Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Covid hafði góð áhrif á listsköpunina

Mynd­list­ar­mað­ur­inn Hjálm­ar Vesterga­ard varð fyr­ir áhrif­um af frum­um og bakt­erí­um í verk­um á nýrri sýn­ingu.

Covid hafði góð áhrif á listsköpunina
Hjálmar Vestergaard Guðmundsson Sækir innblástur nýrrar sýningar í heim frumna og baktería. Mynd: Heiða Helgadóttir

Um þessar mundir sýnir myndlistarmaðurinn Hjálmar Vestergaard Guðmundsson verk sín í Litla Galleríi við Strandgötuna í Hafnarfirði. Á sýningunni, sem nefnist „Í vömbinni“, má sjá verk sem Hjálmar hefur unnið síðustu mánuði en þau eru litrík og lífræn efniskennd einkennir þau. Myndefnið sækir hann í hinn örsmáa heim frumna og baktería, en Hjálmar segir ástandið í samfélaginu síður en svo hafa haft slæm áhrif á listsköpunina. 

„Ég er fæddur í Reykjavík árið 1989 og er uppalinn í Seljahverfinu, en hef líka sterk tengsl við Færeyjar þar sem móðir mín er þaðan og ég á fjölda ættingja sem búa þar,“ segir myndlistarmaðurinn Hjálmar Vestergaard Guðmundsson, sem hefur vakið athygli undanfarið fyrir litrík og falleg listaverk.

„Ég er svo heppinn að mamma á hús í Færeyjum. Ég reyni að fara þangað reglulega og eyða smátíma þar að sumri til í fegurðinni og einfaldleikanum sem mér finnst einkenna eyjarnar.“ Hjálmar segir myndlistaráhugann alltaf …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár