Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fjársterkar útgerðir fá einnig skattaívilnanir eftir breytingar Alþingis

Frum­varp­ið um að­gerð­ir til að bregð­ast við Covid-far­aldr­in­um breytt­ist í með­för­um Al­þing­is, Orða­lag í lög­un­um fel­ur það í sér að fjár­sterk fyr­ir­tæki sem verða fyr­ir tekju­falli geta einnig feng­ið frest á skatt­greiðsl­um jafn­vel þó þau eigi mik­ið fé. Sam­tök at­vinnu­lífs­ins sendu með­al ann­ars um­sögn þar sem bent var á að sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki ættu að geta nýtt sér úr­ræð­in.

Fjársterkar útgerðir fá einnig skattaívilnanir eftir breytingar Alþingis
Átti ekki við tiltekin fyrirtæki Halldór Benjamín Þorbergsson segir að umsögn Samtaka atvinnulífsins hafi ekki átt við um tiltekin sjávarútvegsfyrirtæki sem veiða uppsjávarfisk. Mynd: sa.is

Samtök atvinnulífsins (SA) telja mikilvægt að sjávarútvegsfyrirtæki sem veiða uppsjávarfisk eigi möguleika á því að fresta skattgreiðslum sínum tímabundið vegna tekjufalls sem þau verða fyrir vegna Covid-faraldursins. Þetta kemur fram í umsögn Samtaka atvinnulífsins um frumvarp ríkisstjórnarinnar þar sem gerðar eru lagabreytingar á ýmsum sviðum til að bregðast við efnahagslegum afleiðingum Covid-faraldursins. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Halldór Benjamín Þorbergsson, er skrifaður fyrir umsögn hagsmunasamtakanna. 

Frumvarp ríkisstjórnarinnar varð að lögum í gær

Samtök atvinnulífsins eru hagsmunasamtök fyrirtækja á Íslandi og eru Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) meðal annars ein af aðildarsamtökum þeirra. Samtök fyrirtækja í sjávaútvegi skiluðu einnig inn umsögn um Covid-frumvarpið þar sem fram kemur að sjávarútvegsfyrirtæki eigi að fá frest til að greiða veiðgjöldin út af faraldrinum. Í umsögninni segir: „Því fara samtökin þess á leit við nefndina að gerðar verði breytingar á frumvarpinu þess efnis að frestun á greiðslu veiðigjalda verði sömuleiðis að veruleika við þessar aðstæður, líkt og raunin er um aðra skatta og gjöld samkvæmt þessu frumvarpi.“

Beiðnir samtakanna tveggja snúast því bæði um að fresta sköttum og veiðgjöldum í sjávarútveginum. 

„Við höfðum engin sérstök fyrirtæki í huga"

Halldór: Höfum engin sérstök fyrirtæki í huga

Í umsögninni segir orðrétt: „Innan vébanda SA eru ýmis fyrirtæki sem eru háð miklum árstíðarsveiflum í rekstri sínum. Þannig má nefna minni ferðaþjónustufyrirtæki, t.d. úti á landi þar sem starfsemi liggur niðri hluta ársins, og sjávarútvegsfyrirtæki sem einkum stunda veiðar á uppsjávarfiski.“

Aðspurður um hvaða sjávarútvegsfyrirtæki sem veiða uppsjávarfisk Samtök atvinnulífsins hafi átt við í umsögninni segir Halldór Benjamín að samtökin hafi ekki verið að hugsa um nein sérstök fyrirtæki. „Við gerð umsagnarinnar vorum við fyrst og fremst að meta hvort að lagbreytingarnar myndu ná til allra þeirra fyrirtæja sem eru að lenda í tímabundnum vanda vegna heimsfaraldursins. Hvað þessa tilteknu grein varðar á mat á því hvort að um tímabundna rekstrarerfiðleika er að ræða að fara eftir samanburði á tilteknu tímabili í fyrra. Við höfðum áhyggjur af því greinin myndi e.t.v. ekki ná vel til fyrirtækja þar sem miklar árstíðarsveiflur eru í rekstrinum. Við höfðum engin sérstök fyrirtæki í huga og nefndum hótel sem lokuð eru hluta ársins og fyrirtæki í veiðum á uppsjávarfiski sem dæmi um slík fyrirtæki. Við höfum engar upplýsingar um rekstur einstakra félagsmanna okkar.“ 

Úrræði sem átti ekki að eiga við um fjársterk fyrirtæki

Miðað við frumvarp ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að bregðast við Covid-faraldrinum átti úrræðið um frestun skattgreiðslna hins vegar eingöngu við um fyrirtæki sem lenda í rekstrarerfiðleikum vegna tekjufalls . Þetta úrræði átti ekki að eiga við um fyrirtæki sem eru það fjársterk að þau eiga „nægt eigið fé til að sækja sér lánafyrirgreiðslu á almennum markaði eða á nægt handbært fé til að standa straum af útgjöldum til rekstrar þegar þau falla í gjalddaga“ eins og stendur í frumvarpinu þegar það var kynnt fyrr í mars. 

Fjölmörg af þeim sjávarútvegsfyrirtækjum sem stunda miklar veiðar á uppsjávarfiski eru feiknalega vel stödd fjárhagslega eftir það mörg góð rekstrarár, meðal annars vegna veiða á makríl í íslenskri fiskveiðilögsögu. Meðal annars má nefna Ísfélag Vestmannaeyja, HB Granda, Síldarvinnsluna og Samherja sem dæmi um félög sem hafa hagnast vel á makrílveiðum á liðnum árum. Þessi fyrirtæki hafa fengið úthlutað makrílkvóta á grundvelli veiðireynslu síðustu 10 ára og hefur rekstur þeirra verið í miklum blóma síðastliðin ár. Til að mynda hefur Samherjasamstæðan hagnast um ríflega 110 milljarða á 8 árum. 

Ákvæðinu breytt í meðförum þingsins

Í lögunum sem samþykkt voru á Alþingi breyttist orðalagið um þetta atriði talsvert, varð bæði styttra og eins ekki eins útilokandi fyrir fjársterk fyrirtæki. Málsgreinin um að fjársterk fyrirtæki gætu ekki nýtt sér úrræðið féll í burtu: „Ekki er um rekstrarörðugleika að ræða, þótt tekjufall komi til, ef launagreiðandi á nægt eigið fé til að sækja sér lánafyrirgreiðslu á almennum markaði eða á nægt handbært fé til að standa straum af útgjöldum til rekstrar þegar þau falla í gjalddaga“

Breytingin felur það í sér að „verulegir rekstrarörðugleikar“ eru nú alfarið skilgreindir út frá tekjum og veltu en ekki einnig út frá eiginfjárstöðu og almennum fjárhagslegum styrk, þrátt fyrir tímabundið tekjufall. 

Sökum þessara breytinga geta fleiri fyrirtæki, og líka þau fjársterkari, nýtt sér úrræðin í lögunum vegna Covid-faraldursins. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu