Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Seðlabankinn dregur upp sviðsmyndir af áfallinu á Íslandi

Lands­fram­leiðsla dregst sam­an um tvö og hálft til fimm pró­sent, sam­kvæmt sviðs­mynd­um Seðla­bank­ans. „Pen­ing­arn­ir hverfa ekki,“ seg­ir Ás­geir Jóns­son seðla­banka­stjóri, sem spá­ir til­færslu á neyslu.

Á blaðamannafundinum í morgun Ásgeir Jónsson segir að sparnaður fólks í sóttkví og samkomubanni leiði ekki til þess að peningar hverfi.

Seðlabankinn hefur teiknað upp sviðsmyndir af áfallinu fyrir íslenskt efnahagslíf vegna COVID-19 faraldursins, sem sýnir allt að 5% samdrátt í landsframleiðslu, eða neikvæðan hagvöxt sem því nemur.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sló hins vegar bjartan tón á blaðamannafundi bankans í morgun.

Seðlabankinn telur sig ekki geta spáð fyrir um ástandið í núverandi aðstæðum. Þess í stað eru dregnar upp sviðsmyndir, sem ekki eru spár. „Þetta er í sjálfu sér ekki spá, það er bara verið að athuga hvernig áfallið kemur í gegn,“ sagði Ásgeir.

Allt að 7% atvinnuleysi á árinu

Í dekkri sviðsmyndinni er gert ráð fyrir að atvinnuleysi verði 7%, en ekki 4,2% eins og spáð hafði verið fyrir faraldurinn, en mildari sviðsmyndin sýnir 5,7% atvinnuleysi að meðaltali innan ársins. Í sviðsmyndinni er gert ráð fyrir að aðgerðir stjórnvalda við að halda fólki í vinnu beri árangur. Atvinnuleysi getur orðið töluvert meira en 7% innan ársins, þar sem talan er meðaltal fyrir árið.

Þá er gert ráð fyrir að verðbólga minnki um 0,4% frá fyrri spá, úr 1,9% í 1,5%, vegna lækkunar á verði hrávöru á heimsmarkaði og minni vexti launa.

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, skoraði á fólk að halda í vonina. „Þótt efnahagshorfur séu að versna verulega og þær séu dökkar, megum við ekki missa alla von. Þjóðarbúskapurinn mun ná sér aftur á strik þegar þessi óáran gengur yfir. Allar þessar sviðsmyndir sem við erum að skoða gera ráð fyrir að hagvöxtur muni verða ágætur aftur strax á næsta ári.“

Einkaneysla lækkar samkvæmt sviðsmyndunum um allt að 3,8% í stað þess að vaxa um 2,4%, eins og gert hafði verið ráð fyrir áður. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri gerir hins vegar ráð fyrir því að sparnaðurinn skili sér aftur með frestaðri neyslu.

Þjóðin sparar í sóttkví

Ásgeir sagði í morgun að peningarnir, sem fólk sparaði, hyrfu ekki.

„Við skulum hafa í huga að þegar í rauninni öll þjóðin er komin í sóttkví, að þeir peningar sem sparast þegar fólk hættir að fara út að borða, þegar fólk hættir að láta eftir sér, fara til útlanda eða eitthvað álíka, þeir hverfa ekki. Þeir sparast. Þetta er um færslu á neyslu að ræða.“

Hann taldi fyrirséð að hagvöxtur tæki við sér að nýju og að fólk myndi eyða þeim peningum sem það hefði sparað í sóttkví og samkomubanni.

„Ef það kemur einhver tími þar sem einhver getur ekki eytt peningum, peningarnir hverfa ekki, þeir koma aftur, inn í kerfið. Það er ekkert sem segir mér neitt annað en að fólk haldi áfram að ferðast, fólk haldi áfram að láta eftir sér, um leið og þetta er gengið yfir. Þannig að einhverju leyti, þótt það sé samdráttur núna, þá er þetta færsla á neyslu. Samdrátturinn núna kemur fram í auknum hagvexti aðeins síðar, þegar peningarnir fara aftur út í kerfið.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
3
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár