Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vinstri róttæklingar og hægri öfgamenn mótmæla í sameiningu

Stuðn­ing­ur Þjóð­verja við sótt­varn­ar­að­gerð­ir stjórn­valda fer minnk­andi og mót­mæli fær­ast í vöxt. Marg­ir hafa áhyggj­ur af því að po­púl­ist­ar og hægri öfga­menn nýti sér ástand­ið til að afla hug­mynd­um sín­um fylg­is.

Vinstri róttæklingar og hægri öfgamenn mótmæla í sameiningu
Mótmæla aðgerðum Fólk kom saman í Hannover á dögunum til þess að mótmæla aðgerðum stjórnvalda. Mynd: Shutterstock

Þúsundir hafa komið saman í borgum Þýskalands að undanförnu til þess að mótmæla aðgerðum þýskra stjórnvalda til að stemma stigu við kórónaveirufaraldrinum. Þýskaland hefur komið betur út úr faraldrinum en mörg önnur evrópuríki og eru tilslakanir þegar hafnar á ýmsum sviðum. Þeim virðist þó fara fjölgandi sem eru þeirrar skoðunar að of mikið sé gert úr hættunni af veirunni. Talið er að yfir fimm þúsund manns hafi komið saman til mótmæla í borginni Stuttgart um síðustu helgi, um þrjú þúsund í Munchen og yfir þúsund í Berlín og Brandenburg, auk þess sem mótmælt var í Frankfurt, Köln sem og í minni borgum landsins. Mótmælendur halda meðal annars á lofti kenningum um að stjórnvöld noti veiruna sem afsökun til þess að hefta frelsi borgaranna.

Þrátt fyrir að ýmsir ólíkir hópar standi að mótmælunum hefur mótmælahreyfingin „Andstaða 2020“ [þ. Widerstand 2020] vakið hvað mesta athygli. Hópurinn er meðal annars leiddur af lækninum Bodo Schiffmann sem hefur haldið því fram að veiran sé ekkert alvarlegri en árstíðarbundin flensa. Hann hefur sáð efasemdum um opinbera tölfræði tengda vírusnum, haldið því fram að allir helstu stjórnmálaflokkar landsins séu í höndum fámennrar elítu landsins, og boðað uppbyggingu stjórnmálaafls sem muni taka á meintri spillingu. Þá hefur hægri öfgaflokkurinn Alternative für Deutschland, AfD, einnig látið töluvert til sín taka í umræðunni. Þýskir fjölmiðlar hafa leitt að því líkum að rússneska leyniþjónustan standi að baki upplýsingaóreiðu-herferð á samskiptamiðlum sem hefur það að markmiði að ýta undir óróa og stuðla að sundrung í landinu.

Í nýlegri umfjöllun Der Spiegel kemur fram að aukinn kraftur sé að færast í mótmælin. Þá veki athygli að svo virðist sem veiran sé að sameina ýmsa hópa á jaðri stjórnmálanna sem ættu undir venjulegum kringumstæðum litla sem enga samleið. Þannig megi finna hægri öfgamenn, andstæðinga bólusetninga, gyðingahatara, samsæriskenningasmiði, vinstri róttæklinga, anarkista af gamla skólanum og hippa á meðal mótmælenda. Það sé nýlunda í Þýskalandi að róttækir vinstrimenn láti sjá sig á mótmælum með hægri öfgamönnum og veki ugg um það sem koma skal.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
4
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár