Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Dótturfélag Kaupfélagsins endurgreiðir 17 milljóna hlutabætur eftir fjölmiðlaumfjöllun

Kjötvinnsla Kaup­fé­lags Skag­firð­inga nýtti hluta­bóta­leið­ina en vel­ur nú að end­ur­greiða 17 millj­ón­ir króna.

Dótturfélag Kaupfélagsins endurgreiðir 17 milljóna hlutabætur eftir fjölmiðlaumfjöllun
Vilja ekki ríkisaðstoð Kaupfélag Skagfirðinga, sem Þórólfur Gíslason stýrir, segir að fyrirtækið leiti allra leiða til að reka fyrirtækið án „sértækrar ríkisaðstoðar“ og þess vegna endurgreiði það hlutabæturnar.

Dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga hefur ákveðið að endurgreiða 17 milljóna króna hlutabætur sem starfsmenn kjötvinnslu fyrirtækisins, Esju Gæðafæði,  fengu í apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kaupfélagi Skagfirðinga.

Stundin fjallaði um notkun Kaupfélags Skagfirðinga á hlutabótaleiðinni fyrir helgi.

Í tikynningnni um endurgreiðsluna segir: „Að gefnu til­efni skal tekið fram að kjötvinnsl­an hef­ur aldrei greitt kaup­fé­lag­inu arð. Vegna umræðu um arðgreiðslur er áréttað að Kaup­fé­lag Skag­f­irðinga starfar á grund­velli laga um sam­vinnu­fé­lög. Af þeirri ástæðu hef­ur það alla tíð, eða í 130 ár, nýtt lang­stærst­an hluta fram­legðar starf­sem­inn­ar til innri upp­bygg­ing­ar í stað hefðbund­inna arðgreiðslna hluta­fé­laga til eig­enda sinna.“

50 prósent tekjufall

 Ágúst Andrésson, framkvæmdastjóri Esju og forstöðumaður kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga, ræddi um þá ákvörðun félagsins að nýta sér hlutabótaleiðina í frétt Stundarinnar. „Esjan er fyrst og fremst matvælafyrirtæki sem þjónustar veitingahús og stóreldhús á markaði. Það þarf ekkert að hafa mörg orð um það hvaða áhrif það hefur á okkur þegar engir ferðamenn eru hér á landi. Mörgum veitingahúsum hefur verið lokað og mötuneyti eru lokuð.“ 

Ágúst sagði að tekjufall Esju vegna COVID-19 hafi verið 50 prósent í apríl.

„Það þarf ekkert að hafa mörg orð um það hvaða áhrif það hefur á okkur þegar engir ferðamenn eru hér á landi“ 

Kaupfélag Skagfirðinga keypti kjötvinnsluna Esju árið 2016 sem og kjötverslunina Gallerí Kjöt. Samkeppniseftirlitið þurfti að samþykkja kaupin á kjötvinnslunni vegna sterkrar stöðu Kaupfélags Skagfirðinga á kjötmarkaðnum á Íslandi. Esja hefur verið rekin í gamla húsnæði Osta og smjörsölunnar á Bitruhálsi í Reykjavík sem kaupfélagið keypti fyrir nokkrum árum. 

Esja var með tæplega 2,8 milljarða tekjur árið 2018 en skilaði nærri 200 milljóna tapi.

Listinn lengist

Í tilkynningunni í dag útskýrir Kaupfélag Skagfirðinga ákvörðun sína um endurgreiðsluna svona: „Með þess­ari ákvörðun er sú stefna kaup­fé­lags­ins und­ir­strikuð að leita allra leiða til þess að ná því mark­miði inn­an sam­stæðunn­ar án sér­tækr­ar aðstoðar frá ís­lenska rík­inu. Þess vegna verður feng­inn rík­is­stuðning­ur á grund­velli hluta­bót­ar­leiðar end­ur­greidd­ur.“

Þetta dótturfélag Kaupfélagsins bætist við hóp þeirra fyrirtækja sem hafa ákveðið aðendurgreiða hlutabætur. Fyrir helgi tilkynni Skeljungur meðal annars um slíka endurgreiðslu í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hlutabótaleiðin

Guðlaugur Þór hefur vikið af ríkisstjórnarfundum vegna umfjöllunar um hagsmunatengsl við Bláa Lónið
Fréttir

Guð­laug­ur Þór hef­ur vik­ið af rík­is­stjórn­ar­fund­um vegna um­fjöll­un­ar um hags­muna­tengsl við Bláa Lón­ið

Ut­an­rík­is­ráð­herra er eini ráð­herr­ann sem hef­ur vik­ið af rík­is­stjórn­ar­fund­um vegna um­ræðna um efna­hags­að­gerð­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar vegna Covid-19. Fjöl­skylda Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra á einnig ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki sem hef­ur nýtt sér úr­ræði stjórn­valda vegna Covid-19.
Matvælafyrirtæki með eignarhaldi í skattaskjóli nýtti hlutabótaleiðina
FréttirHlutabótaleiðin

Mat­væla­fyr­ir­tæki með eign­ar­haldi í skatta­skjóli nýtti hluta­bóta­leið­ina

Mat­væla­fyr­ir­tæki­ið Mata, sem er eígu eign­ar­halds­fé­lags­fé­lags á lág­skatta­svæð­inu Möltu sem sagt er hafa öll ein­kenni skatta­skjóls, setti 20 starfs­menn á hluta­bóta­leið­ina. Fram­kvæmda­stjór­inn, Eggert Árni Gísla­son vill ekki ræða um eign­ar­hald­ið á Möltu en seg­ir að eng­in skil­yrði vegna eign­ar­halds hafi ver­ið á notk­un hluta­bóta­leið­ar­inn­ar.
Einkarekið lækningafyrirtæki nýtti hlutabótaleiðina eftir 450 milljóna arðgreiðslur
FréttirHlutabótaleiðin

Einka­rek­ið lækn­inga­fyr­ir­tæki nýtti hluta­bóta­leið­ina eft­ir 450 millj­óna arð­greiðsl­ur

Tekj­ur rönt­gen­lækna­fyr­ir­tæk­is­ins Ís­lenskr­ar mynd­grein­ing­ar dróg­ust nær al­veg sam­an í apríl í miðj­um COVID-19 far­aldr­in­um. Fram­kvæmda­stjór­inn seg­ir að tekju­fall og flutn­ing­ar hafi gert það að verk­um að fé­lag­ið hafi neyðst til að fara hluta­bóta­leið­ina. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur ver­ið of­ar­lega á lista yf­ir arð­söm­ustu fyr­ir­tæki lands­ins hjá Cred­it In­fo.
Hótelkeðja fjölskyldu Hreiðars Más sem fjármögnuð var úr skattaskjóli nýtir hlutabótaleiðina
FréttirHlutabótaleiðin

Hót­elkeðja fjöl­skyldu Hreið­ars Más sem fjár­mögn­uð var úr skatta­skjóli nýt­ir hluta­bóta­leið­ina

Hót­elkeðj­an Gisti­ver ehf. nýt­ir hluta­bóta­leið­ina eins og mörg önn­ur hót­el á Ís­landi hafa gert í kjöl­far COVID-19. Hreið­ar Már Sig­urðs­son og Anna Lísa Sig­ur­jóns­dótt­ir eiga hót­elkeðj­una og var hún fjár­mögn­uð í gegn­um Lúx­em­borg og Tor­tóla. Sjóð­ur Stefn­is hýsti eign­ar­hald­ið en þess­um sjóði hef­ur nú ver­ið slit­ið.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár