Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Brynjar aðeins lagt fram eitt frumvarp og eina fyrirspurn á ferlinum

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­mað­ur Pírata, ver fjölda fyr­ir­spurna sinna á Al­þingi og býð­ur Brynj­ar Ní­els­son, þing­mann Sjálf­stæð­is­flokks, „vel­kom­inn í gagn­sæis­klúbb­inn“. Eina frum­varp Brynj­ars til þessa hef­ur varð­að refs­ing­ar við tálm­un.

Brynjar aðeins lagt fram eitt frumvarp og eina fyrirspurn á ferlinum
Brynjar Níelsson og Björn Leví Gunnarsson Þingmönnunum greinir á um mikilvægi fyrirspurna á Alþingi.

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur lagt fram fyrirspurnir á Alþingi um kostnað vegna þeirra fyrirspurna sem þingflokkur Pírata hefur lagt fram. Sjálfur hefur hann á sjö ára ferli á Alþingi aðeins lagt fram eina fyrirspurn áður og eitt frumvarp sem fyrsti flutningsmaður.

Brynjar hefur verið gagnrýninn á stjórnmál Pírata og segir flokkinn kæfa þingið í fyrirspurnum. Lagði hann því sjálfur í vikunni fram tíu fyrirspurnir til allra ráðuneyta og óskaði eftir upplýsingum um fjölda fyrirspurna og sér í lagi kostnað ráðuneytanna við að svara fyrirspurnum Pírata.

Björn Leví svaraði sjálfur fyrirspurninni að hluta á Facebook síðu sinni í gærkvöldi. Segir hann að á yfirstandandi þingi séu Píratar með flestar fyrirspurnir, eða rúman fjórðung heildarfjölda fyrirspurna sem eru 351 talsins. Einungis muni þó 6 fyrirspurnum á þeim og flokknum í öðru sæti, Miðflokknum. Tvö þingin þar á undan hafi Píratar einnig trónað á toppnum, en þar áður hafi Vinstri græn leitt þingflokkana í fjölda fyrirspurna.

Þá bendir Björn Leví á að vegna fyrirspurna hans um aksturskostnað þingmanna hafi kostnaðurinn lækkað úr 42,7 millj­ón­um árið 2017 í 30,7 millj­ón­ir árið 2018 og svo í 26,1 millj­ón árið 2019 samkvæmt áætlun. „Ég skal lofa því að fyrirspurnirnar mínar kostuðu minna en þetta klúður stjórnvalda,“ sagði hann jafnframt um mistök við lagasetningu við lög um almannatryggingar sem urðu til þess að ríkið þurfti að greiða lífeyrisþegum 5 milljarða króna. „En þau urðu vegna þess að þingmálinu var troðið í gegnum þingið rétt fyrir þinglok 2016,“ bætti hann við.

„Ég býð því Brynjar velkominn í gagnsæisklúbbinn“

„Að öðru leyti er þetta ágætis spurning hjá Brynjari,“ skrifar Björn Leví. „Auðvitað eigum við að vita þetta. Það er bara dálítið kaldhæðnislegt að ég og Jón Þór [Ólafsson, þingmaður Pírata] höfum þegar spurt um þetta, á aðeins annan hátt að vísu. Ég nú nýlega með því að spyrja um kostnað lögbundinna verkefna. Það má vera að sundurliðunin verði ekki nægilega góð til þess að sjá nákvæmlega þessar upplýsingar en að sjálfsögðu eiga þær að vera til, eins og allt annað í opinberum fjármálum. Ég býð því Brynjar velkominn í gagnsæisklúbbinn. Það vantar alltaf fleiri því ógagnsæið í opinberum fjármálum er algjör hörmung.“

Eina frumvarpið um refsingu við tálmun

Brynjar var kosinn á þing árið 2013. Síðan þá hefur hann aðeins lagt fram eitt frumvarp sem fyrsti flutningsmaður, ef undan er skilið nefndarfrumvarp sem hann lagði fram þegar hann var til skamms tíma formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins.

Frumvarpið sem Brynjar lagði fram hefur hann lagt fram þrisvar sinnum frá 2017, en það varðar refsingu við tálmun eða takmörkun á umgengni. Í nýjustu útgáfu þess vilja flutningsmenn, allir þeirra þingmenn Sjálfstæðisflokksins, að tálmun varði sektum eða fangelsi allt að fimm árum, en að slík brot sæti aðeins opinberri rannsókn að undangenginni kæru barnaverndar til lögreglu. 

Þá hefur hann lagt fram eina fyrirspurn áður en hann spurðist fyrir um fyrirspurnir Pírata. Var sú fyrirspurn um sorgarorlof feðra, en hann lagði hana fram nú í mars á þessu ári.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Meira undir en vilji til að slá eign sinni á herbergi
5
Allt af létta

Meira und­ir en vilji til að slá eign sinni á her­bergi

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði ein­hug inn­an þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins um setu­verk­fall hefði þeim ver­ið gert að skipta um þing­flokks­her­bergi. Sam­fylk­ing­in ósk­aði eft­ir því að fá stærsta þing­flokks­her­berg­ið sem Sjálf­stæð­is­menn hafa haft til um­ráða frá ár­inu 1941 en fékk það ekki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Orrustan um Hafnarfjörð
6
ÚttektCarbfix-málið

Orr­ust­an um Hafn­ar­fjörð

Íbú­ar í Hafnar­firði lýsa áhyggj­um af áætl­un­um Car­bfix vegna Coda Term­inal-verk­efn­is­ins, þar sem áætl­að er að dæla nið­ur kol­díoxí­óði í næsta ná­grenni við íbúa­byggð. Fyrstu kynn­ing­ar Car­bfix hafi ver­ið allt aðr­ar en síð­ar kom í ljós. Þá eru skipt­ar skoð­an­ir á verk­efn­inu inn­an bæj­ar­stjórn­ar en odd­viti VG furð­ar sig á með­vit­und­ar­leysi borg­ar­full­trúa í Reykja­vík.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár