Um þessar mundir sýnir myndlistarmaðurinn Hjálmar Vestergaard Guðmundsson verk sín í Litla Galleríi við Strandgötuna í Hafnarfirði. Á sýningunni, sem nefnist „Í vömbinni“, má sjá verk sem Hjálmar hefur unnið síðustu mánuði en þau eru litrík og lífræn efniskennd einkennir þau. Myndefnið sækir hann í hinn örsmáa heim frumna og baktería, en Hjálmar segir ástandið í samfélaginu síður en svo hafa haft slæm áhrif á listsköpunina.
„Ég er fæddur í Reykjavík árið 1989 og er uppalinn í Seljahverfinu, en hef líka sterk tengsl við Færeyjar þar sem móðir mín er þaðan og ég á fjölda ættingja sem búa þar,“ segir myndlistarmaðurinn Hjálmar Vestergaard Guðmundsson, sem hefur vakið athygli undanfarið fyrir litrík og falleg listaverk.
„Ég er svo heppinn að mamma á hús í Færeyjum. Ég reyni að fara þangað reglulega og eyða smátíma þar að sumri til í fegurðinni og einfaldleikanum sem mér finnst einkenna eyjarnar.“ Hjálmar segir myndlistaráhugann alltaf …
Athugasemdir