Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Forstjóri Icelandair: „Við verðum að geta farið að fljúga aftur í sumar“

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, seg­ir fyr­ir­tæk­ið geta ver­ið tekju­laust í ein­hverja mán­uði fram á sum­ar en þá verði að fara að koma inn tekj­ur. Að­gerð­irn­ar nú séu sárs­auka­full­ar en ekk­ert ann­að sé í stöð­unni.

Forstjóri Icelandair: „Við verðum að geta farið að fljúga aftur í sumar“
Sársaukafullt en ekker annað hægt Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að ráðast í sársaukafullar aðgerðir. Mynd: RÚV

Icelandair þolir að vera tekjulaust í einhverja mánuði og fram á sumar en þá verði að vera hægt að fara að fljúga aftur, eigi fyrirtækið að lifa af. Þetta segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í samtali við Stundina. Icelandair sendi í morgun frá sér tilkynningu um að 240 starfsmönnum yrði sagt upp störfum og að 92% starfsmanna þar myndu taka á sig skert starfshlutfall.  

Bogi segir að hluti þeirra 92 prósenta starfsmanna sem farið verði fram á að taka á sig skert starfshlutfall muni njóta úrræðis ríkisstjórnarinnar um mótframlag vegna slíkrar skerðingar. Það eigi til að mynda við um flugþjóna og flugliða, en eigi hins vegar ekki við um alla starfsmenn, til að mynda eigi það ekki við um flugmenn sem sumir hverjir hafi verið beðnir um að taka sér launalaust leyfi.

„Í venjulegu ári koma mjög margir áhafnarmeðlimir inn yfir sumartímann, bæði flugliðar og flugmenn. Þar var búið að skera mjög mikið niður í þeim hópi áður en þessar aðgerðir núna áttu sér stað og verður enn frekar nú. Flugfreyjur eru að fara í hlutastörf, og flugliðar, eða það var það sem var óskað eftir af okkar hálfu og það þurfa auðvitað allir að samþykkja það. Það er síðan óskað eftir því að flugmenn hjá fyrirtækinu taki á sig fimmtíu prósenta launaskerðingu næstu tvo mánuði. Varðandi uppsagnirnar þá eru þær bara víðs vegar í fyrirtækinu, í raun á öllum sviðum,“ segir Bogi.

„Stjórnendur munu allir taka á sig launaskerðingu“ 

Bogi segir jafnframt að allir muni taka á sig launalækkanir innan félagsins, stjórnendur jafnt sem aðrir. Það sé þó misjafnt hvernig það verði útfært. Óskað verður eftir því að 92 prósent starfsmanna annað hvort lækki laun sín um 50 prósent, eins og til dæmis flugmenn í tvo mánuði og munu þeir því ekki njóta hlutastarfaúrræða ríkisstjórnarinnar, og hins vegar muni aðrir starfsmenn fara í hlutastörf. „Stjórnendur munu allir taka á sig launaskerðingu þrátt fyrir mikið álag á ýmsum sviðum, það eru allir að taka á sig eitthvað.“

Bogi segir að aðgerðir þær sem ríkisstjórnin hefur kynnt til aðstoðar atvinnulífinu séu góð byrjun. „Við munum nýta okkur allt sem þar er. Við erum í mjög góðu sambandi við yfirvöld, við erum kerfislega mikilvægt fyrirtæki og því er mikilvægt að vera í góðum samskiptum.“  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár