Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fólk geti sótt um minnkað starfshlutfall á vefnum

Unn­ur Sverr­is­dótt­ir, for­stjóri Vinnu­mála­stofn­un­ar, býst við fjölda um­sókna um úr­ræði stofn­un­ar­inn­ar um at­vinnu­leys­is­bæt­ur sam­hliða lækk­uðu starfs­hlut­falli.

Fólk geti sótt um minnkað starfshlutfall á vefnum
Unnur Sverrisdóttir Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar Mynd: Lögreglan

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar segir ómögulegt að segja til um hversu margir muni nýta úrræði stofnunarinnar um greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli. Þá sé erfitt að áætla kostnaðinn við úrræðið, hann fari að miklu leyti eftir því hversu lágt starfshlutfall fólks verður.

Samkvæmt nýjum lögum um rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli, vegna tímabundins mögulegs samdráttar í starfsemi vinnuveitenda vegna kórónaveirunnar, sem samþykkt var á Alþingi fyrir helgi, verða fólki með allt að 400.000 krónur í mánaðarlaun tryggðar fullar tekjur. Laun þeirra sem eru með hærri mánaðarlaun geta aldrei samanlagt numið hærri fjárhæð en 90% af meðaltali heildarlauna, miðað við þriggja mánaða tímabil áður en launamaður missti starf sitt að hluta. Úrræðið gildir til 1. júní en verður endurskoðað í maí. 

„Varlega áætlað gæti kostnaðurinn ef 5.000 manns nýta sér úrræðið orðið 3 milljarðar og hann gæti farið upp í 6,4 milljarða nýti 10.000 manns sér þetta,“ segir Unnur. „En það eru svo margar breytur sem hafa áhrif og ein sú stærsta er hversu lágt starfshutfall fólk fer í; eftir því sem það verður lægra eykst okkar kostnaður.“

„Við erum á fullu - það er stutta svarið“

Spurð hvernig stofnunin sé undirbúin til að takast á við þetta stóra verkefni svarar Unnur: „Við erum á fullu - það er stutta svarið. Allir leggjast á eitt, við höfum þurft að bæta við starfsfólki og sumarstarfsfólkið kemur eins snemma inn og það getur. Við búumst við því að fólk geti fljótlega sótt um minnkað starfshlutfall á vefnum og í framhaldinu.“

Öll þjónusta Vinnumálastofnunar fer nú fram rafrænt eða símleiðis. 

Icelandair tilkynnti í dag um uppsagnir 240 starfsmanna og um lækkað starfshlutfall um 92% starfsmanna sinna. Starfshlutfall allra þjónustuliða um borð í vélum félagsins verður lækkað í 25%, en fjöldi slíkra starfsmanna hjá félaginu skiptir hundruðum. Vinnumálastofnun mun greiða þann hluta launa þeirra sem upp á vantar upp að því marki sem lögin kveða á um. Unnur segist ekki hafa fengið fregnir af því að viðlíka stórir einstakir hópar muni nýta sér þetta úrræði, en ekki sé útilokað að svo verði.

„Fyrirtækin eru að skoða þetta hvert fyrir sig. Það er ekki ólíklegt að við förum að heyra frá starfsfólki í ferðaþjónustu og síðan frá fólki sem starfar á veitingastöðum og þjónustuaðilum sem eru að veita þjónustu í nánd, eins og til dæmis hárgreiðslufólki, nuddurum og fleirum.“

„Fólk áttar sig á því að þetta er tímabundið“

Hún segir að sú ákvörðun Icelandair að lækka starfshlutfall fólks tímabundið og leitast við að halda uppsögnum í lágmarki sé virðingarverð. „Ég held að allir séu ákveðnir í að horfa öðruvísi á stöðuna en gert var í hruninu. Fólk áttar sig á því að þetta er tímabundið og það virðist allt vera reynt til að viðhalda ráðningarsambandi við fólk sem er svo dýrmætt.“

Mikið samráð haft við Vinnumálastofnun

Unnur segir að mikið samráð hafi verið haft við Vinnumálastofnun við gerð lagafrumvarpsins. „Við vorum í nánu samstarfi við ráðherra við smíði frumvarpsins og ég held að það hefði varla verið hægt að gera þetta betur. Við þurfum ekki að meta bótarétt hvers og eins. Markmiðið með þessu úrræði er að viðhalda ráðningarsambandi. Þetta verður vonandi stutt. Það er mikilvægt að þekkingin haldist innan fyrirtækjanna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár