Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Þingmaðurinn Ólafur Þór sinnir læknisstörfum á ný vegna COVID-19

Sinn­ir verk­efn­um á Landa­koti með­fram þing­störf­um. Hafði sam­band við yf­ir­lækn­inn á sín­um gamla vinnu­stað á mánu­dag og var kom­inn til starfa dag­inn eft­ir.

Þingmaðurinn Ólafur Þór sinnir læknisstörfum á ný vegna COVID-19
Kominn í sloppinn Ólafur Þór segist ánægður með að geta komið að gagni. Mynd: Úr einkasafni

Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, hefur tekið til starfa sem læknir á Landakoti. Hann er þar á sínum gamla vinnustað en Ólafur Þór er líf- og öldrunarlæknir og starfaði sem slíkur áður en hann var kjörinn á þing, meðal annars á Landkoti, og segir hann að það auðveldi mjög að hefja aftur læknastörf þar eð hann þekki þar hverja þúfu.

„Ég skráði mig í bakvarðarsveitina. Núna þegar ekki eru reglubundnir þingfundir þá get ég skotist hingað upp á Landkot og sinnt afmörkuðum verkefnum þar. Það er voða gaman og gott að geta hjálpað til,“ segir Ólafur Þór. Þau verkefni sem hann sinni tengist COVID-19 faraldrinum en séu þó þess eðlis að hann sé ekki í beinum samskiptum við sjúklinga. 

Sinnir læknastörfum meðfram þingmennsku

„Ég hringdi í yfirlækninn hér á mánudaginn og spurði hvort þau gætu eitthvað notað mig og það varð svo úr að ég koma hingað til í þessi verkefni og það verður vonandi til þess að létta á þeim sem hér starfa,“ segir Ólafur Þór enn fremur.

Ólafur Þór sinnir sínum störfum á Alþingi áfram og segir að þau gangi fyrir en hann nýti þann tíma sem gefist til að hjálpa til uppi á Landakoti. „Það er þingfundur á morgun sem ég þarf að sinna en þau verkefni sem ég hef tekið að mér hér eru þess eðlis að ég get þarf ekki að vera við þau í samfellu. Svo veit maður ekki hvernig þetta þróast, það fer allt eftir því hvernig þróun faraldursins verður.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár