Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Myndband: Lögreglumenn drógu hælisleitendur út úr kirkju

Prest­ar veittu ír­ösku hæl­is­leit­end­un­um Ali Nas­ir og Maj­ed skjól í Laug­ar­nes­kirkju í von um að þeir fengju að njóta frið­helgi í sam­ræmi við gaml­ar venj­ur um kirkju­gr­ið. Lög­regl­an hand­tók þá uppi við altar­ið. Þeir fá ekki efn­is­lega með­ferð vegna hæl­is­um­sókn­ar sinn­ar.

Ali Nasir og Majed, hælisleitendur frá Írak, voru dregnir út úr Laugarneskirkju með lögregluvaldi í nótt og sendir til Noregs með flugvél. Mennirnir óttast að þaðan verði þeir sendir aftur til Íraks, en ríkt hefur stríðsástand í landinu um árabil. Ali er 16 ára gamall og Majed er þrítugur. Þeir hafa dvalið á Íslandi í sjö mánuði en hælisumsóknir þeirra verða ekki teknar til efnislegrar meðferðar. 

Ætlið þið ekki að fara?
Ætlið þið ekki að fara? Fulltrúi yfirvalda horfir í augun á öðrum hinna brottreknu, sem víkur sér undan augnsambandi.

Presturinn og lögreglumaðurinn
Presturinn og lögreglumaðurinn Séra Kristín Þórunn Tómasdóttir reynir að höfða til samvisku lögreglumannsins sem leiddi aðgerðir á vettvangi. Hann stendur í varnarstöðu og íhugar stöðuna áður en hann lætur til skarar skríða.

Veitti viðnám
Veitti viðnám Lögreglan hikaði ekki við að taka þá með valdi þótt þeir væru í kirkju. Ali, sextán ára, veitti brottflutningi sínum viðnám í nótt.

Eins og Stundin greindi frá í gærkvöldi ákváðu þau Toshiki Toma, prestur innflytjenda, og Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur Laugarneskirkju, að opna dyr kirkjunnar og veita hælisleitendunum skjól í nótt. Var þetta gert með vilyrði biskupsembættisins og gripið til úrræðisins í von um að lögregla myndi virða forna siði um kirkjugrið. Þannig er vísað til þess að á öldum áður giltu reglur um kirkjur og helga staði sem tryggðu þeim friðhelgi sem leituðu þar skjóls gegn framgöngu valdhafa. Óskráðar og óformlegar reglur í þessa veru eru enn virtar upp að vissu marki í sumum Evrópuríkjum.

Á fimmta tímanum í nótt hófst stutt athöfn í Laugarneskirkju. Kristín Þórunn og Toshiki Toma sögðu nokkur orð og útskýrðu hvers vegna dyr Laugarneskirkju hefðu verið opnaðar. Framtakið er hugsað sem stuðningur við Ali og Majed en jafnframt sem tilraun að nota fornar venjur um kirkjugrið sem tæki til að knýja yfirvöld til að „taka ábyrga, efnislega afstöðu til málefna einstakra hælisleitenda“ eins og segir í fréttatilkynningu prestanna. Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu, var viðstaddur athöfnina og flutti stutta tölu um merkingu, tilgang og gildi kirkjugriða. 

Leiddur niður kirkjutröppurnar
Leiddur niður kirkjutröppurnar Majed tekinn niður kirkjutröppurnar til brottflutnings úr landi.

Þegar klukkan sló fimm mættu lögreglumenn og starfsmenn Útlendingastofnunar á vettvang. Ali og Majed biðu á bak við altarið í kirkjunni. Séra Kristín Þórunn ræddi við fulltrúa lögreglu og reyndi að fá hann ofan af því að fjarlægja hælisleitendurna úr kirkjunni. Fulltrúinn hrósaði henni og viðstöddum fyrir framtakið, en kvaðst þurfa að vinna vinnuna sína. Hann vatt sér upp að Ali og Majed, horfði stíft í augun á þeim síðarnefnda, þeim eldri, og bauð þeim að koma með sér. Þeir véku sér undan augnsambandi. Við svo búið leit fulltrúinn til lögreglumannanna sem fylgdu honum og kinkaði kolli orðalaust í áttina að Ali og Majed. Þannig táknaði hann fyrirskipun um valdbeitingu.

Ali og Majed voru dregnir út með valdi eftir kirkjugólfinu, sama gólf og gengið er eftir þegar pör gifta sig, og sama gólf og gengið er eftir þegar látnir eru bornir til grafar.

Við kirkjutröppurnar tóku tveir lögreglumannanna sér stöðu og handjárnuðu Ali. Þegar vinur hans beygði sig yfir hann og benti lögreglumönnunum á að Ali væri aðeins sextán ára gamall sló annar lögreglumannanna hann í andlitið. Þetta má sjá í meðfylgjandi myndbandi. Síðan ýttu lögreglumennirnir Ali niður kirkjutröppurnar í handjárnum og þrýstu honum inn í lögreglubíl þar sem hann brast í grát. 

 

Samtökin No Borders Iceland tjá sig um atburðinn í yfirlýsingu á Facebook:

 

Hópur sem kallar sig „Ekki fleiri brottvísanir“ tekur í sama streng:

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár