„Maður dettur í einhver flóttaviðbrögð, þegar maður áttar sig á því að það er verið að loka landinu sem maður er staddur í.“ Þetta segir Urður Gunnarsdóttir, sérlegur aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, framkvæmdastjóra Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Höfuðstöðvar stofnunarinnar eru í Varsjá í Póllandi en pólsk yfirvöld tilkynntu 13. mars síðastliðinn að landinu yrði lokað tveimur sólarhringum síðar. Urður og Ingibjörg komust við illan leik frá Póllandi til Íslands í gegnum Kaupmannahöfn en hefðu ella orðið innlyksa í Varsjá um ófyrirséðan tíma.
Urður segir að sér sé létt yfir að vera komin heim til Íslands. „Við höfðum svo sem alveg séð í hvað stefndi, í meiri lokanir, en maður heldur alltaf að maður hafi meiri tíma en raun ber vitni. Ég var svo sem ekkert ein um þetta, margir af mínum kollegum í Varsjá, sem margir eru útlendingar, voru einnig að velta næstu skrefum fyrir sér. Við …
Athugasemdir