gagnvart lögreglu“

Elliði Vign­is­son bæj­ar­stjóri í Ölfus seg­ir al­menn­ing á Ís­landi beita lög­reglu of­beldi á með­an of­beldi lög­reglu er mót­mælt í Banda­ríkj­un­um. „Gjör­sam­lega ósam­bæri­legt,“ seg­ir Ill­ugi Jök­uls­son rit­höf­und­ur.

Bæjarstjóri Ölfuss: „Hér á Íslandi glímum við við ofbeldi almennings gagnvart lögreglu“
Elliði Vignisson Bæjarstjóri Ölfuss birti mynd af bróður sínum, lögreglumanni, með færslunni. Mynd: b'Picasa'

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss og áður Vestmannaeyja, segir almenning á Íslandi beita lögregluna ofbeldi. Setur hann það í samhengi við mótmæli í Bandaríkjunum um þessar mundir vegna ofbeldis lögreglu þarlendis í garð almennings.

Elliði birti færslu á Facebook í gærkvöldi með ljósmynd af bróður sínum, Svavari Vignissyni, sem er lögreglumaður í Vestmannaeyjum. „Um allan heim mótmælir fólk nú eðlilega ofbeldi lögreglu í USA í garð almennings,“ skrifar Elliði. „Hér á Íslandi glímum við við ofbeldi almennings gagnvart lögreglu. #gerumbetur “

Bæjarstjórinn tilgreinir ekki nánar hvað hann á við með ofbeldi íslensks almennings gagnvart lögreglu. Í Bandaríkjunum er áætlað að lögreglan hafi drepið um þúsund manns í fyrra, að því er kemur fram í rannsóknum Mapping Police Violence. Svart fólk var um fjórðungur þeirra sem drepnir voru, þrátt fyrir að vera aðeins 13 prósent af íbúum landsins.

Mótmæli hafa staðið yfir í borgum Bandaríkjanna undanfarna daga og hefur lögreglan beitt mótmælendur táragasi, skotið á fólk með gúmmíkúlum og keyrt lögreglubíla inn í hópa mótmælenda. Uppþotin hafa átt sér stað í kjölfar þess að George Floyd, þeldökkur maður, lést eftir handtöku lögreglu í Minneapolisborg, eftir að lögreglumaður setti hné sitt og hvíldi þunga sinn á hálsi mannsins. 

Illugi Jökulsson rithöfundur er einn margra sem blanda sér í samræðurnar á Facebook síðu bæjarstjórans. „Elliði, í alvöru talað, þetta er svo gjörsamlega, gjörsamlega, gjörsamlega ósambærilegt að þig setur verulega ofan í mínum augum við þetta,“ skrifar hann. „Það er ekki út af pólitík af neinu tagi, heldur er þetta bara svo sorglega dómgreindarlaust.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
„Hann sagðist ekki geta meir“
5
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár