Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Dómsmálaráðherra: Ástandið sýni að þörf sé fyrir netverslun með áfengi

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­mála­ráð­herra bregst við um­ræð­um um áfeng­is­sölu á tím­um COVID-19 veirunn­ar á Twitter. Frum­varp þess efn­is frá ráð­herr­an­um hef­ur ver­ið kynnt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda.

Dómsmálaráðherra: Ástandið sýni að þörf sé fyrir netverslun með áfengi
Segir þörf á netverslun með áfengi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra telur að nú á tímum kórónaveirufaraldurins, með samkomubanni og takmörkunum, væri þörf á löglegri vefverslun með áfengi. Mynd: xd.is

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra telur að nú á tímum samkomubanns vegna COVID-19 veirunnar væri þörf á löglegri netverslun með áfengi. Áslaug birtir þessa skoðun sína á Twitter. Ráðherra áformar einmitt að heimila slíka netverslun og hafa áform þess efnis verið kynnt í samráðsgátt stjórnvalda.

Áslaug Arna brást á Twitter við athugasemd Kristínar Soffíu Jónsdóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, sem nefndi í umræðum um á samfélagsmiðlinum að hún þekkti fólk sem að sendi öðru fólki léttvín heim. Áslaug Arna skrifaði: „Ef einhverntíman væri þörf fyrir löglega netverslun með áfengi.“

Í samráðsgátt stjórnvalda hafa verið kynnt áform dómsmálaráðherra um leggja fram frumvarp til breytinga á áfengislögum, sem feli meðal annars í sér að innlend vefverslun með áfengi verði heimil til neytenda í smásölu. Umsagnarferli málsins er lokið og má segja að sitt sýnist hverjum í hópi þeirra sem sendu umsögn vegna þess.

Í greinargerð frumvarpsins segir að það eigi að jafna stöðu erlendrar og innlendrar verslunar og heimila innlendum áfengsiframleiðendum smásölu. „Ráðgert er að í frumvarpinu verði heimilað að starfrækja innlenda vefverslun með áfengi í smásölu til neytenda. Frumvarpinu er ætlað að mæta sívaxandi kröfum neytenda um aukið valfrelsi. Þá er nauðsynlegt að jafna stöðu innlendrar verslunar við þá erlendu, en neytendum er, eins og fyrr segir, nú þegar heimilt að flytja inn áfengi til landsins til einkanota heim að dyrum, t.d. í gegnum erlendar vefverslanir með áfengi. Með skírskotun til jafnræðis fæst ekki staðist að mismuna innlendri verslun með þessum hætti. Einnig er í frumvarpinu gert ráð fyrir að mæta kröfum minni áfengisframleiðanda, sérstaklega á landsbyggðinni, um að heimilt verði, í tilteknum tilvikum, að selja áfengi í smásölu til neytenda. Felur það í sér að áfengisframleiðanda verði heimilt að selja á framleiðslustaðnum eigin framleiðslu í neytendaumbúðum, til neyslu annars staðar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár