Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Kristín Völundardóttir verður áfram forstjóri Útlendingastofnunar

Stað­an ekki aug­lýst þrátt fyr­ir mjög harða gagn­rýni síð­ustu ár. Traust á Út­lend­inga­stofn­un hef­ur reynst lít­ið og hún ít­rek­að far­ið gegn lög­um. Krist­ín sneri til baka í for­stjóra­stól í dag eft­ir náms­leyfi og mun að óbreyttu sitja næstu fimm ár­in.

Kristín Völundardóttir verður áfram forstjóri Útlendingastofnunar
Situr áfram næstu fimm ár Kristín Völundardóttir verður áfram forstjóri Útlendingastofnunar. Mynd: Skjáskot

Kristín Völundardóttir verður forstjóri Útlendingastofnunar áfram næstu fimm árin. Núverandi skipunartími hennar í forstjórastól rennur út 1. júní næstkomandi en dómsmálaráðherra tók ákvörðun um að auglýsa ekki stöðuna lausa og framlengist því skipunartími Kristínar um fimm ár. Sitji hún allan þann tíma mun Kristín hafa setið sem forstjóri Útlendingastofnunar í fimmtán ár. 

Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins skal tilkynna þeim sem skipaður hefur verið í embætti að minnsta kosti hálfu ári áður en skipunartími þeirra rennur út hvort auglýsa skuli embætti þeirra laust til umsóknar. Að öðrum kosti framlengist skipunartími viðkomandi sjálfkrafa um fimm ár. Kristínu var ekki tilkynnt um slíkt þar eð dómsmálaráðherra ákvað að auglýsa stöðuna ekki. Kristín hefur síðustu mánuði verið í námsleyfi en kom til baka til starfa í dag, 1. apríl. 

Hörð gagnrýni um margra ára skeið

Kristín hefur setið undir mikilli og harðri gagnrýni fyrir störf sín og Útlendingastofnunar, nánast allt frá því hún var skipuð forstjóri fyrst. Þannig stóð hún í deilum við fréttastofu Ríkisútvarpsins í byrjun árs 2013 þar sem hún hélt því fram að ummæli hennar um hælisleitendur hefðu verið tekin úr samhengi í fréttum RÚV. Í viðtali við fréttastofu sagði Kristín að langur málsmeðferðartími á umsóknum hælisleitenda geri það að verkum að fólki sem ekki væri hælisleitendur heldur hyggðust vinna ólöglega hér á landi eða kæmu í öðrum tilgangi gæti þótt fýsilegt að sækja hér um hæli til að fá frítt fæði og húsnæði. Orð Kristínar urðu til þess að Ögmundur Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra, sá ástæðu til að bregðast við og lýsa að um óviðeigandi og rakalausar vangaveltur væri að ræða. Kristín brást við með því að segja að orð sín hefðu verið tekin úr samhengi en Ríkisútvarpið birti viðtalið allt til að taka af allan vafa þar um. 

Traust á Útlendingastofnun hefur reynst afar lítið í könnunum sem gerðar hafa verið á trausti meðal Íslendinga á stofnunum. Þannig reyndust 45 prósent aðspurðra vantreysta stofnuninni í lok árs 2015, þegar Kristín hafði setið sem forstjóri í rúm fimm ár, samkvæmt könnun MMR. Engin réttarfarsstofnun önnur naut viðlíka vantrausts. 

Sendu langveikan dreng úr landi

Á aðventunni árið 2015 fjarlægði lögregla fjögurra manna albanska fjölskyldu af heimili sínu að næturlagi til að flytja hana úr landi. Tvö börn á leikskólaaldri voru þar á meðal, Klea og Kevin, sem er með slímseigjusjúkdóm sem er lífshótandi fái hann ekki læknisaðstoð og lyf.  Myndin af Kevin standandi með bangsann sinn í höndunum í útidyrum á heimili fjölskyldunnar, horfandi út í myrkrið, hreyfði við mjög mörgum og eftir gríðarhörð mótmæli fékk fjölskyldan að snúa aftur hingað til lands. 

Í maí árið 2016 hunsaði Úrlendingastofnun fyrirmæli kærunefndar útlendingamála og ákvað að vísa hælisleitandanum Eze Okafor úr landi en Eze hafði þá verið búsettur á Íslandi í fjögur ár. Mál Eze var mjög í deiglu fjölmiðla, meðal annars hefur Stundin fjallað ítrekað um það. Í júní árið 2017 felldi kærunefnd útlendingamála svo brottvísun Eze niður og gerði Útlendingastofnun að taka mál hans fyrir að nýju, þar eð ákvörðun um brottvísun hans hefði verið ólögmæt enda verið byggð á útlendingalögum sem þá voru fallin úr gildi. Eze hafði þá farið huldu höfði í Svíþjóð, þangað sem hann var fluttur af íslenskum yfirvöldum, í yfir árstíma. 

Vildi, og fékk, launahækkun vegna álags

Árið 2016 vakti einnig athygli að Kristín fékk, með úrskurði kjararáðs, 29 prósenta launahækkun og hækkuðu laun hennar við það upp í 1.340 þúsund krónur á mánuði. Sendi Kristín bréf til kjararáðs og fór fram á hærri laun þar eð álag á Útlendingastofnun hefði vaxið gríðarlega með tilheyrandi álagi á hana sjálfa af hendi  fjölmiðla. Því væri starf forstjóra bæði erfitt og mjög íþyngjandi. 

Gríðarlega athygli, og reiði, vakti þegar tveir hælisleitendur frá Írak, Ali Nasir og Majed, voru dregnir út úr Laugarneskirkju með lögregluvaldi um miðja nótt í júní 2016 og sendir til Noregs með flugvél. Óttuðust þeir að verða sendir þaðan aftur til Íraks. Ali var þá 16 ára gamall og Majed þrítugur. Þeir höfðu dvalið á Íslandi í sjö mánuði en hælisumsóknir þeirra ekki verið teknar til efnislegrar meðferðar. Myndband af aðförum lögreglu vakti almenna andúð á framgangi Útlendingastofnunar. 

Auk þeirra dæma sem rakin hafa verið hér að framan eru fjölmörg önnur dæmi sem orkað hafa mjög tvímælis í framgöngu Útlendingastofnunar, undir stjórn Kristínar. Síðasta slíka dæmið var þegar til stóð að vísa sjö ára dreng, Muhammed Zohair Faisal, og foreldrum hans úr landi og til Pakistan í febrúar síðastliðnum. Þangað hafði Muhammed aldrei komið og foreldrar hans töldu ástæðu til að óttast um öryggi sitt þar. Eftir mikinn þrýsting frá almenningi var fallið frá brottflutningnum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár