Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Hvar er samningurinn?“ spyrja hjúkrunarfræðingar og óttast flótta úr stéttinni

Laun fjöl­margra hjúkr­un­ar­fræð­inga á Land­spít­ala lækk­uðu um tugi þús­unda um mán­aða­mót­in þeg­ar vakta­álags­greiðsl­ur þeirra féllu nið­ur. Ár er síð­an kjara­samn­ing­ur þeirra rann út og ekk­ert geng­ur í við­ræð­um. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar segja þetta skrýt­in skila­boð þeg­ar al­menn­ing­ur klapp­ar fyr­ir þeim á göt­um úti fyr­ir að standa vakt­ina í COVID-19 far­aldr­in­um. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar deila nú mynd­um af launa­seðl­um sín­um á sam­fé­lags­miðl­um und­ir merk­inu #hvar­er­samn­ing­ur­inn.

„Hvar er samningurinn?“ spyrja hjúkrunarfræðingar og óttast flótta úr stéttinni
Á leið út? Margir hafa þakkað hjúkrunarfræðingum fyrir vel unnin og óeigingjörn störf þeirra í COVID-19 faraldrinum. Þrír hjúkrunarfræðingar segja í viðtali við Stundina að það skjóti skökku við að á sama tíma hafi laun margra þeirra lækkað um mánaðamótin. Stéttin kalli eftir nýjum kjarasamningi, en nú er ár síðan samningur þeirra rann út. Mynd: Kristinn Magnússon

Hjúkrunarfræðingar deila nú myndum af launaseðlum sínum og frásögnum af kjörum sínum og álagi í starfi á samfélagsmiðlum undir merkinu #hvarersamningurinn. Vaktaálagsgreiðslur hjúkrunarfræðinga á Landspítala, sem voru greiddar þeim sem tóku tiltekinn fjölda vakta, féllu niður um mánaðamót, en spítalinn sagði greiðslunum upp fyrr í vetur. Það þýðir að sumir hjúkrunarfræðingar fengu tugum þúsunda minna útborgað um þessi mánaðamót en þau síðustu.

Eydís Inga Sigurjónsdóttir „Fyrst og fremst þyrfti að semja um styttingu vinnuvikunnar. Að vera í 80% starfi á Landspítala er eins og að vera í 100% starfi á öðrum vinnustað, álagið er svo mikið,“ segir Eydís.

Talsverð reiði er nú meðal hjúkrunarfræðinga vegna þessa og þess að um mánaðamótin var eitt ár liðið frá því að kjarasamningar þeirra runnu út. Lítið hefur þokast í kjaraviðræðum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við ríkið, en um 30 fundir hafa verið haldnir í deilunni sem var vísað til ríkissáttasemjara í lok febrúar.

„Kergja og kraumandi reiði. Ég held að þannig megi lýsa líðan margra hjúkrunarfræðinga í dag. Við erum alltaf hunsuð, alltaf látin mæta afgangi.“ Þetta segir Eydís Inga Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur á hjartadeild Landspítala. Hún er einn þeirra hjúkrunarfræðinga sem misstu vaktaálagsgreiðslu um mánaðamótin, hún hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur frá árinu 2011 og segir kjör og starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga hafa versnað á þeim tíma.

Þakklát almenningi, en ekki stjórnvöldum

Eydís birti launaseðil sinn á samfélagsmiðlum í dag undir merkinu #hvarersamningurinn. Á launaseðli Eydísar kemur fram að útborguð laun hennar fyrir 80% starf eru 339.305 krónur. 

Launaseðill Eydísar„Ég er ekkert sérstaklega þakklát stjórnvöldum fyrir að semja ekki við okkur. Ef þau vilja sýna okkur eitthvert þakklæti, þá væri vel þegið að þurfa ekki að hafa áhyggjur um hver einustu mánaðamót.“

Hún segist óendanlega þakklát almenningi fyrir að hafa með ýmsum hætti sýnt þakklæti sitt til hjúkrunarfræðinga vegna starfa þeirra í COVID-19 faraldrinum. „En ég er ekkert sérstaklega þakklát stjórnvöldum fyrir að semja ekki við okkur. Ef þau vilja sýna okkur eitthvert þakklæti, þá væri vel þegið að þurfa ekki að hafa áhyggjur um hver einustu mánaðamót.“

Eydís segir að stjórnendur Landspítala geri allt sem í þeirra valdi standi til að bæta kjör og starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga. „En þeim er settur  þröngur rammi, mínir yfirmenn hafa til dæmis viljað allt fyrir mig gera, en þeir hafa lítið svigrúm til þess.“

80% starf á Landspítala eins og 100% starf annars staðar

Hvernig væri ásættanlegur samningur að þínu mati? „Fyrst og fremst þyrfti að semja um styttingu vinnuvikunnar. Að vera í 80% starfi á Landspítala er eins og að vera í 100% starfi á öðrum vinnustað, álagið er svo mikið. Svo vil ég sjá að mín menntun verði metin til launa með tilliti til ábyrgðar og þekkingar. Það er kominn tími til.“

Eydís segist óttast hvað verði að loknum COVID-19 faraldrinum. „Það standa allir sína vakt núna, það kemur ekkert annað til greina. Hjúkrunarfræðingar hafa aldrei hlaupist undan merkjum. Þegar gerðardómurinn var settur horfði ég á eftir frábæru fagfólki fara í önnur störf og ég hef áhyggjur af að það gerist aftur núna þegar þessu stóra verkefni lýkur.“

Kjaramál hjúkrunarfræðinga rædd á Alþingi í dag

Þingmenn stjórnarandstöðu deildu á Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í dag vegna kjaramála hjúkrunarfræðinga. Þar sagði Bjarni að kaupmáttur og launaþróun stéttarinnar hefði verið betri í sinni tíð sem fjármálaráðherra en nokkru sinni áður. „Verkefnið núna er að ljúka samningsgerðinni þannig að það spili saman við þá stofnanasamninga sem hafa verið í gildi,“ sagði Bjarni.

Hann sagði ennfremur að í miðlægum nýjum kjarasamningum væri að verða grundvallarbreyting á vaktafyrirkomulagi. „Í raun er komið samkomulag um þessa breytingu sem var megináhersluatriði hjúkrunarfræðinga í þessari kjaralotu á þeim tíma sem við erum hér að tala saman, “ sagði Bjarni Bendiktsson.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði að Bjarni hefði skýlt sér á bak við þá afsökun að gengi hann að launakröfum hjúkrunarfræðinga væru aðrir kjarasamningar ríkisins mögulega í uppnámi. „En nú vitum við að hjúkrunarfræðingar eru með um 12% lægri meðallaun en aðrar starfsstéttir með álíka menntun og við vitum líka að vinna hjúkrunarfræðinga felur í sér meira álag og ábyrgð en vinna flestra annarra. Þetta er vaktavinna þar sem líf eru í húfi og aldrei eins og nú, eins og meira að segja ráðherra hlýtur að vera ljóst í miðjum mannskæðum heimsfaraldri,“ sagði Þórhildur Sunna.

Launin lækkuðu um tugi þúsunda

María Ósk Gunnsteinsdóttir nn

Laun Maríu Óskar Gunnsteinsdóttur, hjúkrunarfræðings á hjartadeild Landspítala, lækkuðu um mánaðamótin eins og laun Eydísar og fleiri kollega þeirra á spítalanum. Hún segir að lækkunin hafi numið tugum þúsunda. 

Í færslu sinni á Facebook skrifar hún að í fyrsta skipti á starfsferlinum, en hún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 2011, íhugi hún hvort það væri einfaldlega best að endurmennta sig á öðru sviði og hætta „þessu harki“, eins og hún orðar það. „Ég fékk eiginlega bara nóg í gær, þegar ég fékk útborgað,“ segir María. „Ég hef gaman af vinnunni minni og ég er góður hjúkrunarfræðingur. En mér er nóg boðið. Ég er farin að upplifa mikið vonleysi. Við höfum staðið í þessari baráttu svo lengi.“

María Ósk Gunnsteinsdóttir, til vinstriÁ deildinni, þar sem María starfar, eru meðal annars lagðir inn sjúklingar sem grunur leikur á um að séu með COVID-19, eins og á flestar aðrar deildir spítalans. Miklar varúðarráðstafanir eru gerðar vegna þess og starfsfólkið klæðist hlífðarfatnaði og ber grímur.

Á deildinni þar sem María starfar eru  meðal annars lagðir inn sjúklingar sem grunur leikur á um að séu með COVID-19, eins og á flestar aðrar deildir spítalans. Miklar varúðarráðstafanir eru gerðar vegna þess, starfsfólkið klæðist hlífðarfatnaði og ber grímur og hún segir að allir leggist á eitt við að sinna þessu krefjandi verkefni.  

„Auðvitað klára ég COVID-19 krísuna eins og við öll munum gera. Ég hef í gegnum tíðina upplifað mikið álag í mínu starfi, það er vissulega mikið álag núna en við, sem störfum á Landspítalanum, skynjum sterkt að það er meira á leiðinni. Að ástandið núna sé bara lognið á undan storminum.“

Stolt yfir að leggja sitt af mörkum í COVID-19 faraldrinum

„Hjúkrunarfræðingar hafa líklega sjaldan eða aldrei verið jafn stoltir af starfinu sínu eins og nú,“ segir Andrea Ýr Jónsdóttir. Hún hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur í átta ár og er nú hjúkrunarfræðingur á slysa- og göngudeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi.

Andrea Ýr Jónsdóttir „Mér finnst, eins og svo mörgum hjúkrunarfræðingum, allt frábært við þetta starf nema launin og álagið. Ég elska starfið mitt, í heilbrigðiskerfinu starfar einstakt fólk sem er tilbúið til að leggja óendanlega mikið á sig.“

„Við erum stolt yfir að geta lagt svona mikið af mörkum í þessu mikilvæga verkefni sem nú er í gangi sem er að fást við COVID-19 faraldurinn. En á sama tíma er mikil reiði yfir því að samningar hafi verið lausir svona lengi, starfsaðstæðunum og framkomu stjórnvalda í okkar garð. Ég var alin upp við mikla vinnusemi og foreldrar mínir hvöttu mig til að læra það sem mig langaði til, svo framarlega sem ég gæti séð fyrir mér og fjölskyldunni minni.  Ég birti launaseðilinn minn í dag undir merkinu #hvarersamningurinn og þá sagði mamma við mig að hún sæi eftir því að hafa hvatt mig áfram á þennan hátt, ég gæti aldrei séð fyrir mér á þessum launum. Henni var brugðið þegar hún sá launaseðilinn minn.“

Allt frábært nema launin og álagið

Á launaseðli Andreu, sem er í 70% starfi, þar sem hún stundar nám í bráðahjúkrun samhliða starfi, kemur fram að laun hennar fyrir það starfshlutfall eru 362.200. Laun hennar fyrir fullt starf væru 517.400.

Launaseðill204.447 fyrir eru útborguð mánaðarlaun Andreu fyrir 70% starf.

„Mér finnst, eins og svo mörgum hjúkrunarfræðingum, allt frábært við þetta starf nema launin og álagið. Ég elska starfið mitt, í heilbrigðiskerfinu starfar einstakt fólk sem er tilbúið til að leggja óendanlega mikið á sig, en á þeim tíma sem ég hef starfað við þetta hef ég séð á eftir svo mörgum frábærum hjúkrunarfræðingum í önnur störf. Við megum ekki láta það gerast nú.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár