Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hætt við Secret Solstice hátíðina í lok júní

Mið­ar á há­tíð­ina munu gilda á há­tíð næsta árs.

Hætt við Secret Solstice hátíðina í lok júní
Secret Solstice Styr hefur staðið um hátíðina vegna nýrrar kennitölu og málaferla tónlistarfólks. Mynd: Pressphotos

Tónlistarhátíðin Secret Solstice, sem átti að fara fram 26. til 28. júní í Laugardalnum, verður ekki haldinn. Miðar á hátíðina munu gilda á hátíð næsta árs.

Þetta kemur fram í færslu á Facebook síðu hátíðarinnar. Þar segir að tónlistarmennirnir sem áttu að koma fram á hátíðinni í ár, þar á meðal Cypress Hill, Primal Scream, Lil Pump, Nýdönsk og Ensími, muni þess í stað koma fram á næsta ári. Þá á hátíðin að fara fram 25. til 27. júní, að sögn aðstandenda.

Nokkur styr hefur staðið um hátíðina á undanförnum árum. Til stóð að Reykjavíkurborg styrkti hátíðina um 8 milljónir króna í ár eftir að hátíðin hafði dregið að borga 19 milljóna skuld við borgina, sem nú hefur verið greidd að fullu. Hljómsveitin Slayer fékk hins vegar ekki borgað að fullu fyrir framkomu á hátíðinni 2018 og stendur nú í málaferlum. Tóku nýir rekstraraðilar við í kjölfarið. Reykjavíkurborg hefur sagt að málaferli Slayer snúi að engu leyti að borginni.

Hátíðin hefur verið gagnrýnd þar sem skipt var um kennitölu, en nýr eigandi hennar, Guðmundur Hreiðarsson Viborg, er tengdur fyrri eigendum hátíðarinnar. Stjúpsonur hans, Jón Bjarni Steinsson, var upplýsingafulltrúi hátíðarinnar, en hann er kvæntur Katrínu Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrra rekstrarfélagsins. Hún er systir Friðriks Ólafssonar, eiganda gamla félagsins, og dóttir Jóns Ólafssonar, athafnamanns og eins helsta styrktaraðila.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár