Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hætt við Secret Solstice hátíðina í lok júní

Mið­ar á há­tíð­ina munu gilda á há­tíð næsta árs.

Hætt við Secret Solstice hátíðina í lok júní
Secret Solstice Styr hefur staðið um hátíðina vegna nýrrar kennitölu og málaferla tónlistarfólks. Mynd: Pressphotos

Tónlistarhátíðin Secret Solstice, sem átti að fara fram 26. til 28. júní í Laugardalnum, verður ekki haldinn. Miðar á hátíðina munu gilda á hátíð næsta árs.

Þetta kemur fram í færslu á Facebook síðu hátíðarinnar. Þar segir að tónlistarmennirnir sem áttu að koma fram á hátíðinni í ár, þar á meðal Cypress Hill, Primal Scream, Lil Pump, Nýdönsk og Ensími, muni þess í stað koma fram á næsta ári. Þá á hátíðin að fara fram 25. til 27. júní, að sögn aðstandenda.

Nokkur styr hefur staðið um hátíðina á undanförnum árum. Til stóð að Reykjavíkurborg styrkti hátíðina um 8 milljónir króna í ár eftir að hátíðin hafði dregið að borga 19 milljóna skuld við borgina, sem nú hefur verið greidd að fullu. Hljómsveitin Slayer fékk hins vegar ekki borgað að fullu fyrir framkomu á hátíðinni 2018 og stendur nú í málaferlum. Tóku nýir rekstraraðilar við í kjölfarið. Reykjavíkurborg hefur sagt að málaferli Slayer snúi að engu leyti að borginni.

Hátíðin hefur verið gagnrýnd þar sem skipt var um kennitölu, en nýr eigandi hennar, Guðmundur Hreiðarsson Viborg, er tengdur fyrri eigendum hátíðarinnar. Stjúpsonur hans, Jón Bjarni Steinsson, var upplýsingafulltrúi hátíðarinnar, en hann er kvæntur Katrínu Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrra rekstrarfélagsins. Hún er systir Friðriks Ólafssonar, eiganda gamla félagsins, og dóttir Jóns Ólafssonar, athafnamanns og eins helsta styrktaraðila.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár