Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Drífa: „Mér sýnist fyrirtækið þurfi að svara fyrir ýmislegt“

For­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands, Drífa Snæ­dal, seg­ir að veit­inga­stað­ur­inn Mess­inn þurfi að svara fyr­ir ým­is­legt gagn­vart starfs­fólki sínu og hvet­ur starfs­menn til að leita eft­ir stuðn­ingi stétt­ar­fé­lags.

Drífa: „Mér sýnist fyrirtækið þurfi að svara fyrir ýmislegt“

Forseti Alþýðusambands Íslands, Drífa Snædal, segir að forsvarsmenn veitingastaðarins Messans þurfi að svara fyrir ýmislegt varðandi framkomu gagnvart starfsfólki. Starfsfólkið lýsti aðstæðum sínum í umfjöllun Stundarinnar og þar sagðist það hafa verið snuðað um laun auk þess sem því hefði ekki verið greint frá því þegar starfsmenn á vakt smitaðist af Covid-19. Framkvæmdastjórinn svaraði því til að starfsfólkinu kæmi staða fyrirtækisins ekki við, hann ætti sjálfur ekki peninga fyrir mat, reikningum eða afborgunum af húsnæðisláni. „Þetta er svakaleg staða sem þau greina frá og mér sýnist fyrirtækið þurfi að svara fyrir ýmislegt,“ segir Drífa. 

Þrátt fyrir einróma lof matgæðinga allt frá því að veitingastaðurinn opnaði árið 2016 lýsir starfsfólkið erfiðum aðstæðum. Frá því í mars hefur það aðeins fengið útborgað hluta af laununum. Nú segjast sumir af því erlenda starsfólki sem starfað hefur fyrir fyrirtækið vera launalausir og fastir á Íslandi. 

Fyrrverandi trúnaðarmaður greinir jafnframt frá því að honum hafi verið vikið úr starfi eftir að hafa barist fyrir því að starfsfólkið fengi greitt samkvæmt kjarasamningum. Efling stefndi Messanum fyrir vangoldin laun trúnaðarmannsins og tveggja samstarfsmanna. Dómsátt náðist í apríl síðastliðnum þar sem Messinn sættist á að greiða rúmar þrjár milljónir í vangoldin laun. 

Staða Messans „örugglega ekki einsdæmi“

Drífa segir því að lítið komi á óvart í umfjölluninni: „Þetta eru ekki nýjar fréttir með þennan veitingastað,“ segir hún. „Hann hefur verið rekinn á því að halda starfsfólki á lágmarkskjörum og jafnvel undir því um árabil. Þetta starfsfólk þarf að leita réttar síns í gegnum stéttarfélagið sitt og ég vísa á Eflingu varðandi framhaldið.“

Innt eftir því hvort hún telji að þessi staða sé lýsandi fyrir stöðuna víða í samfélaginu segir að Drífa að það þurfi að hafa eftirlit með því. „Þetta er örugglega ekki einsdæmi.“

Á síðustu árum hefur ASÍ ítrekað gripið til varna fyrir erlent starfsfólk á íslenskum atvinnumarkaði sem er talið líklegra til þess að verða fyrir kjarasamningsbrotum en íslenskt starfsfólk. Í yfirlýsingu sem birtist á vef sambandsins þann 3. október 2018 var tekið fram að erlent starfsfólk leggi mikið til samfélagsins og að stór hluti hagvaxtar landsins sé tilkominn vegna vinnuframlags þess, en að það sé engu að síður berskjaldað fyrir „mannfyrirlitningu og brotastarfsemi sem viðgengst á vinnumarkaði“.

Í rannsókn ASÍ sem birt var í ágúst kom fram að um helmingurinn af öllum launakröfum vegna vangoldinna launa kemur frá erlendum launþegum, en kröfur þeirra eru að jafnaði 80 þúsund krónum hærri en kröfur frá íslenskum launþegum. Erlendir ríkisborgarar sem búsettir eru á Íslandi eru aðeins um 12 prósent af heildarmannfjölda landsins. Þeir eru því margfalt líklegri til þess að verða fyrir mismunun og réttindabrotum en íslenskir launþegar.

Í janúar lagði samstarfshópur sem var skipaður af félags- og barnamálaráðherra til víðtækar aðgerðir gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði. Fulltrúar ASÍ í hópnum lögðu fram tillögu um að gera kjarasamningsbrot refsiverð, en ekki náðist einhugur um þá tillögu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Réttindabrot á vinnumarkaði

Starfsfólk launalaust fjórum mánuðum eftir gjaldþrot Sternu
ÚttektRéttindabrot á vinnumarkaði

Starfs­fólk launa­laust fjór­um mán­uð­um eft­ir gjald­þrot Sternu

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­ið Sterna var sett í gjald­þrot í mars og starfs­fólk­inu sagt upp, en síð­an var gjald­þrot­ið dreg­ið til baka. Fjór­um mán­uð­um síð­ar hafa fjöl­marg­ir ekki enn feng­ið laun eða upp­sagn­ar­frest borg­að­an frá fyr­ir­tæk­inu. Starf­andi fram­kvæmda­stjóri neit­ar því ekki að fyr­ir­tæk­ið sé hugs­an­lega að skipta um kenni­tölu.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár