Í marsmánuði, eða rétt áður en samkomubann vegna COVID-19 faraldursins skall á, byrjaði efnisveitan Netflix að sýna teiknimyndir frá japanska kvikmyndaverinu Studio Ghibli. Margar þessara fallegu teiknimynda eru eftir leikstjórann Hayao Miyazaki en nafn hans er í huga flestra samtvinnað Studio Ghibli. Um þessar mundir gefst því tækifæri til þess að horfa aftur á – eða uppgötva – þessar fögru myndir eftir þennan mikla meistara. Núna eru aðgengilegar á Netflix myndirnar My Neighbour Totoro, Spirited Away, Princess Mononoke, Howl’s Moving Castle og fleiri perlur en myndirnar höfða jafnt til barna sem og fullorðinna.
Kvikmyndir Studio Ghiblis sameina raunveruleika og fantasíu á mjög lifandi og skemmtilegan hátt. Þær eru spennandi, fyndnar, alvörugefnar, hræðilegar og fallegar – innihalda sumsé alla kosti góðrar fantasíu. Það sem myndir Studio Ghibli eiga sameiginlegt er að þær eru svo fallega teiknaðar að þeim má líkja við listaverk, í þeim eru mjög sterkar kvenhetjur eða persónur og …
Athugasemdir