Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Mannlaust við Gullfoss

„Nú er góð­ur tími til að njóta þess sem þetta er: Nátt­úra,“ seg­ir starfs­mað­ur á Gull­fosskaffi.

Mannlaust við Gullfoss
Gullfoss um helgina Þar sem venjulega er fjöldi ferðamanna voru ýmist engir eða telja mátti þá á fingri annarrar handar.

„Það er enginn við fossinn,“ segir starfsmaður á Gullfosskaffi. Þegar rætt var við starfsmanninn um kaffileytið í dag, á sunnudegi, var ekki neinn ferðamaður á svæðinu.

„Það er enginn möguleiki á að neinn sé hérna. Það eru bara bílar starfsmanna á bílastæðinu.“

Ísland er smám saman að tæmast af ferðamönnum. Frá árinu 2017 hafa ekki verið færri en tvær milljónir ferðamanna á ári á Íslandi, eða sem nemur hátt í sex ferðamenn á hvern Íslending. Það er með hæsta hlutfalli ferðamanna af íbúafjölda í heiminum öllum.

Um helgina voru hins vegar fáir ferðamenn á ferli á helstu náttúruperlum. Á löngum tímabilum var enginn ferðamaður við Gullfoss. Á Geysissvæðinu mátti sjá um fimm til tíu manns hverju sinni.

„Nú er góður tími til að njóta þess sem þetta er: Náttúra.“

Strokkur um helginaNokkrir ferðamenn voru á svæðinu.
Enginn við GullfossMynd tekin í gær sýnir tómt útsýnissvæði þar sem áður komu jafnvel þúsundir á degi hverjum.

Samkvæmt svörum frá Gullfosskaffi hefur fækkað smátt og smátt eftir því sem ferðabönn hafa verið kynnt. „Kannski hafa komið um tuttugu á dag um helgina. Vanalega hafa verið á bilinu eitt til tvö þúsund manns hérna á hverjum degi. Núna er þetta mikið íslenskt fjölskyldufólk og einstaka ferðamenn á bílaleigubílum. Það koma engar rútur lengur,“ segir starfsmaður.

Hann segir að það sé ljós í myrkrinu, ekki síst fyrir Íslendinga sem vilja sjá landið sitt.

„Nú er góður tími til að njóta þess sem þetta er: Náttúra. Það er ekkert fólk hérna núna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár