Það er vel þekkt hjá mannfólki að konur lifa að meðaltali lengur en karlar. Ný rannsókn staðfestir að það sama á við hjá fjölda spendýrategunda en óljóst er hvað veldur.
Konur lifa lengur er karlar
Á Íslandi var meðalævilengd karla 81 ár árið 2018 á meðan hún var 84,1 ár hjá konum, að því er kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Svipaða sögu er að segja víðs vegar um hnöttinn. Að meðaltali lifa konur nefnilega marktækt lengur en karlar.
Að meðaltali lifa konur sex til átta árum lengur en karlar. Þar að auki eru níu af hverjum tíu einstaklingum sem ná 110 ára aldri konur.
Rannsóknarhópur sem samanstóð af vísindamönnum við University of Lyon í Frakklandi, University of Turku í Finnlandi, University of Bath háskóla á Bretlandi, auk fleiri, birti nýverið grein í tímaritinu Proceeding of the National Academy of Sciences sem fjallaði um rannsóknir þeirra á samanburði á ævilengd …
Athugasemdir