Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Eyðsla útlendinga á Íslandi hrundi dag frá degi í marsmánuði

Er­lend korta­velta dróst sam­an um 60 pró­sent í mars og hef­ur ekki ver­ið lægri í fimm ár. Und­ir lok mán­að­ar­ins var velt­an orð­in lít­il sem eng­in.

Eyðsla útlendinga á Íslandi hrundi dag frá degi í marsmánuði
Hrun í veltu Aðeins örfáir erlendir ferðamenn voru orðnir eftir í landinu undir lok marsmánaðar sem skýrir þann gríðarlega samdrátt sem varð í erlendri kortaveltu. Mynd: Davíð Þór

Kortavelta erlendra ferðamanna hér á landi dróst saman um 60 prósent í mars mánuði miðað við sama tíma á síðasta ári. Í byrjun mánaðarins nam veltan um 80 prósentum af veltu sama tíma á síðasta ári en síðustu daga mánaðarins var hún orðin aðeins fjögur prósent. 

Þetta kemur fram í gögnum sem Rannsóknarsetur verslunarinnar hefur tekið saman. Samdrátturinn sem um ræðir tekur til kortaveltu erlendra ferðamanna án flugsamgangna og er samdráttur í öllum flokkum sem tilteknir eru. Heildarvelta erlendra korta nam 6,95 milljörðum króna í mánuðinum. 

Mest dróst eyðsla erlendra ferðamanna saman í flokknum ýmis ferðaþjónusta en þar var samdrátturinn 75,8 prósent í mánuðinum. Þar nam veltan tæpum 800 milljörðum króna, borið saman við um 3,2 milljörðum króna í mars árið 2019. Velta í gistiþjónustu nam 1,8 milljörðum í mars síðastliðnum og dróst saman um 2,5 milljarða milli ára. Erlend kortavelta í veitingaþjónustu var 931 milljón króna og dróst saman um 58 prósent frá fyrra ári.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár