Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Björn Leví: „Áslaug Arna var óvart að dissa Sigríði Andersen“

Björn Leví Gunn­ars­son seg­ir ný­skip­að­an dóm­ara við Lands­rétt, Ásmund Helga­son, hafa ver­ið met­inn hæf­ast­ann af því að hann hafði áð­ur ólög­lega ver­ið skip­að­ur við Lands­rétt.

Björn Leví: „Áslaug Arna var óvart að dissa Sigríði Andersen“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Sigríður Andersen Björn Leví segir núverandi dómsmálaráðherra annað hvort viðurkenna mistök fyrri ráðherra eða endurtaka þau.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að nýskipaður dómari við Landsrétt hafi hlotið ósanngjarnt forskot fyrir að hafa áður verið skipaður við réttinn framhjá ráðleggingum hæfnisnefndar. Með nýju skipuninni sé Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir að staðfesta fyrri niðurstöður hæfnisnefndar sem forveri hennar fór á svig við.

„Eruð þið nokkuð búin að gleyma Landsrétti?“ spyr Björn Leví í grein í Morgunblaðinu í dag. „Þið vitið, nýja millidómstiginu okkar sem var mörg ár í undirbúningi og fyrrverandi dómsmálaráðherra klúðraði á lokametrunum með því að skipa ekki hæfustu dómarana.“

Ásmundur Helgason var skipaður dómari við Landsrétt 31. mars í annað sinn, en hann hafði verið skipaður af Sigríði Andersen, þá dómsmálaráðherra, þegar Landsréttur var stofnaður. Sigríður hunsaði ráðleggingar hæfnisnefndar og valdi fjóra dómara til setu í réttinum sem ekki höfðu verið metnir hæfastir af hæfnisnefnd. Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi í kjölfarið íslenska ríkið brotlegt vegna vinnubragða hennar.

Ásmundur Helgason var einn dómaranna. Hann sagði í kjölfarið upp dómarasæti sínu en hefur nú verið skipaður aftur. „Hlaut hann þetta nýja sæti sitt umfram þrjá aðra umsækjendur, þar af var einn umsækjandi sem áður var meðal þeirra hæfustu en mátti þola að vera tekinn út í staðinn fyrir aðra sem voru neðar á lista,“ skrifar Björn Leví. „Ég vil taka það alveg sérstaklega fram að ég hef enga ástæðu til þess að véfengja niðurstöðu hæfnisnefndar, líkt og fyrrverandi dómsmálaráðherra gerði. En það er nauðsynlegt að skoða málið vel út af þeim aðstæðum sem fyrrverandi ráðherra skapaði.“

„Niðurstaðan er kannski rétt en hún er langt frá því að vera sanngjörn“
Björn Leví GunnarssonÞingmaður Pírata segir niðurstöðu hæfnismatsins ósanngjarna.

Björn Leví segir ákveðið samræmi á milli álits hæfnisnefndar þegar Landsréttur var upphaflega skipaður og niðurstöðu hennar nú. „Helstu breytingar eru að störf Ásmundar sem landsréttardómari gefa honum reynslu sem færa hann upp fyrir einn af hinum umsækjendunum,“ skrifar hann og bendir sérstaklega á hæfni umsækjenda í ritun dóma. „Nú er sá skipaði hæfastur í því matsatriði en sá sem gengið var fram hjá síðast minnst hæfur. Það verður auðvitað ekki tekið af endurskipuðum dómara að reynsla hans af dómarastörfum jókst við að vera skipaður sem dómari, sem er kannski helsta ástæða þess að hæfnimat hans virðist hækka frá því síðast. Það hljómar hins vegar ekkert rosalega sanngjarnt þar sem reynslan fékkst vegna ólöglegrar skipunar. Niðurstaðan er kannski rétt en hún er langt frá því að vera sanngjörn.“

Í færslu á Facebook í gærkvöldi bætir Björn Leví við óútkomnu greinina. „Það sem er ekki í greininni og ég var að fatta eftir að ég sendi inn greinina, er að ef það er satt, að hæfnisnefndin skilaði bara uppfærðu áliti miðað við það sem hefur gerst fyrstu skipuninni. Þá þýðir það ákveðna viðurkenningu á gildi niðurstöðu hæfninefndarinnar í fyrstu skipuninni. Núverandi dómsmálaráðherra staðfesti semsagt gildi fyrstu niðurstöðunnar sem þáverandi dómsmálaráðherra hafnaði og breytti.“

„Það er þá annað hvort fordæming á ákvörðun fyrrum dómsmálaráðherra eða endurtekin mistök“

Hann segir að ef hæfnismatið hafi verið gallað eins og Sigríður Andersen sagði þegar hún skipaði dómara, þá ætti það að vera gallað núna. „Dómsmálaráðherra hlýtur að skilja það miðað við fyrri stuðning sinn við fyrrum dómsmálaráðherra,“ skrifar hann. „Samt fer hún eftir niðurstöðu nefndarinnar. Það er þá annað hvort fordæming á ákvörðun fyrrum dómsmálaráðherra eða endurtekin mistök ef upphaflega álit hæfninefndarinnar var gallað. Kaldhæðnislegt, er það ekki? Áslaug Arna var óvart að dissa Sigríði Andersen.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skipun dómara við Landsrétt

Saga Landsréttarmálsins: Hver ber ábyrgð?
ÚttektSkipun dómara við Landsrétt

Saga Lands­rétt­ar­máls­ins: Hver ber ábyrgð?

Yf­ir­deild MDE átel­ur Sig­ríði And­er­sen, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, fyr­ir þátt henn­ar í Lands­rétt­ar­mál­inu. Hæstirétt­ur og Al­þingi, þá und­ir meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisn­ar og Bjartr­ar fram­tíð­ar, fá einnig gagn­rýni. Yf­ir­deild­in seg­ir gjörð­ir Sig­ríð­ar vekja rétt­mæt­ar áhyggj­ur af póli­tískri skip­un dóm­ara.
Fjölskylduvítið
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
PistillSkipun dómara við Landsrétt

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Fjöl­skyldu­vít­ið

Ís­lenska stjórn­mála­fjöl­skyld­an hef­ur öll meg­in­ein­kenni sjúkr­ar fjöl­skyldu út frá kenn­ing­um um með­virkni enda al­in upp við sjúk­leg­ar að­stæð­ur. Í því ljósi er for­vitni­legt að skoða „póli­tískt at og óvirð­ingu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins í Strass­bourg við Al­þingi Ís­lend­inga“ sem „skipt­ir víst engu máli þeg­ar upp er stað­ið“.
Yfirlýstur andstæðingur Mannréttindadómstólsins flutti erindi á afmæli Hæstaréttar
FréttirSkipun dómara við Landsrétt

Yf­ir­lýst­ur and­stæð­ing­ur Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins flutti er­indi á af­mæli Hæsta­rétt­ar

Dansk­ur pró­fess­or sem er þekkt­ur fyr­ir að vilja að Dan­ir hætti að lúta dóm­um Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu flutti ávarp á af­mæl­is­sam­komu Hæsta­rétt­ar. Boð­ið vek­ur at­hygli þar sem máls­með­ferð Ís­lands vegna Lands­rétt­ar­máls­ins hjá yf­ir­deild MDE stend­ur nú yf­ir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár