Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ráðherrar á „gráu svæði“ vegna tengsla við fyrirtæki sem fá Covid-stuðning stjórnvalda

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­mað­ur Pírata, seg­ir ljóst að hags­muna­tengsl ráð­herra við fyr­ir­tæki hafi ekki ver­ið rædd inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar við gerð að­gerðapakka. Vís­ar Þór­hild­ur lík­lega til Bláa lóns­ins og Kynn­is­ferða, sem ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks tengj­ast. Eng­inn ráð­herra hef­ur sagt sig frá þess­um mál­um vegna tengsla.

Ráðherrar á „gráu svæði“ vegna tengsla við fyrirtæki sem fá Covid-stuðning stjórnvalda
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Enginn ráðherra sagði sig frá máli vegna hagsmunatengsla við fyrirtæki sem njóta góðs af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Mynd: Stjórnarráðið

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, telur það ljóst af orðum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra að ríkisstjórnin hafi ekki rætt mögulega hagsmunaárekstra vegna tengsla ráðherra við stórfyrirtæki sem hafa hagsmuni af fjárhagslegum stuðningi stjórnvalda í tengslum við Covid-19 faraldurinn. Fjölskyldur tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins eiga hlut í félögum í ferðaþjónustu.

Málið var til umræðu í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í gær. Spurði Þórhildur Sunna Katrínu um vinnulag ríkisstjórnarinnar við gerð efnahagslegu aðgerðarpakkanna, hverjir væru ráðgjafar ríkisstjórnarinnar, hvaða greiningar lægju til grundvallar við vinnuna og hvort ríkisstjórnin hafi rætt hagsmunatengsl ráðherra vegna aðgerðarpakkanna.

Á meðal aðgerðanna eru meðal annars hlutabótaleiðin, sem gerir fyrirtækjum kleift að minnka starfshlutfall starfsmanna sinna, sem á móti fá atvinnuleysisbætur. Einnig hefur verið tilkynnt um styrki til fyrirtækja sem orðið hafa fyrir umfangs­miklu tekju­tapi sem fela í sér stuðn­ing úr rík­is­sjóði vegna greiðslu hluta launa­kostn­aðar á upp­sagn­ar­fresti.

„Hefur það komið til tals að mögulega séu ráðherrar á, jah, að minnsta kosti gráu svæði“

„Hefur ríkisstjórnin rætt um einhver hagsmunatengsl innan sinna raða?“ spurði Þórhildur Sunna. „Hefur það komið til tals að mögulega séu ráðherrar á, jah, að minnsta kosti gráu svæði þegar kemur að hæfi sínu í að gera þessar aðgerðir vegna tengsla við fyrirtæki sem að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa veruleg áhrif á?“

Ráðherrar tengjast Kynnisferðum og Bláa lóninu

Nefndi Þórhildur Sunna engin dæmi um þá ráðherra sem hafa tengsl við fyrirtæki. Líklega vísar hún þó til fyrirtækja í ferðaþjónustu sem tengjast fjölskyldum tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins.

Ferðaþjónustufyrirtækið Kynnisferðir, sem sinnir meðal annars rútuferðum til og frá Keflavíkurflugvelli, er 65 prósent í eigu félagsins Alfa hf. Eigendur þess eru fjölskylda Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, sem  oft er kölluð Engeyjarættin. Stærstu hluthafar eru Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, Guðríður Jónsdóttir, móðir Bjarna, Jón Benediktsson, bróðir Bjarna, Einar Sveinsson, föðurbróðir Bjarna, og börn Einars.

Kynnisferðir sögðu upp 40 prósent starfsmanna sinna í lok apríl, 150 manns í heildina. Í viðtali við Mbl.is sagðist Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, vera ánægður með þær aðgerðir stjórn­valda sem fela meðal ann­ars í sér að fyr­ir­tæki sem orðið hafa fyr­ir að lág­marki 75% tekju­falli og sjá fram á áfram­hald­andi tekju­fall að minnsta kosti út þetta ár geta sótt um stuðning úr rík­is­sjóði vegna greiðslu hluta launa­kostnaðar á upp­sagn­ar­fresti.

Félag athafnakonunnar Ágústu Johnson, eiginkonu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, á 2,4 prósenta hlut í Bláa lóninu í gegnum félagið Bogmanninn ehf. Arðgreiðslur frá Bláa lóninu til Bogmannsins námu samtals 329 milljónum króna á árunum 2012 til 2019 og var hagnaður Bogmannsins tæplega 530 milljónir króna.

Bláa lónið er eitt af þeim fyrirtækjum sem hvað fyrst tilkynnti að það ætlaði að nýta sér svokallaða hlutabótaleið ríkisstjórnarinnar nú í mars. Bláa lónið  sparar sér að minnsta kosti um 200 milljónir króna á mánuði í launakostnað til 400 starfsmanna með því að nýta sér þetta tímabundna úrræði í stað þess að segja starfsmönnum sínum upp eða ganga á eigið fé sitt.

Guðlaugur Þór var einn af 40 þingmönnum sem einróma samþykktu lagafrumvarpið þar sem ákvæðið um hlutabótaleiðina kemur fram þann 20. mars síðastliðinn.

Svaraði ekki hvort málið hefði verið rætt

Katrín svaraði því ekki beint hvort málið hefði verið rætt innan ríkisstjórnarinnar. „Háttvirtur þingmaður spyr hér um hagsmuni ráðherra og auðvitað geta ráðherrar sagt sig frá málum ef þau varða þeirra persónulegu hagsmuni. Um það eru dæmi. Það hefur ekki gerst í tengslum við þessar aðgerðir,“ sagði hún.

„Katrín svaraði ekki spurningunni beint en milli línanna má lesa að þetta hafi ekkert verið rætt“

Þórhildur Sunna segir svar Katrínar gefa til kynna að málið hafi ekki verið rætt. „Ég spurði forsætisráðherra hvort að ríkisstjórnin hafi rætt mögulega hagsmunaárekstra vegna tengsla sumra ráðherra við stórfyrirtæki sem eiga mikið undir aðgerðum stjórnvalda þessa dagana,“ skrifaði hún á Facebook í dag. „Katrín svaraði ekki spurningunni beint en milli línanna má lesa að þetta hafi ekkert verið rætt.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
4
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár