Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Þingmaðurinn Ólafur Þór sinnir læknisstörfum á ný vegna COVID-19

Sinn­ir verk­efn­um á Landa­koti með­fram þing­störf­um. Hafði sam­band við yf­ir­lækn­inn á sín­um gamla vinnu­stað á mánu­dag og var kom­inn til starfa dag­inn eft­ir.

Þingmaðurinn Ólafur Þór sinnir læknisstörfum á ný vegna COVID-19
Kominn í sloppinn Ólafur Þór segist ánægður með að geta komið að gagni. Mynd: Úr einkasafni

Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, hefur tekið til starfa sem læknir á Landakoti. Hann er þar á sínum gamla vinnustað en Ólafur Þór er líf- og öldrunarlæknir og starfaði sem slíkur áður en hann var kjörinn á þing, meðal annars á Landkoti, og segir hann að það auðveldi mjög að hefja aftur læknastörf þar eð hann þekki þar hverja þúfu.

„Ég skráði mig í bakvarðarsveitina. Núna þegar ekki eru reglubundnir þingfundir þá get ég skotist hingað upp á Landkot og sinnt afmörkuðum verkefnum þar. Það er voða gaman og gott að geta hjálpað til,“ segir Ólafur Þór. Þau verkefni sem hann sinni tengist COVID-19 faraldrinum en séu þó þess eðlis að hann sé ekki í beinum samskiptum við sjúklinga. 

Sinnir læknastörfum meðfram þingmennsku

„Ég hringdi í yfirlækninn hér á mánudaginn og spurði hvort þau gætu eitthvað notað mig og það varð svo úr að ég koma hingað til í þessi verkefni og það verður vonandi til þess að létta á þeim sem hér starfa,“ segir Ólafur Þór enn fremur.

Ólafur Þór sinnir sínum störfum á Alþingi áfram og segir að þau gangi fyrir en hann nýti þann tíma sem gefist til að hjálpa til uppi á Landakoti. „Það er þingfundur á morgun sem ég þarf að sinna en þau verkefni sem ég hef tekið að mér hér eru þess eðlis að ég get þarf ekki að vera við þau í samfellu. Svo veit maður ekki hvernig þetta þróast, það fer allt eftir því hvernig þróun faraldursins verður.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár