Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Starfshlutfall lækkað í samráði við Flugfreyjufélagið: „Þökkum fyrir“

Guð­laug Lín­ey Jó­hanns­dótt­ir, starf­andi formað­ur Flug­freyju­fé­lags Ís­lands, seg­ist þakk­lát Icelanda­ir fyr­ir að hafa far­ið þá leið að lækka starfs­hlut­fall flug­freyja og -þjóna í stað þess að ráð­ast í upp­sagn­ir þeirra. Hún seg­ir að áþekk­ar leið­ir verði farn­ar hjá Air Ice­land Conn­ect.

Starfshlutfall lækkað í samráði við Flugfreyjufélagið: „Þökkum fyrir“
Guðlaug Líney Jóhannsdóttir Hún segir mikinn samhug vera meðal flugfreyja- og þjóna Icelandair.

Óvíst er hversu mikil launaskerðing flugfreyja og -þjóna Icelandair verður eftir að starfshlutfall þeirra fer niður í 25%. Þetta segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands. Hún segist þakklát Icelandair fyrir að hafa farið þessa leið, engar uppsagnir flugfreyja og -þjóna verði að svo stöddu. Hún segir að áþekkar leiðir verði farnar hjá Air Iceland Connect.

Samkvæmt frumvarpi um rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli, vegna tímabundins mögulegs samdráttar í starfsemi vinnuveitenda vegna kórónaveirunnar, sem samþykkt var á Alþingi fyrir helgi, verða fólki með allt að 400.000 krónur í mánaðarlaun tryggðar fullar tekjur. Laun þeirra sem eru með hærri mánaðarlaun geta aldrei samanlagt numið hærri fjárhæð en 90% af meðaltali heildarlauna, miðað við þriggja mánaða tímabil áður en launamaður missti starf sitt að hluta.

Mikill samhugur í stéttinni

„Við sem stéttarfélag þökkum fyrir þessa nýju leið sem er að gera félaginu kleift að draga úr uppsögnum, þær verða engar að svo stöddu,“  segir Guðlaug. „Það  verður einhver launaskerðing fyrr ákveðinn hóp, launatöflurnar okkar eru byggðar eftir starfsaldri. Öll laun þeirra, sem eru með 400.000 eða minna í föst mánaðarlaun, eru tryggð og ég held, svona fljótt á litið, að langflestir verði fyrir minna en 10% tekjuskerðingu. En það liggur ekki endanlega fyrir.“ 

„Við sem stéttarfélag þökkum fyrir þessa nýju leið sem er að gera félaginu kleift að draga úr uppsögnum“ 

Guðlaug segir mikinn samhug vera í stéttinni. „Það eru allir að leggjast á eitt, það er bara þannig. Auðvitað eru margir óöryggir og eiga eftir að átta sig á þessum breytingum  og það er meira en skiljanlegt. En fólk virðist almennt til í að leggja sitt af mörkum. Það var biðlað til hópsins um að taka launalaust leyfi og einhverjir völdu það af ýmsum ástæðum, en fjöldi þeirra liggur ekki fyrir.“ 

Hún segir að félagið hafi verið í nánu samstarfi við stjórnendur Icelandair um útfærslu þessara aðgerða. „Við höfum fundað sleitulaust með Icelandair allan tímann og höfum verið með í ráðum í gegnum allt ferlið.“  

Guðlaug segir að svipaðar aðgerðir séu fyrirhugaðar hjá Air Iceland Connect. Þar verði rafrænn upplýsingafundur fyrir starfsmenn haldinn klukkan 14 og líkt og hjá Icelandair verði engar uppsagnir í hópi flugfreyja -og þjóna. „Hugsanlega verður starfshlutfall fólks þar skert eitthvað minna,“ segir hún.

Segir aðgerðirnar nauðsynlegar

Í tilkynningu sem Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sendi starfsmönnum félagins núna í morgun segir að aðgerðirnar hafi verið nauðsynlegar. „Ég legg áherslu á að þessar aðgerðir eru nauðsynlegar til að tryggja framtíðarrekstur félagsins. Við höfum staðist ýmis konar áföll í gengum tíðina, hvort sem það hafa verið barátta við náttúruöflin, efnahagslægðir eða aðrir utanaaðkomandi þættir. Það hefur tekist með samstöðu og útsjónarsemi og síðast en ekki síst þeim einstaka baráttuanda og krafti sem svo sannarlega hefur sýnt sig undanfarna daga og vikur. Ég er stoltur og þakklátur að tilheyra þeirri öflugu liðsheild sem við myndum saman. Ég er sannfærður um að við munum komast í gegnum þessar krefjandi aðstæður og búa þannig í haginn að félagið geti gripið tækifæri á mörkuðum okkar þegar ástandið verður eðlilegt aftur,“  skrifaði Bogi Nils til starfsfólks.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Samsæriskenningasmiðir byrjaðir að smíða
7
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­inga­smið­ir byrj­að­ir að smíða

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
„Ég hef að góðu að hverfa aftur“
8
Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aft­ur“

Guð­mund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, laut í lægra haldi í bisk­ups­kjöri sem fram fór síðaslið­inn þriðju­dag. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist Guð­mund­ur ganga sátt­ur frá borði. Bisk­ups­kjör­ið hafi ver­ið ánægju­leg og lær­dóms­rík reynsla sem hann sé þakk­lát­ur fyr­ir. Hann seg­ist nú snúa sér aft­ur að sókn­ar­starf­inu í Linda­kirkju. Þar bíði hans mörg verk­efni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
4
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
6
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár