Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fólk geti sótt um minnkað starfshlutfall á vefnum

Unn­ur Sverr­is­dótt­ir, for­stjóri Vinnu­mála­stofn­un­ar, býst við fjölda um­sókna um úr­ræði stofn­un­ar­inn­ar um at­vinnu­leys­is­bæt­ur sam­hliða lækk­uðu starfs­hlut­falli.

Fólk geti sótt um minnkað starfshlutfall á vefnum
Unnur Sverrisdóttir Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar Mynd: Lögreglan

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar segir ómögulegt að segja til um hversu margir muni nýta úrræði stofnunarinnar um greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli. Þá sé erfitt að áætla kostnaðinn við úrræðið, hann fari að miklu leyti eftir því hversu lágt starfshlutfall fólks verður.

Samkvæmt nýjum lögum um rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli, vegna tímabundins mögulegs samdráttar í starfsemi vinnuveitenda vegna kórónaveirunnar, sem samþykkt var á Alþingi fyrir helgi, verða fólki með allt að 400.000 krónur í mánaðarlaun tryggðar fullar tekjur. Laun þeirra sem eru með hærri mánaðarlaun geta aldrei samanlagt numið hærri fjárhæð en 90% af meðaltali heildarlauna, miðað við þriggja mánaða tímabil áður en launamaður missti starf sitt að hluta. Úrræðið gildir til 1. júní en verður endurskoðað í maí. 

„Varlega áætlað gæti kostnaðurinn ef 5.000 manns nýta sér úrræðið orðið 3 milljarðar og hann gæti farið upp í 6,4 milljarða nýti 10.000 manns sér þetta,“ segir Unnur. „En það eru svo margar breytur sem hafa áhrif og ein sú stærsta er hversu lágt starfshutfall fólk fer í; eftir því sem það verður lægra eykst okkar kostnaður.“

„Við erum á fullu - það er stutta svarið“

Spurð hvernig stofnunin sé undirbúin til að takast á við þetta stóra verkefni svarar Unnur: „Við erum á fullu - það er stutta svarið. Allir leggjast á eitt, við höfum þurft að bæta við starfsfólki og sumarstarfsfólkið kemur eins snemma inn og það getur. Við búumst við því að fólk geti fljótlega sótt um minnkað starfshlutfall á vefnum og í framhaldinu.“

Öll þjónusta Vinnumálastofnunar fer nú fram rafrænt eða símleiðis. 

Icelandair tilkynnti í dag um uppsagnir 240 starfsmanna og um lækkað starfshlutfall um 92% starfsmanna sinna. Starfshlutfall allra þjónustuliða um borð í vélum félagsins verður lækkað í 25%, en fjöldi slíkra starfsmanna hjá félaginu skiptir hundruðum. Vinnumálastofnun mun greiða þann hluta launa þeirra sem upp á vantar upp að því marki sem lögin kveða á um. Unnur segist ekki hafa fengið fregnir af því að viðlíka stórir einstakir hópar muni nýta sér þetta úrræði, en ekki sé útilokað að svo verði.

„Fyrirtækin eru að skoða þetta hvert fyrir sig. Það er ekki ólíklegt að við förum að heyra frá starfsfólki í ferðaþjónustu og síðan frá fólki sem starfar á veitingastöðum og þjónustuaðilum sem eru að veita þjónustu í nánd, eins og til dæmis hárgreiðslufólki, nuddurum og fleirum.“

„Fólk áttar sig á því að þetta er tímabundið“

Hún segir að sú ákvörðun Icelandair að lækka starfshlutfall fólks tímabundið og leitast við að halda uppsögnum í lágmarki sé virðingarverð. „Ég held að allir séu ákveðnir í að horfa öðruvísi á stöðuna en gert var í hruninu. Fólk áttar sig á því að þetta er tímabundið og það virðist allt vera reynt til að viðhalda ráðningarsambandi við fólk sem er svo dýrmætt.“

Mikið samráð haft við Vinnumálastofnun

Unnur segir að mikið samráð hafi verið haft við Vinnumálastofnun við gerð lagafrumvarpsins. „Við vorum í nánu samstarfi við ráðherra við smíði frumvarpsins og ég held að það hefði varla verið hægt að gera þetta betur. Við þurfum ekki að meta bótarétt hvers og eins. Markmiðið með þessu úrræði er að viðhalda ráðningarsambandi. Þetta verður vonandi stutt. Það er mikilvægt að þekkingin haldist innan fyrirtækjanna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár