Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Drífa: „Mér sýnist fyrirtækið þurfi að svara fyrir ýmislegt“

For­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands, Drífa Snæ­dal, seg­ir að veit­inga­stað­ur­inn Mess­inn þurfi að svara fyr­ir ým­is­legt gagn­vart starfs­fólki sínu og hvet­ur starfs­menn til að leita eft­ir stuðn­ingi stétt­ar­fé­lags.

Drífa: „Mér sýnist fyrirtækið þurfi að svara fyrir ýmislegt“

Forseti Alþýðusambands Íslands, Drífa Snædal, segir að forsvarsmenn veitingastaðarins Messans þurfi að svara fyrir ýmislegt varðandi framkomu gagnvart starfsfólki. Starfsfólkið lýsti aðstæðum sínum í umfjöllun Stundarinnar og þar sagðist það hafa verið snuðað um laun auk þess sem því hefði ekki verið greint frá því þegar starfsmenn á vakt smitaðist af Covid-19. Framkvæmdastjórinn svaraði því til að starfsfólkinu kæmi staða fyrirtækisins ekki við, hann ætti sjálfur ekki peninga fyrir mat, reikningum eða afborgunum af húsnæðisláni. „Þetta er svakaleg staða sem þau greina frá og mér sýnist fyrirtækið þurfi að svara fyrir ýmislegt,“ segir Drífa. 

Þrátt fyrir einróma lof matgæðinga allt frá því að veitingastaðurinn opnaði árið 2016 lýsir starfsfólkið erfiðum aðstæðum. Frá því í mars hefur það aðeins fengið útborgað hluta af laununum. Nú segjast sumir af því erlenda starsfólki sem starfað hefur fyrir fyrirtækið vera launalausir og fastir á Íslandi. 

Fyrrverandi trúnaðarmaður greinir jafnframt frá því að honum hafi verið vikið úr starfi eftir að hafa barist fyrir því að starfsfólkið fengi greitt samkvæmt kjarasamningum. Efling stefndi Messanum fyrir vangoldin laun trúnaðarmannsins og tveggja samstarfsmanna. Dómsátt náðist í apríl síðastliðnum þar sem Messinn sættist á að greiða rúmar þrjár milljónir í vangoldin laun. 

Staða Messans „örugglega ekki einsdæmi“

Drífa segir því að lítið komi á óvart í umfjölluninni: „Þetta eru ekki nýjar fréttir með þennan veitingastað,“ segir hún. „Hann hefur verið rekinn á því að halda starfsfólki á lágmarkskjörum og jafnvel undir því um árabil. Þetta starfsfólk þarf að leita réttar síns í gegnum stéttarfélagið sitt og ég vísa á Eflingu varðandi framhaldið.“

Innt eftir því hvort hún telji að þessi staða sé lýsandi fyrir stöðuna víða í samfélaginu segir að Drífa að það þurfi að hafa eftirlit með því. „Þetta er örugglega ekki einsdæmi.“

Á síðustu árum hefur ASÍ ítrekað gripið til varna fyrir erlent starfsfólk á íslenskum atvinnumarkaði sem er talið líklegra til þess að verða fyrir kjarasamningsbrotum en íslenskt starfsfólk. Í yfirlýsingu sem birtist á vef sambandsins þann 3. október 2018 var tekið fram að erlent starfsfólk leggi mikið til samfélagsins og að stór hluti hagvaxtar landsins sé tilkominn vegna vinnuframlags þess, en að það sé engu að síður berskjaldað fyrir „mannfyrirlitningu og brotastarfsemi sem viðgengst á vinnumarkaði“.

Í rannsókn ASÍ sem birt var í ágúst kom fram að um helmingurinn af öllum launakröfum vegna vangoldinna launa kemur frá erlendum launþegum, en kröfur þeirra eru að jafnaði 80 þúsund krónum hærri en kröfur frá íslenskum launþegum. Erlendir ríkisborgarar sem búsettir eru á Íslandi eru aðeins um 12 prósent af heildarmannfjölda landsins. Þeir eru því margfalt líklegri til þess að verða fyrir mismunun og réttindabrotum en íslenskir launþegar.

Í janúar lagði samstarfshópur sem var skipaður af félags- og barnamálaráðherra til víðtækar aðgerðir gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði. Fulltrúar ASÍ í hópnum lögðu fram tillögu um að gera kjarasamningsbrot refsiverð, en ekki náðist einhugur um þá tillögu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Réttindabrot á vinnumarkaði

Starfsfólk launalaust fjórum mánuðum eftir gjaldþrot Sternu
ÚttektRéttindabrot á vinnumarkaði

Starfs­fólk launa­laust fjór­um mán­uð­um eft­ir gjald­þrot Sternu

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­ið Sterna var sett í gjald­þrot í mars og starfs­fólk­inu sagt upp, en síð­an var gjald­þrot­ið dreg­ið til baka. Fjór­um mán­uð­um síð­ar hafa fjöl­marg­ir ekki enn feng­ið laun eða upp­sagn­ar­frest borg­að­an frá fyr­ir­tæk­inu. Starf­andi fram­kvæmda­stjóri neit­ar því ekki að fyr­ir­tæk­ið sé hugs­an­lega að skipta um kenni­tölu.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár