
Þrjár sígildar sögur um fjölskylduna í Múmíndal eru endursagðar í nýrri útgáfu á íslensku. „Sögur úr Múmíndal“ heitir verkið, en í því eru þrjár endursagnir rithöfundanna Ceciliu Davidsson og Alex Haridi á sögum Tove Jansson um hina ástsælu múmínálfa og vini þeirra. Listakonan Cecilia Heikkilä myndskreytir sögurnar, en rithöfundurinn Gerður Kristný íslenskaði.
Í bókinni eru ævintýrin þar sem múmínálfarnir sigla út í óvissuna á yfirgefnum bát og lenda í óvæntum stormi, hitta hina rafmögnuðu hattífatta og finna pípuhatt sem reynist vera í eigu galdrakarls sem veldur miklum usla í Múmíndalnum.
Athugasemdir