Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Flúði út úr Póllandi á síðustu stundu

Urð­ur Gunn­ars­dótt­ir og sam­starfs­kon­ur henn­ar hjá Lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­skrif­stofu ÖSE komust naum­lega hjá því að verða inn­lyksa í Var­sjá. Mik­il­vægt er að gæta að lýð­ræð­inu á með­an bar­ist er við COVID-19 veiruna.

Flúði út úr Póllandi á síðustu stundu
Hefur samviskubit Urður segir að það örli á samviskubiti hjá henni í garð þeirra sem búi ekki við sömu forréttindi og hún, að geta komist til Íslands. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Maður dettur í einhver flóttaviðbrögð, þegar maður áttar sig á því að það er verið að loka landinu sem maður er staddur í.“ Þetta segir Urður Gunnarsdóttir, sérlegur aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, framkvæmdastjóra Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Höfuðstöðvar stofnunarinnar eru í Varsjá í Póllandi en pólsk yfirvöld tilkynntu 13. mars síðastliðinn að landinu yrði lokað tveimur sólarhringum síðar. Urður og Ingibjörg komust við illan leik frá Póllandi til Íslands í gegnum Kaupmannahöfn en hefðu ella orðið innlyksa í Varsjá um ófyrirséðan tíma.

Urður segir að sér sé létt yfir að vera komin heim til Íslands. „Við höfðum svo sem alveg séð í hvað stefndi, í meiri lokanir, en maður heldur alltaf að maður hafi meiri tíma en raun ber vitni. Ég var svo sem ekkert ein um þetta, margir af mínum kollegum í Varsjá, sem margir eru útlendingar, voru einnig að velta næstu skrefum fyrir sér. Við …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár