Framlag ríkisins til stuðnings fyrirtækjum virkar sem styrkur til eigenda þeirra, ef ekki eru sett skilyrði, að mati hagfræðingsins Indriða H. Þorlákssonar, fyrrverandi ríkisskattstjóra. Indriði er gagnrýninn á viðbrögð stjórnvalda við kreppunni vegna COVID-19 faraldursins.
Þannig sé verið að styrkja fyrirtæki með almannafé, án þess að tillit sé tekið til stöðu þeirra, en þannig er fé fært frá almenningi til eigenda fyrirtækja.
„Það er eðlilegt að stuðningur ríkisins við fyrirtæki sé skilyrtur, með þeim hætti að fyrirtæki séu skuldbundin til endurgreiðslu með einhverjum hætti. Það gæti gerst með veði í eignum þeirra eða í framtíðartekjum, eða með því að ríkið eignist eignarhluti í umræddum fyrirtækjum. Þetta sé sem sagt ekki styrkur heldur lánveiting. Ef fyrirtæki lifir af kreppuna þá virkar ríkisframlag í raun eins og styrkur til eigendanna. Það þýðir að eiginfjárstaða fyrirtækisins er hærri en hún hefði ella verið, sem nemur ríkisstyrknum. Þá spyr ég: Hver er réttlætingin fyrir …
Athugasemdir