Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Bláa lónið fær ríkisaðstoð eftir 12 milljarða arðgreiðslur: Dugir fyrir launum í tæp tvö ár

Upp­safn­að­ar arð­greiðsl­ur Bláa lóns­ins frá 2012 til 2019 nema rúm­lega 12.3 millj­örð­um króna. Fé­lag­ið var með eig­ið fé upp 12.4 millj­arða ár­ið 2018 en er eitt hið fyrsta sem nýt­ir sér hluta­bóta­leið rík­is­stjórn­ar­inn­ar þar sem rík­ið greið­ir 75 pró­sent launa 400 starfs­manna Bláa lóns­ins næstu mán­uði.

Bláa lónið fær ríkisaðstoð eftir 12 milljarða arðgreiðslur: Dugir fyrir launum í tæp tvö ár
Millljarður í arð Á síðastliðnum þremur árum hefur eignarhaldsfélag Gríms Sæmundsen, forstjóra og stærsta hluthafa Bláa lónsins, sem hann notar til að halda utan um eignarhlutinn greitt honum 1 milljarða króna í arð. Mynd: Kristinn Magnússon

Hluthafar Bláa lónsins hafa greitt sér út rúmlega 12,3 milljarða króna arð frá árinu 2012 en leita nú á náðir ríkisins eftir greiðslu á hluta af launum 400 starfsmanna sinna í kjölfar útbreiðslu Covid-19.

Tólf milljarða arðgreiðslur hluthafanna myndu nægja til að greiða óskert laun alllra starfsmanna Bláa lónsins í tvö ár miðað við heildarlaunagreiðslur fyrirtækisins árið 2018. Ársreikningur fyrir 2019 liggur ekki fyrir. 

Árið 2018 ár greiddi Bláa lónið laun upp á tæplega 6,2 milljarða króna og var hagnaður fyrirtækisins 3,7 milljarðar króna þetta. Eigið fé Bláa lónsins - eignir mínus skuldir - var 12,4 milljarðar þetta ár og  eignfjárhlutfall fyrirtækisins var 56 prósent. 

Hæsta arðgreiðslan

Hæsta arðgreiðslan í rekstrarsögu Bláa lónsins var greidd í fyrra vegna ársins 2018, rúmlega 4,1 milljarður króna, upphæð sem var 400 milljónum krónum hærri en hagnaðurinn árið á undan. Arðgreiðslan 2017 nam rúmlega tveimur milljörðum, 2016 var greiddur út tæplega 1.600 milljóna króna arður og 2015 var arðurinn rúmlega 1.330 milljónir króna.

Viðskiptavinir Bláa lónsins eru ferðamenn að 98 prósent leyti. Vegna útbreiðslu Covid hafa flugsamgöngur til og frá Íslandi nær alfarið dottið niður og þar með koma erlendra ferðamanna til landsins. Vegna þessa hrynja rekstrarforsendur Bláa lónsins í kjölfar COVID-19 faraldursins. 

Grímur: „Þungbær en óhjákvæmileg aðgerð“

Íslenska ríkið mun í kjölfar þessarar háu arðgreiðslu nú greiða 75 prósent af launum 400 starfsmanna Bláa lónsins næstu mánuði á móti 25 prósenta hlut eigenda fyrirtækisins. Fyrirtækið var með 764 starfsmenn í vinnu fyrir útbreiðslu Covid en sagði 164 upp fyrir nokkrum dögum og greindi svo frá því fyrir helgi að 400 starfsmenn myndu fara á hlutabæturnar sem íslenska ríkið greiðir. 

Tilkynning Bláa lónsins vakti athygli þar sem fyrirtækið var með henni eitt það fyrsta sem sagðist ætla að nýta sér hlutabótaleið ríkisstjórnarinnar í kjölfar heimsfaraldursins þrátt fyrir að vera eitt besta stadda fyrirtækið í íslenskri ferðaþjónustu. Hlutabótaleiðin er aðferð til að minnka höggið af efnahagskreppunni vegna COVID-19 faraldursins, bæði fyrir fyrirtæki í rekstri eins og ferðaþjónustu sem verða fyrir miklum búsifjum, og eins til að vernda hag starfsfólksins sem um ræðir með því að gera því kleift að halda vinnunni í gegnum þetta samspil ríkisins og einkafyrirtækja.

Tekið skal fram að fyrirtækið lokaði Bláa lóninu og öðrum rekstrareiningum sínum þann 23. mars og hefur því engar tekjur um þessar mundir. Fyrirtækið er því í erfiðri stöðu eins og öll önnur fyrirtæki í ferðaþjónustu. En ef það er eittthvert fyrirtæki í ferðaþjónustu sem ætti að geta lifað af þessi harðindi þá er það Bláa lónið vegna þess að rekstur þess hefur verið nær fordæmalaus síðastliðin ár. Fyrirtækið á eigið fé upp á 12 milljarða króna þó skrúfast hafi snögglega fyrir tekjustreymið.

Í tilkynningu til starfsmanna Blá lónsins um uppsagnirnar og rekstarstöðu Bláa lónsins þann 26. mars sagði Grímur Sæmundsen, forstjóri og stærsti hluthafinn: „Aðgerðin er okk­ur þung­bær en óhjá­kvæmi­leg í ljósi aðstæðna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hlutabótaleiðin

Guðlaugur Þór hefur vikið af ríkisstjórnarfundum vegna umfjöllunar um hagsmunatengsl við Bláa Lónið
Fréttir

Guð­laug­ur Þór hef­ur vik­ið af rík­is­stjórn­ar­fund­um vegna um­fjöll­un­ar um hags­muna­tengsl við Bláa Lón­ið

Ut­an­rík­is­ráð­herra er eini ráð­herr­ann sem hef­ur vik­ið af rík­is­stjórn­ar­fund­um vegna um­ræðna um efna­hags­að­gerð­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar vegna Covid-19. Fjöl­skylda Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra á einnig ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki sem hef­ur nýtt sér úr­ræði stjórn­valda vegna Covid-19.
Matvælafyrirtæki með eignarhaldi í skattaskjóli nýtti hlutabótaleiðina
FréttirHlutabótaleiðin

Mat­væla­fyr­ir­tæki með eign­ar­haldi í skatta­skjóli nýtti hluta­bóta­leið­ina

Mat­væla­fyr­ir­tæki­ið Mata, sem er eígu eign­ar­halds­fé­lags­fé­lags á lág­skatta­svæð­inu Möltu sem sagt er hafa öll ein­kenni skatta­skjóls, setti 20 starfs­menn á hluta­bóta­leið­ina. Fram­kvæmda­stjór­inn, Eggert Árni Gísla­son vill ekki ræða um eign­ar­hald­ið á Möltu en seg­ir að eng­in skil­yrði vegna eign­ar­halds hafi ver­ið á notk­un hluta­bóta­leið­ar­inn­ar.
Einkarekið lækningafyrirtæki nýtti hlutabótaleiðina eftir 450 milljóna arðgreiðslur
FréttirHlutabótaleiðin

Einka­rek­ið lækn­inga­fyr­ir­tæki nýtti hluta­bóta­leið­ina eft­ir 450 millj­óna arð­greiðsl­ur

Tekj­ur rönt­gen­lækna­fyr­ir­tæk­is­ins Ís­lenskr­ar mynd­grein­ing­ar dróg­ust nær al­veg sam­an í apríl í miðj­um COVID-19 far­aldr­in­um. Fram­kvæmda­stjór­inn seg­ir að tekju­fall og flutn­ing­ar hafi gert það að verk­um að fé­lag­ið hafi neyðst til að fara hluta­bóta­leið­ina. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur ver­ið of­ar­lega á lista yf­ir arð­söm­ustu fyr­ir­tæki lands­ins hjá Cred­it In­fo.
Hótelkeðja fjölskyldu Hreiðars Más sem fjármögnuð var úr skattaskjóli nýtir hlutabótaleiðina
FréttirHlutabótaleiðin

Hót­elkeðja fjöl­skyldu Hreið­ars Más sem fjár­mögn­uð var úr skatta­skjóli nýt­ir hluta­bóta­leið­ina

Hót­elkeðj­an Gisti­ver ehf. nýt­ir hluta­bóta­leið­ina eins og mörg önn­ur hót­el á Ís­landi hafa gert í kjöl­far COVID-19. Hreið­ar Már Sig­urðs­son og Anna Lísa Sig­ur­jóns­dótt­ir eiga hót­elkeðj­una og var hún fjár­mögn­uð í gegn­um Lúx­em­borg og Tor­tóla. Sjóð­ur Stefn­is hýsti eign­ar­hald­ið en þess­um sjóði hef­ur nú ver­ið slit­ið.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
5
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár