Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fjársterkar útgerðir fá einnig skattaívilnanir eftir breytingar Alþingis

Frum­varp­ið um að­gerð­ir til að bregð­ast við Covid-far­aldr­in­um breytt­ist í með­för­um Al­þing­is, Orða­lag í lög­un­um fel­ur það í sér að fjár­sterk fyr­ir­tæki sem verða fyr­ir tekju­falli geta einnig feng­ið frest á skatt­greiðsl­um jafn­vel þó þau eigi mik­ið fé. Sam­tök at­vinnu­lífs­ins sendu með­al ann­ars um­sögn þar sem bent var á að sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki ættu að geta nýtt sér úr­ræð­in.

Fjársterkar útgerðir fá einnig skattaívilnanir eftir breytingar Alþingis
Átti ekki við tiltekin fyrirtæki Halldór Benjamín Þorbergsson segir að umsögn Samtaka atvinnulífsins hafi ekki átt við um tiltekin sjávarútvegsfyrirtæki sem veiða uppsjávarfisk. Mynd: sa.is

Samtök atvinnulífsins (SA) telja mikilvægt að sjávarútvegsfyrirtæki sem veiða uppsjávarfisk eigi möguleika á því að fresta skattgreiðslum sínum tímabundið vegna tekjufalls sem þau verða fyrir vegna Covid-faraldursins. Þetta kemur fram í umsögn Samtaka atvinnulífsins um frumvarp ríkisstjórnarinnar þar sem gerðar eru lagabreytingar á ýmsum sviðum til að bregðast við efnahagslegum afleiðingum Covid-faraldursins. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Halldór Benjamín Þorbergsson, er skrifaður fyrir umsögn hagsmunasamtakanna. 

Frumvarp ríkisstjórnarinnar varð að lögum í gær

Samtök atvinnulífsins eru hagsmunasamtök fyrirtækja á Íslandi og eru Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) meðal annars ein af aðildarsamtökum þeirra. Samtök fyrirtækja í sjávaútvegi skiluðu einnig inn umsögn um Covid-frumvarpið þar sem fram kemur að sjávarútvegsfyrirtæki eigi að fá frest til að greiða veiðgjöldin út af faraldrinum. Í umsögninni segir: „Því fara samtökin þess á leit við nefndina að gerðar verði breytingar á frumvarpinu þess efnis að frestun á greiðslu veiðigjalda verði sömuleiðis að veruleika við þessar aðstæður, líkt og raunin er um aðra skatta og gjöld samkvæmt þessu frumvarpi.“

Beiðnir samtakanna tveggja snúast því bæði um að fresta sköttum og veiðgjöldum í sjávarútveginum. 

„Við höfðum engin sérstök fyrirtæki í huga"

Halldór: Höfum engin sérstök fyrirtæki í huga

Í umsögninni segir orðrétt: „Innan vébanda SA eru ýmis fyrirtæki sem eru háð miklum árstíðarsveiflum í rekstri sínum. Þannig má nefna minni ferðaþjónustufyrirtæki, t.d. úti á landi þar sem starfsemi liggur niðri hluta ársins, og sjávarútvegsfyrirtæki sem einkum stunda veiðar á uppsjávarfiski.“

Aðspurður um hvaða sjávarútvegsfyrirtæki sem veiða uppsjávarfisk Samtök atvinnulífsins hafi átt við í umsögninni segir Halldór Benjamín að samtökin hafi ekki verið að hugsa um nein sérstök fyrirtæki. „Við gerð umsagnarinnar vorum við fyrst og fremst að meta hvort að lagbreytingarnar myndu ná til allra þeirra fyrirtæja sem eru að lenda í tímabundnum vanda vegna heimsfaraldursins. Hvað þessa tilteknu grein varðar á mat á því hvort að um tímabundna rekstrarerfiðleika er að ræða að fara eftir samanburði á tilteknu tímabili í fyrra. Við höfðum áhyggjur af því greinin myndi e.t.v. ekki ná vel til fyrirtækja þar sem miklar árstíðarsveiflur eru í rekstrinum. Við höfðum engin sérstök fyrirtæki í huga og nefndum hótel sem lokuð eru hluta ársins og fyrirtæki í veiðum á uppsjávarfiski sem dæmi um slík fyrirtæki. Við höfum engar upplýsingar um rekstur einstakra félagsmanna okkar.“ 

Úrræði sem átti ekki að eiga við um fjársterk fyrirtæki

Miðað við frumvarp ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að bregðast við Covid-faraldrinum átti úrræðið um frestun skattgreiðslna hins vegar eingöngu við um fyrirtæki sem lenda í rekstrarerfiðleikum vegna tekjufalls . Þetta úrræði átti ekki að eiga við um fyrirtæki sem eru það fjársterk að þau eiga „nægt eigið fé til að sækja sér lánafyrirgreiðslu á almennum markaði eða á nægt handbært fé til að standa straum af útgjöldum til rekstrar þegar þau falla í gjalddaga“ eins og stendur í frumvarpinu þegar það var kynnt fyrr í mars. 

Fjölmörg af þeim sjávarútvegsfyrirtækjum sem stunda miklar veiðar á uppsjávarfiski eru feiknalega vel stödd fjárhagslega eftir það mörg góð rekstrarár, meðal annars vegna veiða á makríl í íslenskri fiskveiðilögsögu. Meðal annars má nefna Ísfélag Vestmannaeyja, HB Granda, Síldarvinnsluna og Samherja sem dæmi um félög sem hafa hagnast vel á makrílveiðum á liðnum árum. Þessi fyrirtæki hafa fengið úthlutað makrílkvóta á grundvelli veiðireynslu síðustu 10 ára og hefur rekstur þeirra verið í miklum blóma síðastliðin ár. Til að mynda hefur Samherjasamstæðan hagnast um ríflega 110 milljarða á 8 árum. 

Ákvæðinu breytt í meðförum þingsins

Í lögunum sem samþykkt voru á Alþingi breyttist orðalagið um þetta atriði talsvert, varð bæði styttra og eins ekki eins útilokandi fyrir fjársterk fyrirtæki. Málsgreinin um að fjársterk fyrirtæki gætu ekki nýtt sér úrræðið féll í burtu: „Ekki er um rekstrarörðugleika að ræða, þótt tekjufall komi til, ef launagreiðandi á nægt eigið fé til að sækja sér lánafyrirgreiðslu á almennum markaði eða á nægt handbært fé til að standa straum af útgjöldum til rekstrar þegar þau falla í gjalddaga“

Breytingin felur það í sér að „verulegir rekstrarörðugleikar“ eru nú alfarið skilgreindir út frá tekjum og veltu en ekki einnig út frá eiginfjárstöðu og almennum fjárhagslegum styrk, þrátt fyrir tímabundið tekjufall. 

Sökum þessara breytinga geta fleiri fyrirtæki, og líka þau fjársterkari, nýtt sér úrræðin í lögunum vegna Covid-faraldursins. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár