Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Þingmaðurinn Ólafur Þór sinnir læknisstörfum á ný vegna COVID-19

Sinn­ir verk­efn­um á Landa­koti með­fram þing­störf­um. Hafði sam­band við yf­ir­lækn­inn á sín­um gamla vinnu­stað á mánu­dag og var kom­inn til starfa dag­inn eft­ir.

Þingmaðurinn Ólafur Þór sinnir læknisstörfum á ný vegna COVID-19
Kominn í sloppinn Ólafur Þór segist ánægður með að geta komið að gagni. Mynd: Úr einkasafni

Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, hefur tekið til starfa sem læknir á Landakoti. Hann er þar á sínum gamla vinnustað en Ólafur Þór er líf- og öldrunarlæknir og starfaði sem slíkur áður en hann var kjörinn á þing, meðal annars á Landkoti, og segir hann að það auðveldi mjög að hefja aftur læknastörf þar eð hann þekki þar hverja þúfu.

„Ég skráði mig í bakvarðarsveitina. Núna þegar ekki eru reglubundnir þingfundir þá get ég skotist hingað upp á Landkot og sinnt afmörkuðum verkefnum þar. Það er voða gaman og gott að geta hjálpað til,“ segir Ólafur Þór. Þau verkefni sem hann sinni tengist COVID-19 faraldrinum en séu þó þess eðlis að hann sé ekki í beinum samskiptum við sjúklinga. 

Sinnir læknastörfum meðfram þingmennsku

„Ég hringdi í yfirlækninn hér á mánudaginn og spurði hvort þau gætu eitthvað notað mig og það varð svo úr að ég koma hingað til í þessi verkefni og það verður vonandi til þess að létta á þeim sem hér starfa,“ segir Ólafur Þór enn fremur.

Ólafur Þór sinnir sínum störfum á Alþingi áfram og segir að þau gangi fyrir en hann nýti þann tíma sem gefist til að hjálpa til uppi á Landakoti. „Það er þingfundur á morgun sem ég þarf að sinna en þau verkefni sem ég hef tekið að mér hér eru þess eðlis að ég get þarf ekki að vera við þau í samfellu. Svo veit maður ekki hvernig þetta þróast, það fer allt eftir því hvernig þróun faraldursins verður.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár