Myndirnar í sjónvarpinu af gegnköldum, hungruðum, ofþornuðum börnum sem leggja líf sitt að veði á velli brjálæðisins í heiminum, þessar myndir sýna raunveruleikann, ekki sannleikann. Það er staðreynd. Hver er sannleikurinn?
Þessi börn skrifa kannski síðar um reynslu sína eins og Gaël Faye gerði en hann er að eigin sögn heill Frakki og heill Afríkubúi, ekki hálfur. Hvorki Hútúi né Tútsi heldur manneskja. Bókin hans heitir Litla land og er skáldsaga en þó einnig ævisaga.
Litla land er vitnisburður barns úr stríði. Fyrir lesanda bókarinnar opinberast áhrif hugarfars ósættis, haturs, tortryggni og óvildar á sambönd þjóða, fólks, hjónabönd, æsku, vináttu, störf og hvaðeina annað. Flóttafólkið sem við sjáum í sjónvarpinu er ekki að flýja helvíti eins og áhorfendur álykta heldur heimalandið sitt sem þau elska.
Það er sannleikurinn.
Undanfari stríðsreksturs
Hatrið hlóðst upp áður en borgarastríðið í Búrúndi 1993 og þjóðarmorðin í Rúanda 1994 áttu sér stað. Óskiljanleg vangeta …
Athugasemdir