Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Drífa: „Mér sýnist fyrirtækið þurfi að svara fyrir ýmislegt“

For­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands, Drífa Snæ­dal, seg­ir að veit­inga­stað­ur­inn Mess­inn þurfi að svara fyr­ir ým­is­legt gagn­vart starfs­fólki sínu og hvet­ur starfs­menn til að leita eft­ir stuðn­ingi stétt­ar­fé­lags.

Drífa: „Mér sýnist fyrirtækið þurfi að svara fyrir ýmislegt“

Forseti Alþýðusambands Íslands, Drífa Snædal, segir að forsvarsmenn veitingastaðarins Messans þurfi að svara fyrir ýmislegt varðandi framkomu gagnvart starfsfólki. Starfsfólkið lýsti aðstæðum sínum í umfjöllun Stundarinnar og þar sagðist það hafa verið snuðað um laun auk þess sem því hefði ekki verið greint frá því þegar starfsmenn á vakt smitaðist af Covid-19. Framkvæmdastjórinn svaraði því til að starfsfólkinu kæmi staða fyrirtækisins ekki við, hann ætti sjálfur ekki peninga fyrir mat, reikningum eða afborgunum af húsnæðisláni. „Þetta er svakaleg staða sem þau greina frá og mér sýnist fyrirtækið þurfi að svara fyrir ýmislegt,“ segir Drífa. 

Þrátt fyrir einróma lof matgæðinga allt frá því að veitingastaðurinn opnaði árið 2016 lýsir starfsfólkið erfiðum aðstæðum. Frá því í mars hefur það aðeins fengið útborgað hluta af laununum. Nú segjast sumir af því erlenda starsfólki sem starfað hefur fyrir fyrirtækið vera launalausir og fastir á Íslandi. 

Fyrrverandi trúnaðarmaður greinir jafnframt frá því að honum hafi verið vikið úr starfi eftir að hafa barist fyrir því að starfsfólkið fengi greitt samkvæmt kjarasamningum. Efling stefndi Messanum fyrir vangoldin laun trúnaðarmannsins og tveggja samstarfsmanna. Dómsátt náðist í apríl síðastliðnum þar sem Messinn sættist á að greiða rúmar þrjár milljónir í vangoldin laun. 

Staða Messans „örugglega ekki einsdæmi“

Drífa segir því að lítið komi á óvart í umfjölluninni: „Þetta eru ekki nýjar fréttir með þennan veitingastað,“ segir hún. „Hann hefur verið rekinn á því að halda starfsfólki á lágmarkskjörum og jafnvel undir því um árabil. Þetta starfsfólk þarf að leita réttar síns í gegnum stéttarfélagið sitt og ég vísa á Eflingu varðandi framhaldið.“

Innt eftir því hvort hún telji að þessi staða sé lýsandi fyrir stöðuna víða í samfélaginu segir að Drífa að það þurfi að hafa eftirlit með því. „Þetta er örugglega ekki einsdæmi.“

Á síðustu árum hefur ASÍ ítrekað gripið til varna fyrir erlent starfsfólk á íslenskum atvinnumarkaði sem er talið líklegra til þess að verða fyrir kjarasamningsbrotum en íslenskt starfsfólk. Í yfirlýsingu sem birtist á vef sambandsins þann 3. október 2018 var tekið fram að erlent starfsfólk leggi mikið til samfélagsins og að stór hluti hagvaxtar landsins sé tilkominn vegna vinnuframlags þess, en að það sé engu að síður berskjaldað fyrir „mannfyrirlitningu og brotastarfsemi sem viðgengst á vinnumarkaði“.

Í rannsókn ASÍ sem birt var í ágúst kom fram að um helmingurinn af öllum launakröfum vegna vangoldinna launa kemur frá erlendum launþegum, en kröfur þeirra eru að jafnaði 80 þúsund krónum hærri en kröfur frá íslenskum launþegum. Erlendir ríkisborgarar sem búsettir eru á Íslandi eru aðeins um 12 prósent af heildarmannfjölda landsins. Þeir eru því margfalt líklegri til þess að verða fyrir mismunun og réttindabrotum en íslenskir launþegar.

Í janúar lagði samstarfshópur sem var skipaður af félags- og barnamálaráðherra til víðtækar aðgerðir gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði. Fulltrúar ASÍ í hópnum lögðu fram tillögu um að gera kjarasamningsbrot refsiverð, en ekki náðist einhugur um þá tillögu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Réttindabrot á vinnumarkaði

Starfsfólk launalaust fjórum mánuðum eftir gjaldþrot Sternu
ÚttektRéttindabrot á vinnumarkaði

Starfs­fólk launa­laust fjór­um mán­uð­um eft­ir gjald­þrot Sternu

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­ið Sterna var sett í gjald­þrot í mars og starfs­fólk­inu sagt upp, en síð­an var gjald­þrot­ið dreg­ið til baka. Fjór­um mán­uð­um síð­ar hafa fjöl­marg­ir ekki enn feng­ið laun eða upp­sagn­ar­frest borg­að­an frá fyr­ir­tæk­inu. Starf­andi fram­kvæmda­stjóri neit­ar því ekki að fyr­ir­tæk­ið sé hugs­an­lega að skipta um kenni­tölu.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
4
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár