Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Mannlaust við Gullfoss

„Nú er góð­ur tími til að njóta þess sem þetta er: Nátt­úra,“ seg­ir starfs­mað­ur á Gull­fosskaffi.

Mannlaust við Gullfoss
Gullfoss um helgina Þar sem venjulega er fjöldi ferðamanna voru ýmist engir eða telja mátti þá á fingri annarrar handar.

„Það er enginn við fossinn,“ segir starfsmaður á Gullfosskaffi. Þegar rætt var við starfsmanninn um kaffileytið í dag, á sunnudegi, var ekki neinn ferðamaður á svæðinu.

„Það er enginn möguleiki á að neinn sé hérna. Það eru bara bílar starfsmanna á bílastæðinu.“

Ísland er smám saman að tæmast af ferðamönnum. Frá árinu 2017 hafa ekki verið færri en tvær milljónir ferðamanna á ári á Íslandi, eða sem nemur hátt í sex ferðamenn á hvern Íslending. Það er með hæsta hlutfalli ferðamanna af íbúafjölda í heiminum öllum.

Um helgina voru hins vegar fáir ferðamenn á ferli á helstu náttúruperlum. Á löngum tímabilum var enginn ferðamaður við Gullfoss. Á Geysissvæðinu mátti sjá um fimm til tíu manns hverju sinni.

„Nú er góður tími til að njóta þess sem þetta er: Náttúra.“

Strokkur um helginaNokkrir ferðamenn voru á svæðinu.
Enginn við GullfossMynd tekin í gær sýnir tómt útsýnissvæði þar sem áður komu jafnvel þúsundir á degi hverjum.

Samkvæmt svörum frá Gullfosskaffi hefur fækkað smátt og smátt eftir því sem ferðabönn hafa verið kynnt. „Kannski hafa komið um tuttugu á dag um helgina. Vanalega hafa verið á bilinu eitt til tvö þúsund manns hérna á hverjum degi. Núna er þetta mikið íslenskt fjölskyldufólk og einstaka ferðamenn á bílaleigubílum. Það koma engar rútur lengur,“ segir starfsmaður.

Hann segir að það sé ljós í myrkrinu, ekki síst fyrir Íslendinga sem vilja sjá landið sitt.

„Nú er góður tími til að njóta þess sem þetta er: Náttúra. Það er ekkert fólk hérna núna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
6
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár