Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Brynjar aðeins lagt fram eitt frumvarp og eina fyrirspurn á ferlinum

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­mað­ur Pírata, ver fjölda fyr­ir­spurna sinna á Al­þingi og býð­ur Brynj­ar Ní­els­son, þing­mann Sjálf­stæð­is­flokks, „vel­kom­inn í gagn­sæis­klúbb­inn“. Eina frum­varp Brynj­ars til þessa hef­ur varð­að refs­ing­ar við tálm­un.

Brynjar aðeins lagt fram eitt frumvarp og eina fyrirspurn á ferlinum
Brynjar Níelsson og Björn Leví Gunnarsson Þingmönnunum greinir á um mikilvægi fyrirspurna á Alþingi.

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur lagt fram fyrirspurnir á Alþingi um kostnað vegna þeirra fyrirspurna sem þingflokkur Pírata hefur lagt fram. Sjálfur hefur hann á sjö ára ferli á Alþingi aðeins lagt fram eina fyrirspurn áður og eitt frumvarp sem fyrsti flutningsmaður.

Brynjar hefur verið gagnrýninn á stjórnmál Pírata og segir flokkinn kæfa þingið í fyrirspurnum. Lagði hann því sjálfur í vikunni fram tíu fyrirspurnir til allra ráðuneyta og óskaði eftir upplýsingum um fjölda fyrirspurna og sér í lagi kostnað ráðuneytanna við að svara fyrirspurnum Pírata.

Björn Leví svaraði sjálfur fyrirspurninni að hluta á Facebook síðu sinni í gærkvöldi. Segir hann að á yfirstandandi þingi séu Píratar með flestar fyrirspurnir, eða rúman fjórðung heildarfjölda fyrirspurna sem eru 351 talsins. Einungis muni þó 6 fyrirspurnum á þeim og flokknum í öðru sæti, Miðflokknum. Tvö þingin þar á undan hafi Píratar einnig trónað á toppnum, en þar áður hafi Vinstri græn leitt þingflokkana í fjölda fyrirspurna.

Þá bendir Björn Leví á að vegna fyrirspurna hans um aksturskostnað þingmanna hafi kostnaðurinn lækkað úr 42,7 millj­ón­um árið 2017 í 30,7 millj­ón­ir árið 2018 og svo í 26,1 millj­ón árið 2019 samkvæmt áætlun. „Ég skal lofa því að fyrirspurnirnar mínar kostuðu minna en þetta klúður stjórnvalda,“ sagði hann jafnframt um mistök við lagasetningu við lög um almannatryggingar sem urðu til þess að ríkið þurfti að greiða lífeyrisþegum 5 milljarða króna. „En þau urðu vegna þess að þingmálinu var troðið í gegnum þingið rétt fyrir þinglok 2016,“ bætti hann við.

„Ég býð því Brynjar velkominn í gagnsæisklúbbinn“

„Að öðru leyti er þetta ágætis spurning hjá Brynjari,“ skrifar Björn Leví. „Auðvitað eigum við að vita þetta. Það er bara dálítið kaldhæðnislegt að ég og Jón Þór [Ólafsson, þingmaður Pírata] höfum þegar spurt um þetta, á aðeins annan hátt að vísu. Ég nú nýlega með því að spyrja um kostnað lögbundinna verkefna. Það má vera að sundurliðunin verði ekki nægilega góð til þess að sjá nákvæmlega þessar upplýsingar en að sjálfsögðu eiga þær að vera til, eins og allt annað í opinberum fjármálum. Ég býð því Brynjar velkominn í gagnsæisklúbbinn. Það vantar alltaf fleiri því ógagnsæið í opinberum fjármálum er algjör hörmung.“

Eina frumvarpið um refsingu við tálmun

Brynjar var kosinn á þing árið 2013. Síðan þá hefur hann aðeins lagt fram eitt frumvarp sem fyrsti flutningsmaður, ef undan er skilið nefndarfrumvarp sem hann lagði fram þegar hann var til skamms tíma formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins.

Frumvarpið sem Brynjar lagði fram hefur hann lagt fram þrisvar sinnum frá 2017, en það varðar refsingu við tálmun eða takmörkun á umgengni. Í nýjustu útgáfu þess vilja flutningsmenn, allir þeirra þingmenn Sjálfstæðisflokksins, að tálmun varði sektum eða fangelsi allt að fimm árum, en að slík brot sæti aðeins opinberri rannsókn að undangenginni kæru barnaverndar til lögreglu. 

Þá hefur hann lagt fram eina fyrirspurn áður en hann spurðist fyrir um fyrirspurnir Pírata. Var sú fyrirspurn um sorgarorlof feðra, en hann lagði hana fram nú í mars á þessu ári.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
„Ég var bara glæpamaður“
6
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár