Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Dómsmálaráðherra: Ástandið sýni að þörf sé fyrir netverslun með áfengi

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­mála­ráð­herra bregst við um­ræð­um um áfeng­is­sölu á tím­um COVID-19 veirunn­ar á Twitter. Frum­varp þess efn­is frá ráð­herr­an­um hef­ur ver­ið kynnt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda.

Dómsmálaráðherra: Ástandið sýni að þörf sé fyrir netverslun með áfengi
Segir þörf á netverslun með áfengi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra telur að nú á tímum kórónaveirufaraldurins, með samkomubanni og takmörkunum, væri þörf á löglegri vefverslun með áfengi. Mynd: xd.is

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra telur að nú á tímum samkomubanns vegna COVID-19 veirunnar væri þörf á löglegri netverslun með áfengi. Áslaug birtir þessa skoðun sína á Twitter. Ráðherra áformar einmitt að heimila slíka netverslun og hafa áform þess efnis verið kynnt í samráðsgátt stjórnvalda.

Áslaug Arna brást á Twitter við athugasemd Kristínar Soffíu Jónsdóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, sem nefndi í umræðum um á samfélagsmiðlinum að hún þekkti fólk sem að sendi öðru fólki léttvín heim. Áslaug Arna skrifaði: „Ef einhverntíman væri þörf fyrir löglega netverslun með áfengi.“

Í samráðsgátt stjórnvalda hafa verið kynnt áform dómsmálaráðherra um leggja fram frumvarp til breytinga á áfengislögum, sem feli meðal annars í sér að innlend vefverslun með áfengi verði heimil til neytenda í smásölu. Umsagnarferli málsins er lokið og má segja að sitt sýnist hverjum í hópi þeirra sem sendu umsögn vegna þess.

Í greinargerð frumvarpsins segir að það eigi að jafna stöðu erlendrar og innlendrar verslunar og heimila innlendum áfengsiframleiðendum smásölu. „Ráðgert er að í frumvarpinu verði heimilað að starfrækja innlenda vefverslun með áfengi í smásölu til neytenda. Frumvarpinu er ætlað að mæta sívaxandi kröfum neytenda um aukið valfrelsi. Þá er nauðsynlegt að jafna stöðu innlendrar verslunar við þá erlendu, en neytendum er, eins og fyrr segir, nú þegar heimilt að flytja inn áfengi til landsins til einkanota heim að dyrum, t.d. í gegnum erlendar vefverslanir með áfengi. Með skírskotun til jafnræðis fæst ekki staðist að mismuna innlendri verslun með þessum hætti. Einnig er í frumvarpinu gert ráð fyrir að mæta kröfum minni áfengisframleiðanda, sérstaklega á landsbyggðinni, um að heimilt verði, í tilteknum tilvikum, að selja áfengi í smásölu til neytenda. Felur það í sér að áfengisframleiðanda verði heimilt að selja á framleiðslustaðnum eigin framleiðslu í neytendaumbúðum, til neyslu annars staðar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár