Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Mannlaust við Gullfoss

„Nú er góð­ur tími til að njóta þess sem þetta er: Nátt­úra,“ seg­ir starfs­mað­ur á Gull­fosskaffi.

Mannlaust við Gullfoss
Gullfoss um helgina Þar sem venjulega er fjöldi ferðamanna voru ýmist engir eða telja mátti þá á fingri annarrar handar.

„Það er enginn við fossinn,“ segir starfsmaður á Gullfosskaffi. Þegar rætt var við starfsmanninn um kaffileytið í dag, á sunnudegi, var ekki neinn ferðamaður á svæðinu.

„Það er enginn möguleiki á að neinn sé hérna. Það eru bara bílar starfsmanna á bílastæðinu.“

Ísland er smám saman að tæmast af ferðamönnum. Frá árinu 2017 hafa ekki verið færri en tvær milljónir ferðamanna á ári á Íslandi, eða sem nemur hátt í sex ferðamenn á hvern Íslending. Það er með hæsta hlutfalli ferðamanna af íbúafjölda í heiminum öllum.

Um helgina voru hins vegar fáir ferðamenn á ferli á helstu náttúruperlum. Á löngum tímabilum var enginn ferðamaður við Gullfoss. Á Geysissvæðinu mátti sjá um fimm til tíu manns hverju sinni.

„Nú er góður tími til að njóta þess sem þetta er: Náttúra.“

Strokkur um helginaNokkrir ferðamenn voru á svæðinu.
Enginn við GullfossMynd tekin í gær sýnir tómt útsýnissvæði þar sem áður komu jafnvel þúsundir á degi hverjum.

Samkvæmt svörum frá Gullfosskaffi hefur fækkað smátt og smátt eftir því sem ferðabönn hafa verið kynnt. „Kannski hafa komið um tuttugu á dag um helgina. Vanalega hafa verið á bilinu eitt til tvö þúsund manns hérna á hverjum degi. Núna er þetta mikið íslenskt fjölskyldufólk og einstaka ferðamenn á bílaleigubílum. Það koma engar rútur lengur,“ segir starfsmaður.

Hann segir að það sé ljós í myrkrinu, ekki síst fyrir Íslendinga sem vilja sjá landið sitt.

„Nú er góður tími til að njóta þess sem þetta er: Náttúra. Það er ekkert fólk hérna núna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár