Rósa Bragadóttir er ein þeirra sem átti uppdrögin að því að safna liði til að hjálpa matarþurfi meðan á samkomubanni stendur. Tekist hefur að fá björgunarsveitir til hjálpar og hafa frá og með deginum í dag um 1.200 manns beðið um hjálp.
Rósa hefur sjálf gengið í gegnum erfiðleika en lætur það ekki stöðva sig. Hún vann sem fréttaljósmyndari og vefhönnuður í nokkur ár. Hún veiktist fyrir nokkrum árum og gekk í gegnum fjölmargar aðgerðir. Veikindin gengu nærri henni og segist hún í dag vera með áfallastreituröskun vegna álagsins á þessum tíma.
„Ég hef auk þess glímt við þunglyndi og kvíða í gegnum tíðina og hef nokkrum sinnum flosnað upp úr störfum vegna þess og er ég núna að vinna í andlegu hliðinni.“
Þurfti sjálf aðstoð
Rósa hefur verið öryrki undanfarin ár og þurfti um tíma að …
Athugasemdir