Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vinstri róttæklingar og hægri öfgamenn mótmæla í sameiningu

Stuðn­ing­ur Þjóð­verja við sótt­varn­ar­að­gerð­ir stjórn­valda fer minnk­andi og mót­mæli fær­ast í vöxt. Marg­ir hafa áhyggj­ur af því að po­púl­ist­ar og hægri öfga­menn nýti sér ástand­ið til að afla hug­mynd­um sín­um fylg­is.

Vinstri róttæklingar og hægri öfgamenn mótmæla í sameiningu
Mótmæla aðgerðum Fólk kom saman í Hannover á dögunum til þess að mótmæla aðgerðum stjórnvalda. Mynd: Shutterstock

Þúsundir hafa komið saman í borgum Þýskalands að undanförnu til þess að mótmæla aðgerðum þýskra stjórnvalda til að stemma stigu við kórónaveirufaraldrinum. Þýskaland hefur komið betur út úr faraldrinum en mörg önnur evrópuríki og eru tilslakanir þegar hafnar á ýmsum sviðum. Þeim virðist þó fara fjölgandi sem eru þeirrar skoðunar að of mikið sé gert úr hættunni af veirunni. Talið er að yfir fimm þúsund manns hafi komið saman til mótmæla í borginni Stuttgart um síðustu helgi, um þrjú þúsund í Munchen og yfir þúsund í Berlín og Brandenburg, auk þess sem mótmælt var í Frankfurt, Köln sem og í minni borgum landsins. Mótmælendur halda meðal annars á lofti kenningum um að stjórnvöld noti veiruna sem afsökun til þess að hefta frelsi borgaranna.

Þrátt fyrir að ýmsir ólíkir hópar standi að mótmælunum hefur mótmælahreyfingin „Andstaða 2020“ [þ. Widerstand 2020] vakið hvað mesta athygli. Hópurinn er meðal annars leiddur af lækninum Bodo Schiffmann sem hefur haldið því fram að veiran sé ekkert alvarlegri en árstíðarbundin flensa. Hann hefur sáð efasemdum um opinbera tölfræði tengda vírusnum, haldið því fram að allir helstu stjórnmálaflokkar landsins séu í höndum fámennrar elítu landsins, og boðað uppbyggingu stjórnmálaafls sem muni taka á meintri spillingu. Þá hefur hægri öfgaflokkurinn Alternative für Deutschland, AfD, einnig látið töluvert til sín taka í umræðunni. Þýskir fjölmiðlar hafa leitt að því líkum að rússneska leyniþjónustan standi að baki upplýsingaóreiðu-herferð á samskiptamiðlum sem hefur það að markmiði að ýta undir óróa og stuðla að sundrung í landinu.

Í nýlegri umfjöllun Der Spiegel kemur fram að aukinn kraftur sé að færast í mótmælin. Þá veki athygli að svo virðist sem veiran sé að sameina ýmsa hópa á jaðri stjórnmálanna sem ættu undir venjulegum kringumstæðum litla sem enga samleið. Þannig megi finna hægri öfgamenn, andstæðinga bólusetninga, gyðingahatara, samsæriskenningasmiði, vinstri róttæklinga, anarkista af gamla skólanum og hippa á meðal mótmælenda. Það sé nýlunda í Þýskalandi að róttækir vinstrimenn láti sjá sig á mótmælum með hægri öfgamönnum og veki ugg um það sem koma skal.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu